Ný nálgun í fiskveiðistjórnun


Það er hægt að setja sig í spor ráðstjórnarmanna, sem trúa á
skipulag ríkisvaldsins til að stjórna og skipuleggja atvinnulífið, og af
hugsjónum styðji þá aðför sem núverandi stjórnvöld hafa farið gegn
sjávarútveginum. Það er hinsvegar óskiljanlegt að jafnaðarmenn skuli fylgja
slíkri stefnu af þeirri einurð og harðskreytni sem raunin er. Ef hlustað er á
málflutning skoðanabræðra þeirra á hinum norðurlöndunum kemur fljótlega í ljós
að þeir tala um öflugt atvinnulíf, til að standa undir velferð í samfélaginu. Það
er umhugsunarefni hvers vegna upplýst fólk er tilbúið að ganga gegn öllu því
sem virðist vera skynsamlegt og þvert gegn nánast öllum ráðum sérfræðinga. Vera
tilbúið að gera breytingar sem munu stór skaða íslenskt samfélag þar sem
grundvellelli arðsemi sjávarútvegs er kastað fyrir róða. Engu er líkara en
rótgróið hatur á einn stétt manna, útgerðarmönnum, ráði þar mestu um og
tilgangurinn helgi meðalið með því að koma þeim á kné.

En í þessum málum er mikilvægt að aðskilja þrönga hagsmuni
útgerðar og almennings. Við stjórnun fiskveiða verðum við að hafa
heildarhagsmuni í huga þar sem arðsemi sjávarútvegs er hámarkaður og síðan er
eðlilegt að skoða hvernig þeim arði er dreift. Þetta var helsta niðurstaða
sáttanefndar á sínum tíma en því er víðsfjarri að þær breytingar sem núverandi
ríkisstjórn hefur gert, eða hyggst gera, falli að þeirri stefnu. Íslendingar
verður að beita skynsemi í þessum málum og stjórnmálamenn að setja skýr markmið
sem hámarkar hag þjóðarinnar.

En hvað er til ráða og hvernig verður hægt að koma á sátt í
þessum málum til langs tíma, en sú óvissa sem ríkt hefur um árabil er mjög
skaðleg greininni og samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Það er ljóst að
leiðin til fyrra horfs er ófær þar sem engin sátt yrði um slíkt. En hvernig
getum við þá leyst þessa alvarlegust pólitísku deilu Íslandssögunnar?

Við skulum byrja á því að að setja okkur megin markmið;
hámarka arðsemi greinarinnar, styrkja byggð í landinu og tryggja eðlilega
dreifingu fiskveiðiarðs. Til að stjórna sókn í takmarkaða auðlind þurfum við að
nota aflamarkskerfið. Til að tryggja hagkvæmni og arðsemi þarf að leyfa framsal
aflaheimilda og tryggja þannig að þeir sem best standa sig haldi á fjöreggi
þjóðarinnar. Eitt helsta vandamálið felst í því að sjávarbyggðir missi sinn
veiðirétt, sem tilvist íbúanna byggir á. Því ættum við að taka alla potta í
núverandi kerfi, byggðakvóta, strandveiðar, línuívilnun og rækjubætur, og setja
í staðin umsamið hlutfalla í einn byggðapott. Þessi pottur rynni til áður
skilgreindra atvinnusvæða, ekki bæjarfélaga, þar sem byggð hefur sannarlega
dregist saman undanfarna áratugi og veiðiheimildir horfið í burtu.  Kvótanum væri úthlutað til langs tíma, með
sölu eða leigu, til hæstbjóðenda með því skilyrði að aflinn væri unnin á þessum
atvinnusvæðum (Hugmynd Þórodds Bjarnarsonar). Þetta væri raunhæf byggðaaðgerð
en núverandi fyrirkomulag virkar ekki. Til að byggðaaðgerð eins og þessi virki
þarf hún að vera fyrirsjáanlegt og til langs tíma. Þessi aðgerð gæti hjálpað
þeim byggðum sem hafa orðið undir við hagræðingu í sjávarútveg og myndi í
leiðinn bæta framleiðni í greininni, en núverandi pottafyrirkomulag dregur
stórkostlega úr arðsemi sjávarútvegs.

Að síðustu setjum við hófsamt og eðlilegt auðlindagjald til
að dreifa auðlindarentu. Slíkt má ekki draga úr framleiðni til langs tíma né
skaða samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs. Allir verða að greiða það gjald,
óháð því hvort báturinn sé lítill, hvor útgerðarmaður er atvinnumaður eða bara
múrari.

Megin markmið sjávarútvegsstefnunnar á að vera
hámörkun arðsemi til langs tíma, styrking sjávarbyggða og auðlindarentan skili
sér til þjóðarinnar. Huga þarf að framleiðni sjávarútvegs þannig að hann skili
sem bestri arðsemi. Ein af forsendum þess er stöðugleiki en núverandi
ríkisstjórn hefur markvisst gengið gegn því og aukið óvissu í greininni. Ein af
afleiðingum þess er meðal annars lítil fjárfesting í sem skaðar samkeppnisstöðu
íslensks sjávarútvegs til langs tíma. Samkeppnisyfirburðir Íslands liggja
einmitt í stöðugu framboði afurða á markaði, sem aflamarkskerfið er forsenda
fyrir.

Ekki má ætla sjávarútveg að standa einum undir byggðastefnu
á Íslandi. Í núverandi byggðapottum er veiðiheimildum útdeilt á
handahófskenndan hátt með pólitískum hætti til skamms tíma í senn. Mikilvægasta
byggðaaðgerð fyrir þessar byggðir er traustur sjávarútvegur og lágmörkun á
óvissu. Úthluta þarf byggðakvótum til langs tíma á samkeppnisgrunni á fyrirfram
skilgreind svæði sem hafa staðið og standa höllum fæti.

Vel rekinn sjávarútvegur sem rekin er á
samkeppnisgrunni getur greitt hóflegt auðlindagjald. Slík gjaldheimta má
hinsvegar aldrei koma í veg fyrir að fyrirtæki geti fjárfest og greitt
starfsmönnum sínum sanngjörn laun og tekið þátt í þróun og nýsköpun. Slíkt
ógnar stöðu íslensks sjávarútvegs og dregur verulega úr samkeppnisstöðu
gagnvart keppinautum í öðrum löndum. Núverandi veiðigjöld eru
landsbyggðaskattur sem ógnar tilveru og afkomu íbúa sjávarbyggða. Mikilvægt er
að auðlindagjald af sjávarútveg fari að hluta til rannsóknar og þróunarstarfs
ásamt markaðssetningu sjávarafurða. Slíkt er grunnur að góðri afkomu
sjávarbyggða í framtíðinni, til að laða að ungt og vel menntað fólk sem sér
framtíð sína í íslenskum sjávarútveg. Sjálfstæðisflokkurinn vill samstarf við
forystumenn sjávarútvegs, launþegahreyfinga og ríkisvalds til að bæta menntun
og laun starfsmanna í mikilvægustu atvinnugrein landsmanna.



 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 285835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband