Grein í BB

Skipulag veiða og vinnslu

Stjórn fiskveiða er mikið ágreiningsmál í Íslensku samfélagi
og verður það líklega í framtíðinni, enda verið að útdeila takmörkuðum gæðum úr
endurnýtanlegum stofnum. Hægt er að auka tekjur umtalsvert til skamms tíma en
þá á kostnað langtímahagsmuna. Ef gengið er of nærri fiskistofni í dag mun það
koma í bakið á greininni í framtíðinni. Augljóst dæmi um þetta er með ýsuveiðar
þar sem of mikið var tekið úr stofninum upp úr miðjum síðasta áratug, smáýsu úr
2004 árgangi mokað upp, og aflinn fluttur á erlenda markaði með haus og hala
fyrir lægra verð. Í dag veldur lélegur stofn miklum vandræðum og nær hefði
verið að jafna kúrfuna út og dreifa veiðinni meira.

Ólympískar veiðar

Eitt af stórum mistökum síðustu ríkisstjórnar var að gefa
rækjuveiðar frjálsar. Ólympískar veiðar á rækju valda miklum skaða þar sem
offjárfesting og skipulagsleysi einkennir ástandið. Offjárfesting þar sem allt
of stór floti sækir í lítinn stofn og útgerðin stendur ekki undir sér. Í staðinn
fyrir að skipuleggja veiðar við þarfir vinnslunnar til að hámarka
verðmætasköpun, standa menn frammi fyrir því í dag að stöðva þær löngu áður en
fiskveiðatímabili lýkur, enda ráðlagður kvóti upp veiddur. Endalaust er hægt að
efast um ráðgjöf Hafró og okkar bestu vísindamanna um stofnstærð, en málið
snýst ekki bara um það. Allir vita að aukin sókn leiðir til minni veiði á
sóknareiningu og kemur því niður á framleiðni veiðanna. Það síðasta sem
Íslendingar þurfa í dag er að draga úr verðmætasköpun í sjávarútveg.

Rækjan mikilvæg

Fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum skiptir rækjuvinnsla
miklu máli. Fyrirtæki eins og Kampi, sem skilað hefur góðri afkomu heldur uppi
mikilli atvinnu á svæðinu, er algerlega háð framboði af hráefni af
Íslandsmiðum. Fyrir stjórnendur fyrirtækisins er það lykilatriði að hafa
stöðugleika í greininni og þegar þeir fjárfesta í skipum til hráefnisöflunar.
Enginn getur staðið undir því að fjárfesta í skipakosti sem binda þarf við
bryggju mánuðum saman og skilja verksmiðjuna eftir hráefnislausa.

Hagsmunir Vestfjarða

Fyrir okkur Vestfirðinga sem lifum á sjávarútvegi, en hann
er 52% af hagkerfi fjórðungsins, skiptir það öllu máli að þessari atvinnugrein
sé tryggður stöðugleiki til framtíðar. Að hægt sé að treysta yfirvöldum og þau
láti hagsmuni sjávarþorpa ganga fyrir rómatískri sýn um frjálsar veiðar úr
takmörkuðum stofnum. Skipulag veiða og vinnslu er einn af lykilþáttum til að
halda upp verðmætasköpun í íslenskum sjávarútvegi.

Gunnar Þórðarson

Rekstrarfræðingur


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Frá og með árinu 2004 hefur ráðgjöf Hafró í rækju verið samtals 67.000 tonn á sama tíma hefur veiðin verið 24.600 tonn og um helmingurinn af því aflaðist eftir að veiðar voru gefnar frjálsar.

Það eru því syndandi  í sjónum um 40.000 tonn sem ekki voru veidd en kvóti fyrir. Ég held því að það sé hægt að tala um óstjórn í rækjuveiðinni þegar aflamarkskvótinn var á henni og sá kvóti var notaður í kvótabraski á móti bolfiski.  Rækjuiðnaðurinn er því búinn að tapa um 40 þúsund tonnum á að rækjan varaflamarks sett.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 12.6.2013 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 16
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband