30.7.2013 | 08:51
Grein í BB
Ráðstefna um sjávarútveg á Vestfjörðum
Hlutverk Matís
Matís er fyrirtæki sem vinnur að rannsóknum, þróun (R&Þ) og nýsköpun, aðallega í matvælavinnslu með mikla áherslu á sjávarútveg. Hlutverk fyrirtækisins er að efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs, bæta lýðheilsu og tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu umhverfisins. Hjá Matís starfa vísindamenn á mörgum sviðum og fyrirtækið rekur starfstöðvar um allt land og meðal annars í Ísafjarðarbæ og Vesturbyggð. Starfstöðvum má lýsa sem tengilið milli hugar og handar, þar sem atvinnulífi á Vestfjörðum býðst tenging við rannsóknarstofnun með mikla þekkingu og reynslu.Atvinnulíf Vestfjarða byggir á sjávarútvegi, sem skapar meira en helming tekna í fjórðungunum og allt að 75% með tengdum greinum.
Það er því gríðarlega mikilvægt að sjávarútvegur hér dafni og eitt af grundvallaratriðum varðandi tekjur framtíðar er að R&Þ og nýsköpun sé hluti af starfsemi fyrirtækjanna. Það er hagur almennings að hámarka verðmætasköpun í mikilvægustu atvinnugrein þjóðarinnar, sjávarútvegi. Vestfirðingar þjóna nú kröfuhörðum mörkuðum, s.s. ferskum flakastykkjum og makríl, en þessar vörutegundir byggja báðar á rannsóknum og þróunarvinnu sem fyrirtæki hafa unnið í samstarfi við Matís.
Sjávarútvegur á Vestfjörðum
Þó flest snúist um sjávarútveg á Vestfjörðum koma starfsstöðvar Matís þar víðar að málum. Á suðurfjörðunum er mikil áhersla á fiskeldi og vinnur Matís með fyrirtækjum á því sviði. Á norðanverðum fjörðunum hefur fyrirtækið komið að R&Þ með fyrirtækjum eins og 3X Technology við að þróa búnað til að bæta gæði fisks, t.d. blóðgunar og kælitönkum. Sú vinna hefur þegar skilað 3X Technology verkum fyrir stærri línubáta og togara, þar sem straumhvörf hafa orðið í meðferð á afla um borð. Nú er horft til smábátaflotans þar sem nokkuð verk er óunnið, enda gætu bátar verið betur búnir til að hámarka gæði og verðmæti afla. Með rannsóknum hefur verið sýnt fram á að rétt blóðgun og kæling hefur umtalsverð áhrif á gæði hráefnis, sem tengist gæðum þeirra afurða sem framleidd eru úr hráefninu. Illa blóðgaður fiskur hefur blóðroða í holdi, sem bæði skemmir útlit og bragð og kemur niður á geymsluþoli vöru. Ljóst er að þeir markaðir sem best borga, s.s. markaðir með kælda fiskbita, taka ekki við og myndu aldrei taka við því hráefni sem landað er illa blóðguðu og illa ísuðu.
Smábátaflotinn
Sérstök áhersla er einmitt á smábátaflotann hér á Vestfjörðum og mun Matís beita sér fyrir átaki til að bæta meðhöndlun um borð í smærri bátum. Nýleg úttekt MAST sýnir að 70% af strandveiðiflota ísar fisk nægjanlega til að kæla hann niður fyrir 4°C, sem eru miklar framfarir frá síðasta ári. En eftir stendur að 30% flotans er að koma með illa ísaðan lélegan afla að landi. Umfram viðmið í reglugerð, ætti metnaður sjómanna og útgerðarmanna að standa til þess að landa fiski við sem lægst hitastig, eins nálægt 0°C og kostur er, því við þær aðstæður geymast þau gæði sem fiskurinn býr yfir best.
Matís hefur unnið verkefni á sviði grásleppuveiða og vinnslu, sem er mikilvæg atvinnugrein hér á Vestfjörðum. Þar eru áskoranir sem fyrirtækið vill takast á við í samvinnu við Landssamband smábátaeiganda og aðra hagsmunaaðila í greininni.
Samvinna við AtVest
Matís hefur lagt sérstaka áherslu á samvinnu við Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða og hefur unnið að verkefnum studdum af Vaxtasamningi Vestfjarða. Í framhaldi af þeirri samvinnu mun Matís ásamt Sjávarútvegsklasa Vestfjarða, 3X Technology og Atvinnuvega og nýsköpunarráðuneytinu standa fyrir ráðstefnu um R&Þ ásamt gæða- og markaðsmálum. Ráðstefnan verður haldin hér á Ísafirði föstudaginn 6. september þar sem fjöldi manna úr sjávarútveg og tengdum greinum munu halda fyrirlestra. Hugmyndin er að vekja áhuga á nýsköpun með rannsóknar og þróunarstarfi í sjávarútvegi með áherslu á gæða- og markaðsmál. Við þurfum að horfa til framtíðar og velta fyrir okkur hvernig við getum þjónað kaupendum vestfirsks fisks sem best. Hverjar eru væntingar þeirra og hvernig getum við uppfyllt þær á sem bestan hátt. Það er grundvöllur fyrir verðmætasköpun í greininni og verður undirstaða lífskjara íbúa fjórðungsins.
Arnljótur Bjarki Bergsson
Gunnar Þórðarson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 19
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.