23.8.2012 | 15:18
Dagur tvö - úr Hrafntinnuskeri í Hattver
Það var ágætis veður við upphaf göngu daginn eftir þó skýjahula væri yfir Reykjafjöllum og Háskerðingi, en skyggni að öðru leyti með besta móti. Stefnan var tekin upp í Kaldaklof sem liggur norðan við Torfajökul þar sem leifar jökuls liggur, úfinn og svartur af gjósku, en auðveldur yfirferðar. Þegar komið er upp í klofið er gott útsýni yfir Fjallabak, þar sem næstu þremur dögum yrði varið við gönguferðir um úfin jökulgil í landi þar einu merki menningar er sauðkindin.
Eftir um hundrað metra lækkun tókum við af okkur bakpokana þar sem tekin var krókur á fyrirhugaðri leið í svefnstað í Hattveri. Fyrst var gengið undir rætur Kaldaklofsjökuls þar sem andstæður kallast á; jökulstálið með snjóalögum frá síðasta vetri, bullandi hitahverir og ótrúlega grænn mosinn þar sem sólin sindraði í daggartárum. Við komum að ónefndum hver með svörtum útfellingum og hefði vel átt við sem partur af leikmynd í Batman kvikmynd og annar hver er þarna sem mætti kalla litla bróður Hvínanda, en hann blæs með háværum hvini. Mikið er af soðpönnum á þessu svæði, sem eru hverir þar sem sjóðheitir gasstrókar streyma upp en lítið af vatni. Þannig er afrennsli í lágmarki frá þeim þótt mikið gangi á með hávaða og látum. Hópurinn áði stutta stund við nið jökulárinnar sem rennur úr kaldaklofsjökli áður haldið var til baka þar sem bakpokarnir biðu okkar. Eftir hádegisverð var byrðin öxluð og haldið áfram til svefnstaðar í Hattveri.
Næst komum við að fossi sem er kallaður Ryðglæri þar sem um hálfan fossinn rennur tært bergvatn en hinn helmingurinn rennur heitt hveravatn niður rautt líparítberg. Reyndar var lítið vatn ryð-megin í fossinum sem er breyting frá því sem verið hefur en hann er stórmerkilegu engu að síður. Skammt frá fossinum er soðpanna sem vegna útlits síns er kölluð Hvolfketill. Hverinn þykir einstakur og ekki vitað um annan slíkan á landinu. Þegar gengið var á hrygginn þar fyrir ofan blasti Hvolfketill við með Ryðglær í bakgrunni, sem tekur öllu ímyndarafli fram um sérkennilegt og framandi landsslag, nokkuð sem einkennir Fjallabak.
Þegar hærra var komið blöstu við gilskorningar og hryggir; í bláum, grænleitum og ljósbrúnum lit þar sem iðagrænn mosinn undirstrikaði ægifegurð svæðisins. Einstaka snjóskafl á stangli setti punktinn yfir i-ið og mynnti okkur á hversu hátt svæðið liggur, um og yfir 600 metra hæð yfir sjávarmáli.
Hafi raunveruleikinn tekið ímyndarafli fram þá var heldur betur bætt í þegar komið var að Háuhverum. Ofurafl þessa mesta háhitasvæðis Íslands birtist þarna í öllu sínu veldi. Risastór soðpanna, fagurblá á litin og um þrjátíu metrar í þvermál blasti við. Úr miðju hennar streymdu gasstrókar af miklu afli þar sem yfirborðið iðaði af átökum og orku. Ofar mátti sjá mikið hverasvæði, sem er eitt það öflugasta á Fjallabaki og má sjá gufustróka frá því langar leiðir. Framundan blasti Hattur við sem við nálguðumst hægt og bítandi, með krókaleiðum upp og niður hryggi og fljótlega vorum við komin að fyrsta vaði dagsins.
Ofan vaðsins reis mikið stuðlaberg úr líparíti, ryðrautt á litin. Þetta er sjaldgæf sjón á Íslandi og þó víðar væri leitað. Þar yfir blasti Hattur við sem er bergstapi ofan á líparít hrygg sem rís rúmlega 250 metra yfir gilbotninum, þar sem tjaldsvæðið í Hattver beið okkar.
Nokkur gróður er í Hattveri en það er ekki í boði að tjalda þar og staður valin á melum aðeins ofan við jökulána. Nauðsynlegt er að hlífa gróðri eins og hægt er, enda viðkvæmur þar sem vaxtatími er aðeins um tveir mánuðir á ári. Tjöldin voru komin upp fyrir kvöldmat og eins og hendi væri veifað var lítið þorp risið í Hattveri. Hér var ekki tjaldað til einnar nætur þar sem gengið yrði út frá tjöldum næsta dag.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285604
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 16
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.