8.3.2013 | 13:26
Grein í Fiskifrétturm 7. mars
Sátt í sjávarútvegi
Í grein sem Friðrik J. Argrímsson skrifar í Fiskifréttir 28.
feb. kemur fram að hann telji einsýnt að
engin sátt náist um stefnu núverandi ríkisstjórnar í sjávarútvegsmálum. Það er
rétt mat enda í stefnu vinstri manna að draga úr markaðsskipulagi með áherslu á
ráðstjórn, sem mun færa okkur aftur um áratugi í efnahagslegu tilliti. En hin
hliðin á peningnum er að það kemur heldur ekki til að verða sátt um kerfið eins
og það var. Komist stjórnarandstaðan til valda og breyti til fyrra horfs, verður
mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga áfram haldið í heljargreipum óvissu.
Málið er að stjórnarandstaðan hefur enga lausn á óvissu í
sjávarútvegi og því síður LÍÚ. Þegar kemur að lausnum til framtíðar festast
útvegsmenn í persónulegum hagsmunum og komast hvorki lönd né strönd með málið
og stjórnmálamenn þora ekki að taka slaginn.
Hvert á að stefna?
Það er nauðsynlegt að lyfta sér upp úr dægurþrasinu þegar
sjávarútvegsmál eru rædd og finna lausn sem tekur tillit til þjóðarhags til
framtíðar. Að sameinast um stefnu sem tryggir verðmætasköpun í greininni og viðheldur
samkeppnisyfirburði íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegurinn á ekki einn að standa undir byggðarstefnu á
Íslandi. Gera þarf kröfu um að
byggðakvótar valdi sem minnstri sóun og séu raunveruleg stoð fyrir byggðir sem
hafa farið halloka undanfarna áratugi og byggja tilveru sína á sjávarútvegi.
Við þurfum að byggja á aflamarkskerfi með úthlutun á
framseljanlegum kvóta til langs tíma. Öðru vísi getum við ekki stjórnað veiðum
á hagkvæman hátt. Um allan heim eru þjóðir að taka upp slíkt kerfi til að
tryggja arðsemi og sjálfbæra nýtingu auðlinda.
Sjávarútvegsstefna og sjávarbyggðir
Það þarf að endurskoða byggða-potta frá grunni og leggja
niður núverandi kerfi sem veldur sóun og dugar ekki sjávarbyggðum sem bjargræði.
Setja þarf upp einn pott sem úthlutað er úr til langs tíma á atvinnusvæði sem hafa átt undir högg að sækja
þar sem íbúaþróun hefur verið mjög neikvæð. Þessum pottum þarf að úthluta á
markaðslegum forsendum með skilyrði fyrir vinnslu á þessum atvinnusvæðum, til
langs tíma (hugmyndir Þórodds Bjarnasonar).
Semja þarf um skynsamlegt nýtingargjald fyrir auðlindina, engin sátt virðist vera um annað í þjóðfélaginu. Ef
greinin býr við svo kallaða auðlindarentu, sem er mjög jákvætt, þá þarf að
skoða hvernig henni verður ráðstafað til samfélagsins. Vænlegasta leiðin væri
að hækka laun í fiskvinnslu í framtíðinni, sem væri besta mögulega byggðaaðgerð
fyrir sjávarþorpin. Ef skattheimta er notuð þarf að byggja á almennum reglum um
auðlindagjald, fyrir allar auðlindir sem þjóðin nýtir, ekki bara fyrir
sjávarútveginn.
Sátt í sjávarútveg
Því miður er enginn hljómgrunnur fyrir þessum hugmyndum hjá
útgerðarmönnum. Einhvern veginn virðist þeim ómögulegt að horfa á málið frá
þessum sjónarhóli. Líklegt er að sjálfstæðismenn gætu náð sátt við jafnaðarmenn
um slíka sátt. Ráðstjórnarmenn munu áfram berjast fyrir ríkisskipulagi, enda
ekki er við öðru að búast.
Til að ná sátt, þar sem skynsemi yfirtekur tilfinningar að
mestu, þá liggja fyrir greiningar og
gögn sem er afrakstur mikillar vinnu okkar helstu sérfræðinga undanfarin ár sem
mætti byggja ákvarðanir á. Halda þarf hópum sem stjórnast af þröngum
eiginhagsmunum frá ákvörðun, þó rétt sé að hafa þá með við undirbúning. Við
þurfum að tryggja markaðsbúskap við mikilvægustu atvinnugrein Íslendinga og
hámarka virkni byggðaaðgerða og lágmarka kostnað við þær. Við þurfum að tryggja
að sjávarbyggðir njóti góðs af velgengi í sjávarútvegi. Um það ætti meirihluti
landsmanna að geta sameinast um.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 10.3.2013 kl. 10:34 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll.
Margt athyglivert í þessari talningu en þetta hér er ekki að ríma varðandi útdeilingu á auðlindarentu:
"Ef greinin býr við svo kallaða auðlindarentu, sem er mjög jákvætt, þá þarf að skoða hvernig henni verður ráðstafað til samfélagsins. Vænlegasta leiðin væri að hækka laun í fiskvinnslu í framtíðinni, sem væri besta mögulega byggðaaðgerð fyrir sjávarþorpin."
Ég vil segja varðandi þetta að með því getur vinnslan sem hefur hráefni allt árið ekki borgað mannsæmandi laun, vegna þess að hún þarf að borga laun hinnar sem getur ekki staðið undir launakostnaði.
Hér er kominn upp hættulegur vítahringur sem mun draga úr framleiðni í sjávarútvegi, hvað sem tautar og raular.
Ef pólitíkin vill setja auðlindarentu á sjávarútveginn þá liggur að sjálfsögðu allur útvegurinn undir. Ég persónulega get ekki skilið af hverju Jón má nýta auðlindina án gjalds en Gunna ekki.
Sindri Karl Sigurðsson, 8.3.2013 kl. 23:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.