Ný frjálshygga

 Lýðskrumið

Mikið hefur verið rætt um Ný frjálshyggju og hvernig hún
hafi valdið núverandi kreppu sem skekur hinn vestræna heim. Engin hefur getað
skilgreint hugtakið, en engin þörf er á því þar sem upphrópanir og slagorð eru
allsráðandi í pólitískum átökum dagsins. Brussel veldið, sægreifi,
nýfrjálshygga o.sfr. En skoðum þetta aðeins nánar og veltum fyrir okkur hvað
það var sem sett hefur vestræn hagkerfi á hliðina.

Það er talið að þrennt skipti þar mestu máli:

Þáttur Greenspan

Í fyrsta lagi var það röng stefna seðlabanka Bandríkjanna um
að halda vöxtum niðri á þenslutímum. Þáverandi seðlabankastjóri, Greespan,
hefur viðurkennt mistök sem hafi kostað að peningaflóðið flæddi yfir alla bakka,
þar sem öllum var lánað til alls, og áhættan var tekin úr sambandi. Kannast
einhver við þetta á Íslandi? En þetta hefur ekkert með frjálshyggju eða
kapítalisma að gera; heldur var þetta ákvörðun embættismanna í samstarfi við
pólitíkusa. Svona meiri sósíalimsmi.

Þáttur Clintons

Í öðru lagi ákvað Clinton að öllum skyldi gert kleift að
kaupa eigið húsnæði í BNA. Undirmálslánin urðu til, enda gátu bankar lánað
láglaunafólki fyrir íbúðum, áhættulaust! Freddie Mac og Fannie Mae, sem eru í
raun ríkisreknir heildsalar á íbúðarlánum, keyptu skuldabréfin af bönkunum. Það
er gott að vera með áhættulaus viðskipti og þar sem þessi fasteignalán voru
svona frábær mátti líka nota þau til að losna við léleg skuldabréf, með svo
köllum vafningum. Öllu var snúið saman í allsherjar vafning og þetta var selt
út um allan heim. Þannig var staðbundið vandamál BNA flutt út um allan heim.
Ákvörðun Clinton hafði ekkert með frjálshyggju eða kapítalisma að gera, meira
svona sósíalisma.

Basel reglurnar

Í þriðja lagi setti ESB sínar Basel reglur, sem gerðu kaup á
ríkisskuldabréfum áhættulaus. Bankar þurftu ekki að leggja til neitt eigið fé á
móti kaupum á slíkum bréfum, enda voru þau „áhættulaus". Þetta var gert til að
stjórnmálamenn gætu tekið eindalaus lán með sölu ríkisskuldabréfa til banka, og
notað fjármunina í gæluverkefni. Allt til að þóknast kjósendum og tryggja
endurkjör. Grikkland er einmitt gott dæmi um þetta en Grísk ríkisskuldabréf voru
talin áhættulaus fram eftir fyrsta áratug nýrrar aldar. Hvort skyldi þetta nú
ver sósíalismi eða kapítalismi. Hvað í ósköpunum hefur þetta með frjálshyggju
að gera? Þetta feigðarflan hefur valdið því að bankar hafa þanið út efnahag
sinn og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Margir stærstu bankar heims eru
nánast gjaldþrota ef tekið er tillit til raunverulegrar áhættu þeirra í
ríkisskuldabréfum, sem aldrei verður hægt að endurgreiða.

Lýðskrumið og töfrar

En það er ótrúlegt hvernig lýðskrumararnir komast eindalaust
upp með slagorðin og upphrópanirnar. Það er ekki hægt að tala vitrænt með rökum
um mikilvæg mál líðandi stundar, þar sem fæstir kynna sér málin og fylgja
þessum hrópum. Þó augljóst sé að íbúðarlánasjóður sé gjaldþrota, búinn að taka verðtryggð
lán til langs tíma á 3.5% vöxtum, en neitendur vilja ekki þessi lán. Þeir sitja
því uppi með skuldbindinguna og fullar hendur fjár sem skila engum vöxtum og
tjónið er metið í dag á 120 miljarða. Stjórnmálamennirnir sletta 13 milljörðum
í hítina og láta hitt bara reka á reiðanum.

Framsóknarflokkurinn

Framsókn ætlar hinsvegar að sveifla töfrasprota og láta
eignir sama sjóðs hverfa. Ef það mál er skoðað aftur í tímann, og síðan metin
framtíðarkostnaður, gæti það verið allt að 900 milljarðar króna. Fá þeir
brautagengi í kosningunum út á slík loforð, er kannski hægt að segja að
kjósendur fái það sem þeir eiga skilið. En það verður ekki frjálshyggjan eða
kapítalisminn sem ríður okkur þar að fullu, frekar en fyrri daginn.

Ef Framsókn nær 25% fylgi út á þessi loforð er ekkert annað
eftir en segja: „Guð blessi Ísland"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Orðið 'Brusselveldi' er eðlilegt að nota yfir Brusselveldið, ekki slagorð eða upphrópun.  Orð sem ég valdi að nota þar sem það hæfði og ætla að halda áfram að nota.  Hinsvegar, athyglisverður pistill.

Elle_, 11.3.2013 kl. 22:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband