4.6.2012 | 15:20
Forystugrein í sjómannablaði Vesturlands
Við sjúkrahúsið á Ísafirði er stytta sem heitir „Úr álögum" eftir Einar Jónsson, þar sem riddari heldur um skaft sverðs síns sem hann hefur rekið niður í haus mikils dreka sem liggur fyrir fótum hans. Á öðrum handlegg heldur riddarinn á ungri nakinni stúlku sem réttir út handlegginn og varpar af sér ham gamallar konu, en í hinni hendinni heldur riddarinn skildi hátt á lofti. Að baki þeim er drekinn í dauðateygjum sigraður.
Höggmyndin á að lýsa innri baráttu mannsins þar sem lína er dregin milli góðs og ills, að góður ásetningur endi ekki með vondum gerðum og þar sem mörkin milli metnaðar og græðgi liggja. Hugmyndin er þúsunda ára gömul sem sýnir okkur að ekkert er nýtt undir sólinni þegar kemur að því að velta fyrir sér mannlegum kenndum.
Það er vel þekkt í íþróttum að leikmenn eru hvattir fyrir leikinn, baráttuvilji, grimmd og metnaður eru æst upp í þeim til að takast á við andstæðinginn með því markmiði að sigra hann. Þjálfarinn vonar svo hið besta, að menn sýni sannan keppnisanda og fari ekki yfir mörkin og brjóti ekki á keppinauti sínum til að vinna leikinn. Vel þekkt er að notast við slæmt orðbragð, spörk og jafnvel að setja á svið leikrit til að klekkja á mótspilara sínum. Við þessu er síðan brugðist með leikreglum og breyttum viðhorfum til dóma. Í dag geta menn fengið rautt spjald í fótbolta fyrir að reyna að fiska víti!
Sama gerist í kapítalísku hagkerfi þar sem byggt er á samkeppni og miskunnarlaus markaðurinn skilur milli feigs og ófeigs í viðskiptum. Freistnivandinn er mikill að beita óhefðbundnum aðferðum til að sigra andstæðinginn og með flóknara hagkerfi gefast ný tækifæri til að fara yfir línu góðs og ills. Samfélagið reynir þá, eins og í fótboltanum, að bregðast við og setja nýjar reglur til að koma í veg fyrir t.d. markaðsmisnotkun eða einokun.
Auðvitað væri hægt að koma í veg fyrir allt slíkt með því að hefta einstaklingsfrelsið, binda allt í klyfjar ófrelsis og hafta. „Skipuleggja" atvinnulífið og þjóðarbúskapinn og reka hann „samkvæmt áætlun", en ekki á grundvelli frjálsrar samkeppni. Skipulagningin er nauðsynleg til að ná settum markmiðum þar sem lýðræðið er Þrándur í Götu. Slíkt dugar vel til að ekki sé farið yfir línuna þar sem metnaður breytist í græðgi. En böggull fylgir skammrifi og slík þjóðfélög eru dæmd til fátæktar þar sem hin allt um vefjandi hönd ríkisins er algerlega ófær um að taka réttar ákvarðanir um framleiðslu og þjónustu.
Við þurfum að byggja upp samfélag sem byggir á frelsi einstaklingsins og nýta sköpunarmátt hans, dugnað og áræði. Finna þarf leiðir til að menn lendi ekki röngu megin við línuna og fari yfir strikið. Fórnarkostnaður við að svipta einstakling frelsi til athafna er hinsvegar allt of hár. Við verðum að búa við þann raunveruleika að menn munu í kappi sínu fara yfir þessa línu í framtíðinni eins og hingað til. Við þurfum að bregðast við því og vera stöðugt á verði gagnvart þessum ágalla mannsins, án þess að svipta einstaklinginn frelsi og hafna markaðsbúskap og lýðræði. Þó að slíku kerfi fylgi ágallar eru þeir hégómi miðað við miðstýringu ráðstjórnar þar sem ríkið telur sig umkomið að taka allar ákvarðanir fyrir almenning. Ef niðurstaða í meistarakeppni fótbolta væri ákveðin af ríkinu væri þá hægt að koma í veg fyrir ofbeldi á knattspyrnuvelli? Væri það ekki of dýru verði keypt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.3.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 7
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 7
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.