23.8.2012 | 15:13
Ferðalag að Fjallabaki - fyrsti dagur
Landmannalaugar - Hrafntinnusker
Það sem helst þvældist fyrir Don Kíkóta var brenglað veruleikaskyn þar sem fantasíur yfirtóku raunveruleika, m.a. í bardaga við vindmillu sem hann taldi vera dreka og kindahjörð sem hann taldi vera herflokk óvina. Þetta er ekki vandamál þeirra sem teljast jarðbundnir og þurfa venjulega eitthvað áþreifanlegt til að trúa á það, en hvað er þegar veruleikinn tekur ímyndinni fram? Hverju á að trúa þegar landslag tekur á sig mynd sem helst gæti átt við geggjað" atriði í kvikmynd í framtíðarstíl? Ferð okkar hjóna um Fjallabak var slík ferð þar sem veruleiki tók fram úr hugmyndafluginu svo um munaði og ítrekað stóð maður sem bergnuminn og það eina sem hægt var að segja var WOW"
Við ókum sem leið lá norður fyrir Heklurætur á leið í gegnum Dómadal til Landmannalauga, þar sem við höfðum mælt okkur mót við samferðafólk okkar í fjögurra daga gönguferð um Fjallabak. Það voru átján mans sem fetuðu stíginn upp með Brennisteinsöldu, nokkuð létt á fæti þar sem bakpokunum var trússað upp í Höskuldarskála. Það tekur alltaf tíma til að hrista svona hóp saman, en við hjónin þekktum aðeins einn samferðarmanninn, Bjarna Sólbergs úr Bolungarvík. Fararstjórar voru feðgarnir Ólafur Örn og Örvar, sem hafa undanfarin ár kynnt sér ferðasvæðið vel og var þetta annar hópurinn sem þeir stýrðu um þessar slóðir.
Veðrið lék við okkur, vindstrengur af suð-vestri, hlýtt og skyggni ágætt. Nokkrir hverir eru á þessari leið, sem er upphaf Laugarvegsgöngu enda Torfajökulssvæðið mesta háhitasvæði landsins. Gönguferðin var þó tíðindalítil og vorum við komin í Höskuldarskála fyrir kvöldmat. Þetta var í þriðja skiptið á einu ári sem við hjónin komu í skálann og óhætt að segja að veðurlagið hafi verið misjafnt. Fyrst komum við í byrjun júlí í fyrra í kalsa og strekking af suð-austri, frekar kalt og eins og konan frá Langanesi segir það sá ekki milli augna" Næst komum við í skálann um miðjan ágúst í tuttugu stiga hita og sól, ekki skýhnoðri á himni skyggnið endalaust. Þá lá leið okkar upp á Háskerðing sem er mesta útsýnifjall Íslands. Nú komum við í suð-vestan kalda, hlýju veðri en þokumuggu sem er algeng á Hrafntinnuskeri, enda í rúmlega 1000 metra hæð. Tímasetningin var góð að þessu sinni þar sem Höskuldur, móðurbróðir Stínu, átti 75 ára afmæli þennan dag en skálinn er kenndur honum.
Eitt af því sem hverfur hjá viðförlum ferðamanni er spennan sem kitlar í upphafi og fylgir óvissunni framundan við að takast á við óþekktar áskoranir. En hér var gömul vinkona mætt, sem ekki hafði látið á sér kræla um árabil, og ekki laust við að endurfundir væru notalegir. Framundan var ferðalag um lítt kannaðar og fáfarnar slóðir, hátt upp til fjalla og langt frá öllum mannabyggðum. Hér varð að treysta á eigin getu og búnað til að takast á við erfiðleika við aðstæður sem geta skapast eins og hendi sé veifað, við veðrabrigði duttlungafullrar Íslandslægðar sem oft veldur ófyrirsjáalegrar veðrabrigða, sérstaklega á hálendi Íslands þar sem gengið er og gist ofar 600 metrum. Hér yrði ekki treyst á guð og lukkuna heldur vera í stakk búinn til að takast á það sem höndum ber á einum afskekktasta stað landsins.
Höskuldarskáli fór vel með ferðahópinn sem hvíldist vel í vesturálmu í Hrafntinnuskeri.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.