Sátt í sjávarúveg - Fiskifréttir

Sátt í sjávarútvegi

Í grein sem Friðrik J. Argrímsson skrifar í Fiskifréttir 28.
feb.  kemur fram að hann telji einsýnt að
engin sátt náist um stefnu núverandi ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum. Það er
rétt mat enda í stefnu vinstri manna að draga úr markaðsskipulagi með áherslu á
ráðstjórn, sem mun færa okkur aftur um áratugi í efnahagslegu tilliti. En hin
hliðin á peningnum er að það kemur heldur ekki til að verða sátt um kerfið eins
og það var. Komist stjórnarandstaðan til valda og breyti til fyrra horfs, verður
mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga áfram haldið í heljargreipum óvissu.

Málið er að stjórnarandstaðan hefur enga lausn á óvissu í
sjávarútvegi og því síður LÍÚ. Þegar kemur að lausnum til framtíðar festast
útvegsmenn í persónulegum hagsmunum og komast hvorki lönd né strönd með málið
og stjórnmálamenn þora ekki að taka slaginn.

Hvert á að stefna?

Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr dægurþrasinu þegar
sjávarútvegsmál eru rædd og finna lausn sem tekur tillit til þjóðarhags til
framtíðar. Að sameinast um stefnu sem tryggir verðmætasköpun í greininni og viðheldur
samkeppnisyfirburði íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn á ekki  einn að standa undir byggðarstefnu á
Íslandi.  Gera þarf kröfu um að
byggðakvótar valdi sem minnstri sóun og séu raunveruleg stoð fyrir byggðir sem
hafa farið halloka undanfarna áratugi og byggja tilveru sína á sjávarútvegi.

Við þurfum að byggja á aflamarkskerfi með úthlutun á
framseljanlegum kvóta til langs tíma. Öðru vísi getum við ekki stjórnað veiðum
á hagkvæman hátt. Um allan heim eru þjóðir að taka upp slíkt kerfi til að
tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda.

Sjávarútvegsstefna og sjávarbyggðir

Það þarf að endurskoða byggða-potta frá grunni og leggja
niður núverandi kerfi sem veldur sóun og dugar ekki sjávarbyggðum sem bjargræði.
Setja þarf upp einn pott sem úthlutað er úr til langs tíma á  atvinnusvæði sem hafa átt undir högg að sækja
þar sem íbúaþróun hefur verið mjög neikvæð. Þessum pottum þarf að úthluta á
markaðslegum forsendum með skilyrði fyrir vinnslu á þessum atvinnusvæðum, til
langs tíma (hugmyndir Þórólfs Bjarnasonar).

Semja þarf um skynsamlegt nýtingargjald fyrir auðlindina, engin  sátt virðist vera um annað í þjóðfélaginu. Ef
greinin býr við svo kallaða auðlindarentu, sem er mjög jákvætt, þá þarf að
skoða hvernig henni verður ráðstafað til samfélagsins. Vænlegasta leiðin væri
að hækka laun í fiskvinnslu í framtíðinni, sem væri besta mögulega byggðaaðgerð
fyrir sjávarþorpin. Ef skattheimta er notuð þarf að byggja á almennum reglum um
auðlindagjald, fyrir allar auðlindir sem þjóðin nýtir, ekki bara fyrir
sjávarútveginn.

Sátt í sjávarútveg

Því miður er enginn hljómgrunnur fyrir þessum hugmyndum hjá
útgerðarmönnum. Einhvern veginn virðist þeim ómögulegt að horfa á málið frá
þessum sjónarhóli. Líklegt er að sjálfstæðismenn gætu náð sátt við jafnaðarmenn
um slíka sátt. Ráðstjórnarmenn munu áfram berjast fyrir ríkisskipulagi, enda
ekki er við öðru að búast.

Til að ná sátt, þar sem skynsemi yfirtekur tilfinningar að
mestu, þá liggja fyrir  greiningar og
gögn sem er afrakstur mikillar vinnu okkar helstu sérfræðinga undanfarin ár sem
mætti byggja ákvarðanir á. Halda þarf hópum sem stjórnast af þröngum
eiginhagsmunum frá ákvörðun, þó rétt sé að hafa þá með við undirbúning. Við
þurfum að tryggja markaðsbúskap við mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga og
hámarka virkni byggðaaðgerða og lágmarka kostnað við þær. Við þurfum að tryggja
að sjávarbyggðir njóti góðs af velgengi í sjávarútvegi. Um það ætti meirihluti
landsmanna að geta sameinast um.

Gunnar Þórðarson



Höfundur er MSc í alþjóðlegum
viðskiptum


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 17
  • Frá upphafi: 285835

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 14
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband