12.3.2013 | 09:22
ESB og Sjálfstæðisflokkurinn
Það er mikið yfirlæti í þingmanninum og ráðherranaum fyrrverandi. Þó það sé rétt að landsfundur hafi samþykkt ályktun þýðir það ekki að menn geti efast um hvernig tilurðin var og hvað lá að baki. Málið er að Tómas og félagar hans hafa einbeitt sér í þessum máli, að vera á móti öllum viðræðum og umræðum um ESB, meðan fjöldin lætur sig önnur mál varða, svona smámál eins og atvinnumá, efnahagsmál, peningamál o.fr.
Málið er að eftir setningaræðu formanns var ljóst hvert stefndi. Hann hafði kiknað í hnjáliðunum fyrir þessum einharða hópi og gaf þeim byr undir báða vængi. Eftir það var auðveldara fyrir fámennan hóp sem sinnti aðeins einu máli, að koma sínum áherslum í gegn. Þetta er lýðræðislegt en mjög slæmt fyrir Sjálfstæðisflokkinn.
Ég rekst endalaust á fólk sem ekki ætlar að kjósa flokkinn, ekki vegna þess að þeir vilji endilega ganga í ESB, heldur vegna þess að fámennur öfgahópur hefur komið því þannig fyrir að umræða um málið er útilokuð, og einn möguleiki til að bæta lífskjör á Íslandi hefur verið sópað út af borðinu. Ítrekað ráðast þessi menn á þá sem vilja ræða málin og hefur undirritaður oft orðið fyrir því að vera kallaður krati og samfylkingarmaður og eðlilegast væri að ég hypjaði mig úr Sjálfstæðisflokknum.
Bjarni Ben dró átakalínu á ögurstundu í starfi Sjálfstæðisflokksins. Því miður hrynur af honum fylgið núna en upphafsræða hans á Landsfundi átti að snúast um sátt og samheldni, enda aldrei verið meiri þörf en nú. Hver sá sem ræðir við ungt fólk í dag mun sniðganga flokk sem kastar umræðu um betri lífkjör í framtíðinni fyrir borð. Allt fyrir fámennan hóp sem aldrei tekur þátt í málefnalegri umræðu ummálið og rétt að benda á ótrúlegan áróður Mbl í Staksteinum, forystugreinum og Reykjavíkurbréfi. Það er engin vafi á því hvaðan þessi barátta er sprottin.
Sjálfur veit ég ekki hvað ég myndi kjósa í dag ef umsókn færi í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég yrði fyrst að sjá hvernig hægt er að semja um sjávarútvegsmál. En ég verð að segja að aldrei finn ég neinn sem vill ræða þessi mál frá hendi nei manna, að Illuga Gunnarsyni frátöldum.
Ég hef gaman að lesa greinar T.I.O. enda skemmtilega skrifaðar og sögulega uppfræðandi. En ég hef enga trú á að Napoleon sé að íhuga innlimun Íslands. Né að Þjóðverjar séu skipulega að leggja undir sig Evrópu.
Lítum fram á veginn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (27.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 17
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar. Getur þú séð í huganum hvernig mál væru hefði ekki verið minnst einu orði á ESB frá hruni. Hvað hefðum við gert. Það hefir engin hvorki í sjálfstæðisflokk né öðrum beðið um að gangast undir lög ESB. ESB sjálfir hafa gert nokkrar kannanir og fá 9% sem eru sterkleg fylgjandi og ef allt er tekin þá tala þeir um 24% fylgjandi til að sjá hvað við fáum. Hefir þú sett hús þitt í sölumeðferð bara til að sjá hvað þú færð fyrir það. Hverjir gera svoleiðis. Það er til fólk sem gerir svoleiðis en til hvers,tilhvers að eyða milljörðum í tilraun sem mun aldrei verða veruleiki. Vilt þú það Vilt þú að stofnanir í heilbrigðisgeiranum séu í fjársvelti vegna svona fólks. Athuga hvað ég fæ. Athuga hvað við fáum fyrir milljarða til að svaða forvitninni.
Valdimar Samúelsson, 12.3.2013 kl. 16:16
Sæll, Gunnar Þórðarson;
Þá samþykkt Landsfundar Sjálfstæðisflokksins í febrúar 2013 ber að skýra í því ljósi, að fjarri fer, að um eiginlegt samningaferli sé að ræða. Um er að ræða aðlögunarferli fyrir stjórnsýslu landsins að regluverki ESB og á meðan er rekinn skefjalaus áróður að hálfu þessa ríkjasambands fyrir ágæti þess og nytsemi undir fölsku flaggi Evrópustofu sem einhvers konar sendiráðsútibúi, er lúti Vínarsáttmálanum, sem gildir um sendiráð og kveður einmitt á um, að sendiráð megi ekki skipta sér af innanlandsmálum gistiríkis. Á meðan teygja samningamenn ESB lopann og þreyta fiskinn þar til hann stendur frammi fyrir "fait accompli"-gjörðum hlut og hættir að streytast á móti. M.a. af þessum ástæðum samþykkti Landsfundurinn að slíta aðildarsamningaviðræðunum hið fyrsta og loka Evrópustofu. Sjálfstæðisflokkurinn mun svo axla stjórnmálalega ábyrgð af þessum gjörðum með því að spyrja þjóðina, hvort hún sé þessu sammála eða vilji taka upp þráðinn við þessar elskur í Berlaymont.
Með góðri kveðju /
Bjarni Jónsson, 12.3.2013 kl. 21:09
Sæll Gunnar.
Bjarni Jónsson hittir naglann á höfuðið.
Sjálfsstæðismenn geta verið stoltir af þessari skýru og afgerandi samþykkt.
Með því stendur flokkurinn svo sannarlega undir nafni !
Gunnlaugur I., 12.3.2013 kl. 21:26
flott grein hjá þér Gunnar - ég er líka sammála þér
Rafn Guðmundsson, 12.3.2013 kl. 22:28
Einmannalegum Samfylkingarmönnum eins og Rafni Guðmundssyni, þykir alveg sérlega vænt um svona stuðnings greinar við gjörglataða og fylgislausa ESB umsóknina, sérstaklega þegar þær koma frá svona vegvilltum og einangruðum Sjálfsstæðismönnum.
Gunnlaugur I., 12.3.2013 kl. 22:35
Gunnar vinur minn. Lengi hefur legið fyrir, ekki bara á Landsfundi heldur hvar sem er, sú skoðun þorra Sjálfstæðismanna að Íslandi sé betur borgið utan ESB. En allt frá árinu 2007 hefur áhrifamikill minnihluti Sjálfstæðisfólks, með Þorgerði Katrínu í fararbroddi framan af og með t.d. Ólafi Arnarsyni Clausen í Silfri Egils ótal sinnum, náð að viðhalda þeirri ímynd út á við að margir Sjálfstæðismenn fylgdu ESB- aðlögun Samfylkingarinnar, sem sá hópur gerir.
En margur er sannleikanum sárreiðastur: við Sjálfstæðisfólk, langflest, viljum að þesari aðlögun ljúki strax, enda stendur hún öllum hinum málunum fyrir þrifum. Endalausar málamiðlanir um þetta mál hafa engu skilað nema fóstri Jóhönnu við ESB og framlengt lífi hennar stjórnar.
Nú eru 19 framboð til Alþingiskosninga komin fram og dagljóst er að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki fylgjandi frekari aðlögun að ESB fyrr en þjóðin hefur valið að halda þeim skrípaleik áfram. Því verða fulltrúar Sjálfstæðisfólks á hverju svæði að gera upp við sig strax, hvort þau ætli að fylgja stefnu Sjálfstæðisflokksins og þar með talið langflestra Sjálfstæðis- manna og vilja gott gengi flokksins í kosningum, eða að snúa sér að öðru og velja úr hinum 18 sem gætu hugsað sér að fylgja ESB- aðild.
Ívar Pálsson, 12.3.2013 kl. 23:05
Gunnar þetta er alveg rétt athugað hjá þér. Ég sjálfur lagði fram tillögu í Utanríksimálanefnd og kona nokkur (man ekki nafnið) einnig, um að ljúka skyldi viðræðunum. BB, TIO og Geir Waage og einnig Ívar Pálsson, hinn ágæti hér á undan lögðu til að viðræðunum yrði slitið og Evrópustofu lokað. Sátt var reynd um að halda óbreyttu orðalagi frá fyrri samþykkt, en hana vildu harðlínumenn ekki og ágreiningurinn fór í stóra salinn. Þar beitti heilög þrenning + sér af krafti og eins og þú lýsir höfðu anda setningarræðunnar með sér og því fór sem fór. Tillaga okkar um að ljúka viðræðum fékk e.t.v. um 20% og var felld. Slitin samþykkt og að reka skyldi Evrópustofu úr landi. Þokkalegt eða hitt þó heldur.
Guðjón Sigurbjartsson, 24.3.2013 kl. 22:34
Guðjón, ég get nú varla kallast harðlínumaður ef ég er eins og þau 75-80% sjálfstæðisfólks sem telja okkur betur borgið utan ESB en innan. Að hætta aðlögun getur þá varla talist harðlína, því að stjórn lands eða fyrirtækis á ekki að gera samninga sem standa gegn vilja umbjóðanda þeirra.
Ívar Pálsson, 24.3.2013 kl. 22:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.