11.3.2013 | 09:56
Ný frjálshygga
Lýðskrumið
Mikið hefur verið rætt um Ný frjálshyggju og hvernig hún
hafi valdið núverandi kreppu sem skekur hinn vestræna heim. Engin hefur getað
skilgreint hugtakið, en engin þörf er á því þar sem upphrópanir og slagorð eru
allsráðandi í pólitískum átökum dagsins. Brussel veldið, sægreifi,
nýfrjálshygga o.sfr. En skoðum þetta aðeins nánar og veltum fyrir okkur hvað
það var sem sett hefur vestræn hagkerfi á hliðina.
Það er talið að þrennt skipti þar mestu máli:
Þáttur Greenspan
Í fyrsta lagi var það röng stefna seðlabanka Bandríkjanna um
að halda vöxtum niðri á þenslutímum. Þáverandi seðlabankastjóri, Greespan,
hefur viðurkennt mistök sem hafi kostað að peningaflóðið flæddi yfir alla bakka,
þar sem öllum var lánað til alls, og áhættan var tekin úr sambandi. Kannast
einhver við þetta á Íslandi? En þetta hefur ekkert með frjálshyggju eða
kapítalisma að gera; heldur var þetta ákvörðun embættismanna í samstarfi við
pólitíkusa. Svona meiri sósíalimsmi.
Í öðru lagi ákvað Clinton að öllum skyldi gert kleift að
kaupa eigið húsnæði í BNA. Undirmálslánin urðu til, enda gátu bankar lánað
láglaunafólki fyrir íbúðum, áhættulaust! Freddie Mac og Fannie Mae, sem eru í
raun ríkisreknir heildsalar á íbúðarlánum, keyptu skuldabréfin af bönkunum. Það
er gott að vera með áhættulaus viðskipti og þar sem þessi fasteignalán voru
svona frábær mátti líka nota þau til að losna við léleg skuldabréf, með svo
köllum vafningum. Öllu var snúið saman í allsherjar vafning og þetta var selt
út um allan heim. Þannig var staðbundið vandamál BNA flutt út um allan heim.
Ákvörðun Clinton hafði ekkert með frjálshyggju eða kapítalisma að gera, meira
svona sósíalisma.
Í þriðja lagi setti ESB sínar Basel reglur, sem gerðu kaup á
ríkisskuldabréfum áhættulaus. Bankar þurftu ekki að leggja til neitt eigið fé á
móti kaupum á slíkum bréfum, enda voru þau áhættulaus". Þetta var gert til að
stjórnmálamenn gætu tekið eindalaus lán með sölu ríkisskuldabréfa til banka, og
notað fjármunina í gæluverkefni. Allt til að þóknast kjósendum og tryggja
endurkjör. Grikkland er einmitt gott dæmi um þetta en Grísk ríkisskuldabréf voru
talin áhættulaus fram eftir fyrsta áratug nýrrar aldar. Hvort skyldi þetta nú
ver sósíalismi eða kapítalismi. Hvað í ósköpunum hefur þetta með frjálshyggju
að gera? Þetta feigðarflan hefur valdið því að bankar hafa þanið út efnahag
sinn og sér ekki fyrir endann á því ævintýri. Margir stærstu bankar heims eru
nánast gjaldþrota ef tekið er tillit til raunverulegrar áhættu þeirra í
ríkisskuldabréfum, sem aldrei verður hægt að endurgreiða.
Lýðskrumið og töfrar
En það er ótrúlegt hvernig lýðskrumararnir komast eindalaust
upp með slagorðin og upphrópanirnar. Það er ekki hægt að tala vitrænt með rökum
um mikilvæg mál líðandi stundar, þar sem fæstir kynna sér málin og fylgja
þessum hrópum. Þó augljóst sé að íbúðarlánasjóður sé gjaldþrota, búinn að taka verðtryggð
lán til langs tíma á 3.5% vöxtum, en neitendur vilja ekki þessi lán. Þeir sitja
því uppi með skuldbindinguna og fullar hendur fjár sem skila engum vöxtum og
tjónið er metið í dag á 120 miljarða. Stjórnmálamennirnir sletta 13 milljörðum
í hítina og láta hitt bara reka á reiðanum.
Framsókn ætlar hinsvegar að sveifla töfrasprota og láta
eignir sama sjóðs hverfa. Ef það mál er skoðað aftur í tímann, og síðan metin
framtíðarkostnaður, gæti það verið allt að 900 milljarðar króna. Fá þeir
brautagengi í kosningunum út á slík loforð, er kannski hægt að segja að
kjósendur fái það sem þeir eiga skilið. En það verður ekki frjálshyggjan eða
kapítalisminn sem ríður okkur þar að fullu, frekar en fyrri daginn.
Ef Framsókn nær 25% fylgi út á þessi loforð er ekkert annað
eftir en segja: Guð blessi Ísland"
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Orðið 'Brusselveldi' er eðlilegt að nota yfir Brusselveldið, ekki slagorð eða upphrópun. Orð sem ég valdi að nota þar sem það hæfði og ætla að halda áfram að nota. Hinsvegar, athyglisverður pistill.
Elle_, 11.3.2013 kl. 22:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.