13.3.2013 | 07:52
Grein Kristínar Hálfdáns í BB
Súðavíkurgöng tímabær.
Vegasamgöngur eru grundvallaratriði fyrir verðmætasköpun og
þar með afkomu íbúa. Vestfirðir eru þar engin undantekning og þó hluti af
flutningi færist á sjó, verða vegasamgöngur okkur mikilvægar. Þrátt fyrir
grettistak sem lyft hefur verið í vegasamgöngum er enn mikið ógert, þó ástandið
sé verst á sunnanverðum Vestfjörðum, er ástandið heldur ekki ásættanlegt á
norðursvæðinu.
Sjóflutningar
Þó stór hluti þungaflutninga færist á sjó með beinum
siglingum á markaði erlendis verður alltaf þörf fyrir flutninga á dagvöru til
Vestfjarða. Við lítum á það sem sjálfsagðan hlut að hafa daglegar ferðir milli
Reykjavíkur og Ísafjarðar, vara sem pöntuð í eftirmiðdaginn er komin morguninn
eftir, sem dregur úr þörf fyrir lagerhald og eykur verðmætasköpun og lífsgæði á
svæðinu Dagvara fyrir verslanir verður
einnig að berast vestur á hverjum degi. Sé þessi vara flutt í hálftómum bílum
eða bílum sem aka á loftlitlum dekkjum vegna þungatakmarkana, eða komist yfir
höfðuð ekki, eru það neytendur á svæðinu sem greiða kostnaðinn og taka þeim
óþægindum sem lélegri þjónusta skapar. Því þurfum við góðar vegasamgöngur og ekki síst öruggar.
Versti, og jafnframt hættulegasti, kafli vegarins til
Reykjavíkur liggur um Súðavíkurhlíð, og er sá hluti leiðarinnar sem fyrst
lokast í ófærð vegna snjóflóðahættu.
Undanfarin 30 ár hefur lítið verið gert fyrir veginn og er langt frá því
að standast þær kröfur sem gerðar eru í dag. Vegurinn er byggður á klöpp þar
sem vatn á erfitt með að komast frá þegar snögglega hlánar of frost fer úr
honum. Það var einmitt það sem gerðist í lok febrúar og stöðva varð alla
flutninga tímabundið til og frá norðanverðum Vestfjörðum.
Samkeppnisstaða Vestfjarða
Eitt af grundvallaratriðum þegar kemur að samkeppnisstöðu
svæðisins er að framleiðslufyrirtækin geti brugðist við skyndilegum breytingum.
Færist veiði til tímabundið frá Vestfjörðum, eða forðast þarf of mikla ýsu- eða
steinbítsveiði á heimamiðum, getur útgerðarmenn sent báta sína til veiða t.d á
Snæfellsnes og þarf þá góðar
vegasamgöngur til að flytja fiskinn heim til vinnslu. Mikil aukning hefur orðið
á löndunum á afla á Ísafirði sem útgerð/vinnsla ekur síðan til vinnslu
annarsstaðar. Slíkt eykur hagkvæmni, enda ekki skynsamlegt að nota veiðiskip
sem flutningatæki. Góðar vegasamgöngur eru því þjóðhagslega hagkvæmar og auka
framleiðni í hagkerfinu, sem gefur möguleika á að bæta lífskjör í samfélaginu.
Ekki þarf annað en líta til Bolungarvíkur til að sjá hvað bættar samgöngur geta
gert fyrir byggðalag og þjóðina sem heild, enda mjög hagkvæmt að gera þaðan út.
En það er ekki bara hagkvæmt að bæta veg um Súðavíkurhlíð,
heldur er um mikið öryggismál að ræða. Vegurinn er einn sá hættulegasti á
Íslandi, og samkvæmt skýrslu sem Vegagerðin gaf út 2002, er vegurinn hættulegri
en gamla Óshlíðin var. Við þekkjum það frá gamla Óshlíðaveginum að þó plástrað
sé á vandamálin með vegskálum, netum og stálþiljum þá bætir það ástandið en
dugar alls ekki sem lausn. Hundruðum milljóna var fleygt í Óshlíðaveg áður en
viðurkenning fékkst á því að eina lausnin væru jarðgöng til að tryggja
samgöngur.
Vegskálar/varnir
Við stöndum nú í sömu sporum hvað Súðavíkurhlíð varðar. Þó
vegskálar verði byggðir á verstu stöðunum, verður hlíðinni áfram lokað ef
snjóflóðahætta skapast. Vegurinn um hlíðina er ónýtur og meiriháttar verk að
endurbyggja hann, ef fylgja á nútíma
stöðlum í þeirri framkvæmd. Það dugar ekkert minna en jarðgöng til að
leysa málið og við bíðum ekki í tuttugu ár eftir þeirri lausn. Þessi jarðgöng
eru hagkvæmur kostur þar sem við leysum kostnaðarsama annmarka núverandi vegar,
ásamt því að bæta öryggi og stytta leiðina suður umtalsvert.
Á svona stundum verðum við að forgangsraða þar sem við getum
ekki gert allt sem okkur hugnast. Við þurfum fyrst og fremst að tryggja
vegasamgöngur við höfuðborgarsvæðið til að treysta aðdrætti og koma framleiðslu
okkar á markað. Við þurfum ekki síður að tryggja vegasamgöngur fyrir fólk til
að ferðast til og frá norðanverðum Vestjörðum án óþarfa áhættu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.