3.3.2013 | 11:41
Dýrið gengur laust
Það er þyngra en tárum tekur að horfa upp á minn gamla góða
flokk, Sjálfstæðisflokkinn. Aldrei hef ég treyst jafn mikið á hann og stefnu
hans en undanfarin ár; ár þar sem Íslendingar hafa undir forystu vinstri manna
fetað leið ráðstjórnar og sósíalisma. Reyndar undir slagorði um norræna
fyrirmynd, en Ísland er eina norðurlandaþjóðin sem fetar þennan stíg.
Íslendingar eru í djúpri kreppu þar sem lífskjör hafa gefið
mikið eftir og framleiðni er svipuð og gerist í Grikklandi. Endalaust er bætt
við ríkisumsvifin og dregið úr verðmætasköpun. Undirritaður tilheyrir stétt
sérfræðinga, og samkvæmt nýjum tölum eru þeir hálfdrættingar í kaupmætti miðað
við starfsbræður þeirra á hinum norðurlöndunum. Eini möguleikinn til að bæta
kjörin er aukin framleiðni og verðmætasköpun. Hér skal sérstaklega vitna til
skýrslu McKinsey um þetta mál.
Því voru það mikil vonbrigði að hlusta á setningaræðu
formanns Sjálfstæðisflokksins, Bjarna Benedikssonar á landsfundi flokksins. Þar
dró hann skýra átakalínu í ESB og gjaldmiðlamálum, þar sem menn lentu annað
hvort í svörtum eða hvítum kassa, að hætti Davíðs Oddssonar. Hann tók sem sagt
ólina af skrímslinu og hleypti því lausu. Eftir þessa ræðu var öfgamönnum í flokkun
gefinn byr undir báða vængi og ljóst að frjálslyndir flokksmenn yrðu undir í
átökum á fundinum.
Það er með ólíkindum á þessari ögurstundu sem nú ríkir í
Íslenskri pólitík að formaðurinn kjósi að draga flokkinn sinn inn í átök , í
stað þess að skapa samstöðu um mikilvægust málefni líðandi stundar;
efnahagsmál. Útiloka samstarf eftir kosninga við alla flokka, nema
Framsóknarflokkinn. Það þarf ekki mikla sérfræðinga til að sjá, þó svo að
þessir tveir flokkar nái meirihluta, að Framsókn mun hafa yfirburða stöðu í
samningum um meirihlutamyndun. Þeir munu hafa allar leiðri opnar en okkar
flokkur enga aðra stöðu en semja við þá. Vinstri grænir eru orðnir
frjálslyndari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn og opnaði allar leiðir til
samstarf eftir kosningar. Þeim er mikið í mun að halda á þeirri braut sem lagt
hefur verið á, og Bjarni Ben veitti þeim brautagengi til að halda á með sína
ráðstjórn í framtíðinni.
Ég hef alltaf verið hræddur við öfgafólk og sérstaklega
þegar það siglir undir flaggi Sjálfstæðisflokksins. Þetta minnir svolítið á
kaþólsku kirkjuna á miðöldum, það þarf ekki að útskýra umheiminn þar sem guð
skapaði hann. Öllum vísindum og þekkingu er hafnað fyrir guðsorðið og hart
tekið á vantrúuðum, mönnum eins og Galileo og Darwin. Menn beita fyrir sig
slagorðum og upphrópunum og spila inn á þjóðernishyggju til að hræða fólk í
liðið með sér. Lítið fer fyrir málefnalegri umræðu um ESB eða íslensku krónuna.
Í mínum huga er það kristaltært að Íslendingar hafa aldrei
getað rekið peningamálastefnu né haft stjórn á ríkisfjármálum til langs tíma.
Endalaus tilflutningur á verðmætum frá einum til annars hefur einkennt íslensku
krónuna, og enn stefnir í stór slys ef Framsókn kemst að með sín ábyrgðalaus
loforð um leiðréttingu" vegna vísitölulána. Verði farið að þeim hugmyndum mun
það kosta ríkissjóð og lífeyrissjóði um 900 milljarða króna!
Ef Bjarni Ben ætlar að nota íslenska krónu um ófyrirséða
framtíð" þarf hann að útskýra hvernig hann ætlar að gera það öðruvísi en allir
íslenskir fyrirrennara hans til þessa! Fyrir utan tvö þrjú ár hjá Davíð, hefur
íslenskt hagkerfi verið eins og rússíbani og fólk hefur hagað sér eins og engin
væri morgundagurinn. Þannig getum við aldrei haldið uppi lífsgæðum á Íslandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.3.2013 kl. 10:29 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.