Fiskifréttir 23. maí


Vestfirðingar hafa marga fjöruna sopið í gegnum tíðina og
þurft að takast á við forsendubrest án verðtrygginar þar sem verðmæti fasteigna
hefur hrunið. Með veðurbitin andlit og saltbragð á tungu höfum við þurft að
horfa fram á veginn og vonast eftir betri tíð.

Barátta vestfirskra þingmanna

Mér var verulega misboðið  þegar ég las grein eftir FYRRVERANDI
alþingismann sem ver óhóflega gjaldtöku af sjávarþorpum í formi auðlindarentu.
Þrátt fyrir álit fjölda  sérfræðinga sem
varað hafa við aðgerðum og tilraunum fyrrverandi ríkisstjórnar í
sjávarútvegsmálum hefur téður þingmaður í engu hlustað á hlutlæg rök þeirra og
látið stjórnast af heift og hatri út í stjórnendur einnar atvinnugreinar,
sjávarútvegsins. Í félagi við þingmann VG hefur allt verið gert til að ganga
gegn hagsmunum sjávarþorpa og hafa þær stöllur haldið því fram að eðlilegt sé
að sérstakur skattur sé settur á sjávarútveg til að fjármagna m.a. vegagerð,
jarðgangnagerð, barnabætur og „skapandi" greinar.  Sérstakt gjald sem sýnt hefur verið fram á að
muni verða um 3 miljarðar króna (ma/kr)  á ári á Vestfjörðum einum, skulu teknir til að
létta undir með þjóðinni sem heild.

Hagkerfi Vestfjarða

Til að setja þetta í samhengi er rétt að benda á nokkrar
hagstærðir. Á Vestfjörðum voru tekjur atvinnulífsins um 43 ma/kr árið 2009. Um
52% af því kom frá sjávarútvegi, 22 ma/kr, og um 75% ef taldar eru með tengdar
greinar. Heildar launagreiðslur sjávarútvegs á Vestfjörðum voru um 41% af
tekjum með ebitda  um 1.2 ma/kr, en
sjávarútvegur skilaði um 2.6 ma/kr ebitda þetta ár.  Afkoma sjávarútvegsins var -4.6 ma/kr en
heildarafkoma Vestfjarða var -10 ma/kr árið 2009. Hver einasti maður sem skoðar
þessar tölur getur séð að 3 ma/kr aukaskattur á Vestfirskan sjávarútveg mun
ekki bara ríða honum að fullu, heldur Vestfjörðum öllum. (Shiran Þórisson,
AtVest, 2012)

Staða Vestfjarða

Líta þarf til þess að Vestfirsk útgerð, sem eingöngu stundar
botnfiskveiðar og vinnslu, byggir á 40 ára gömlum skipum og vinnslum sem eru
langt að baki því besta sem gerist. Menntunarstig er lágt í greininni og
rannsókn og þróun ábótavant. Það þarf að lyfta grettistaki til að koma
Vestfirskum sjávarútveg í þá stöðu að hann geti staðið undir góðum lífskjörum á
Vestfjörðum. Engin önnur leið er fær í þeim efnum. Beinar siglingar á markaði
gefa okkur von um sóknarfæri en meira þarf til svo Vestfirðingar geti staðið keikir
í samkeppni við aðra landshluta. Hækka þarf laun í fiskvinnslu og laða að ungt
menntað fólk í greinina. Til þess þarf hún að standa styrkum fótum og vera sú
undirstaða sem íbúar þurfa á að halda í framtíðinni.

Réttlæting auðlindagjalds

Á sama tíma og tveir þingmenn kjördæmisins börðust fyrir því
að koma þessum landsbyggðaskatti á, með réttlætið að vopni, voru þær tilbúnar
að bregða fæti fyrir frumvarp sem miðaði að því að jafna húshitunarkostnað á Íslandi.
Er ekki eðlilegt að líta sömu augum á orkuauðlindir og fiskveiðiauðlind? Jöfnun
húshitunarkostnaðar milli heitra og kaldra svæða áttu að kosta 10 aura á hverja
selda kílówattstund á Íslandi, en hefði gríðarleg áhrif á íbúaþróun Vestfjarða
þar sem húshitunarkostnaður er sá hæsti á landinu.

Vestfirðingar þurfa öflugan og vel rekinn sjávarútveg sem
borgar betri laun við framleiðslu en hingað til. Efla þarf menntun og mannauð í
sjávarútvegi, auka markaðshugsun og bæta rannsóknar og þróunarstarf ásamt
nýsköpun. Þá mun sjávarútvegurinn verða sá grunnur sem Vestfirðingar þurfa á að
halda til að hægt verði að  snúa vörn í
sókn og skapa hér eftirsóknarvert umhverfi til að búa í. Ef rétt er að málum staðið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 285841

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband