Grein í Fiskifréttum 3. okt

Hagnaður í sjávarútveg

Sjónarmið stjórnmálamannsins

Í grein í Fiskifréttum 12. september fer fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna  og fyrrverandi varaformaður Sáttarnefndar um sjávarútveg, Björn Valur Gíslason, mikinn um brýna fjárfestingarþörf í sjávarútveg. Síðan heggur hann í sömu knérum og venjulega með árásum á útgerðina og fullyrðir að ástæðan fyrir lítilli fjárfestingu sé að stjórnendur hafi notað hagnað sjávarútvegs í óskyldar greinar.

Staða sjávarútvegs

Í nýlegri skýrslu Íslandsbanka um stöðu íslenska sjávarútvegsins, kemur fram að íslenskur sjávarútvegur hafi skilað um 80 milljarða króna króna framlegð í fyrra sem er um 11,5% af vergri landsframleiðslu. Áætlað er að afkoman fyrir 2013 verði svipuð, en þetta jafngildir 26% framlegð (EBITDA). Þetta eru frábærar fréttir og gott að íslenskum sjávarútvegi gangi svona vel, sem er reyndar einsdæmi í veröldinni. Betra væri að þetta ætti við aðrar atvinnugreinar á Íslandi.

Fjárfestingar í sjávarútveg

Einnig  kemur fram í skýrslunni, að fjárfesting hafi verið langt undir því sem eðlilegt gæti talist miðað við afkomu í greininni. Íslandsbanki telur ástæðurnar vera margþættar og nefnir fyrst óvissu síðustu ára vegna aðgerða stjórnvalda og eins hafi fyrirtæki lagt áherslu á að greiða niður skuldir. En fyrst og fremst sé ástæðan mikil óvissa hvað fiskveiðistjórnunarkerfið  varðar og hvers konar kerfi verði við lýði í framtíðinni. „Ríkisstjórnin hafi sett fram nokkuð dramatíska breytingar á þessum tíma, þó frumvarp um breytingar hafi ekki náð fram á þingi. Þetta hafi dregið úr löngun manna til að keyra áfram, enda vilji menn vita hvað er framundan"[1] Í skýrslunni er hvergi minnst á misfarir stjórnenda  með hagnað.

Samkeppnishæfni sjávarútvegs

Í skýrslu sem Landsbankinn gaf út  um stöðu sjávarútvegs er er talað um að óverulegur hluti hagnaðar útgerðar hafi farið í óskyldar greinar. Í þessu samhengi er rétt að líta til þess að á árunum 2004-2008 bjó íslenskur sjávarútvegur við óvenju sterkt gengi krónunnar sem dró úr samkeppnishæfni. Viðbrögðin voru margvísleg hagræðing sem bættu verðmætasköpun og stuðluðu að arðbærni og bættri samkeppnisstöðu. Í kjölfarið breytist umhverfið í einni svipan þegar gengið féll um 40% og vel straumlínulöguð atvinnugrein blómstraði. Ef ekki hefði komið til pólitísk herför vinstri stjórnar gegn sjávarútvegi í framhaldi hefði greinin fjárfest í innviðum og mannauð og stæði enn sterkari í samkeppni til framtíðar en raunin er.

Sjávarútvegur og pólitíkin

Eitt mikilvægasta verkefni stjórnvalda í dag er að eyða þeirri óvissu sem ríkir um sjávarútveg og skapa greininni heilbrigt rekstarumhverfi til framtíðar. Grundvallaratriði er að sjávarútvegur verði rekinn af öflugum fyrirtækjum í samkeppnisumhverfi þar sem hlutverk stjórnmálamanna verður að skapa eðlilegt lagaumhverfi en hafi að öðru leyti sem minnst afskipti af rekstrinum. Hafi sjávarútvegur borð fyrir báru fyrir veiðigjöld eiga þau að renna til verkefna greinarinnar. Efla rannsóknir og þróun til að auka þekkingu og mannauð sem undirstöðu fjárfestinga og efla sameiginlegt markaðsstarf. Það er þjóðhagslega hagkvæmt.

 


[1] Rúnar Jónsson forstöðumaður hjá Íslandsbanka


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband