1.8.2012 | 07:37
Hvernig við losuðum okkur við ó-línu í Tökunum
Það byrjaði að örla fyrir hinum glaða, brosmilda árroða, smáblómin á grundunum vöknuðu og reistu höfuð og vatnakristallarnir í lækjasprænum kliðuðu á milli hvítra og brúnna steina áður en þeir runnu í fljótin sem biðu þeirra. Jörðin var glaðleg, himinn bjartur, loftið tært, birtan kyrr; og hvert fyrir sig og allt í sameiningu gaf þetta til kynna að dagsbrúnin, sem hékk í kjólfaldi árroðans, boðaði heiðan og hljóðlátan dag.
Í þessum kafla segir frá svo undarlegum ævintýrum að viðeigandi er að hefja hann á orðum Cervantes úr sögunni um Don Kíkóta. Reyndar jafnast ísbjarnarsagan sem hér verður minnst á, fyllilega við frásögnina af riddaranum raunamædda þegar hann seig ofaní Montesínoshelli, en þær sýnir sem hann upplifir þar voru svo einstæðar og svo stórkostlegar að lygilegt þykir.
Það var engin skortur á vönum sjómannshöndum til að splæsa nýja línu fyrir Tökin. Mörgum sjómanninum hefur eflaust klæjað í lófana að takast á við það verk að losa sig við Ó-línu. Hún var orðin trosnuð og fúin og ekki nokkurt hald í henni fyrir nokkurn mann. Hún dygði ekki sem vaður fyrir komma né krata, og alls ekki markaðshyggjumann.
Það var gaman á brúninni þar sem margar hendur unnu létt verk, við að fjarlægja graut-fúinn vaðinn og ganga frá nýjum, sem myndi veita vegfarendum sem einhverra hluta vegna misstu af fjörunni við Posavog og þyrftu að takast á við Tökin. Andinn kom yfir hirðskáldið á þessari stundu og eftirfarandi staka varð til:
Í Tökum áttum aðild að,
að Ó-lína var tekin.
Kom í þeirrar konu" stað,
kaðall samanrekinn.
Viðar Konn
Nú þurfti að reyna vaðinn og Gunnar og Flosi tóku að sér að prófa styrkleika hans og hnýta hnúta á rétta staði. Mikilvægt er að gott grip séu þar sem mest mæðir á, en Tökin eru þrjú hengiflug með smá stöllum á milli. Síðan var kaðallinn reyndur á uppleið og vaðurinn síðan útskrifaður sem öruggur.
Tiltækið vakti heimsathygli og birtist viðtal við tvo af Hallgrímingum eftir heimkomu af Ströndum í Bæjarins Besta. Viðtalið var ekki bara til að benda á að framtaksemi Hallgríminga, heldur ekki síður til að láta ferðamenn um Strandir vita að öruggur kaðall væri kominn í Tökin. Fyrir nokkrum árum flugust ákveðnir einstaklingar á um þennan kaðal, en ónefndur fararstjóri í gönguhópi vildi meina að hann væri ótryggur og Tökin væru stór hættuleg. Fræg er lýsing á því þegar hún óð fyrir Posavoginn svo flaut undir brjóstin, en hundurinn hennar fór á sundi. Um málið urðu nokkur blaðaskrif þar sem meðal annars höfundur göngubókar um Hornstrandir kom við sögu. Sá hefur eflaust þekkt betur til aðstæðna við Tökin, allavega að hans eigin áliti.
Ekki er við því að búast að fólk sem aldrei hefur migið í saltan sjó átti sig á stefnum eða straumum sjávar. Slíkur ókunnugleiki getur auðveldlega sett ferðamann við Posavoginn, þegar há-sjáva er, og verði því að takast á við Tökin og klífa þverhnípið. En ólík eru viðbrögð gönguhópa þegar sumir láta orðin duga en aðrir láta verkin tala.
Önnur skemmtileg saga er af þessum ónefnda fararstjóra þegar hún taldi sig sjá ísbjörn og ekki dugði minna en kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar til hjálpar. Björninn fannst ekki og telja gárungarnir að þarna hafi annað hvort verið snjóskafl eða svanir á ferð. Hvortveggja er nauðalíkt ísbirni og ekki að undra að því sé ruglað saman. Hallgrímingar sáu engan björn í sinni ferð um Hornstrandir, ekki einu sinni Jónbjörn.
Skyldu göngufélagar ónefnds fararstjóra hafa liðið líkt og Sansjó Pansa þegar herra hans, Don Kíkódi, sannfærði hann um að það sem hann sæi væri ekki raunverulegt, heldur sýnir af völdum galdramanna. Þegar Don Kikóti sá þungvopnaða hersveit nálgast sá Sansjó kindahjörð. Göngufélagarnir sáu svan en voru sannfærðir um að þar færi ísbjörn og rétt að kalla út þyrlu?
Við stóðum við heimsóknina til Sveins eftir vel unnið dagsverk og þáðum hjá honum súkkulaði og tókum nokkur lög. Miklir söngmenn eru í Hallgrími og ekki þarf að skammast sín fyrir félagskapinn á svona stundum. Þarna var mættur Þorsteinn J. sem sýndi kaðalmálum í Tökunum mikla athygli. En það var komin tími til að kveðja og halda heim á Borg til að bíða skipakomu fyrir heimferð. Bjarnarnesið var mætt á réttum tíma og eftir smá krók að Látrum var haldið til Bolungarvíkur í renniblíðu og sólskini. Ryturinn var mikilúðlegur og hrikalegur og gaman að geta sagt þar fór ég" .
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.8.2012 kl. 15:03 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.