26.4.2012 | 15:56
Grein í Fiskifréttum
Að draga kanínu úr hatti
Stjórnarsinnar ræða um fyrirhugaðar breytingar á stjórn fiskveiða eins og það muni auka tekjur og styrkja sjávarbyggðir. Allir gera sér grein fyrir að auðlindin er takmörkuð og breytingar á fiskveiðilöggjöf auka ekki veiðar. Auki breytingar nýliðun í útgerð hlýtur það að ýta núverandi aðilum til hliðar og spurningin er þá hverjir það verða og hvaðan gera þeir út í dag. Ef bæta á hag einhverra byggðalaga með handafli verður það á kostnað annarra!
Er líklegt að sjávarbyggðir eins og Vestfirðir muni eflast við fyrirhugaðar breytingar? Ekki mun tilfærsla upp á 1.2 milljarða úr fjórðungnum til Reykjavíkur styrkja Vestfiska byggð! Verða Vestfirðingar betur settir með því að bíða á bekkjum sjávarútvegsráðuneytisins til að biðja um aflaheimildir eða er heilbrigt atvinnulíf líklegra til að standa undir lífsgæðum íbúanna?
Töfrabrögð
Auðvitað eru engir töfrar til í þessu og engin kanína verður dregin úr hatti í íslenskum sjávarútvegi. Hvergi í veröldinni er sjávarútvegur sem skilar sambærilegri auðlindarentu og hér á landi. Í Noregi er auðlindarentan engin þar sem hver króna fer í kostnað, og þá er búið að taka tillit til ríkisstyrkja. Þessi mikli fiskveiðiarður byggir á því að Íslendingar hafa notað markaðsbúskap sem stjórntæki í sínum sjávarútveg, enda um undirstöðuatvinnugrein að ræða sem stendur undir lífskjörum þjóðarinnar og ekki í myndinni að reka hann á öðrum forsendum. Þær breytingar sem stjórnarflokkarnir stefna að er að snúa af þeirri vegferð í handstýrt hagkerfi. Færa ákvarðanatökuna í ráðuneyti í Reykjavík um það hver á að veiða hvað, hvar og hvernig. Hvergi annars staðar á vesturlöndum gæti það gerst að mikilvægasta atvinnugreinin væri þjóðnýtt og tekin upp úrelt hugmyndafræði pólitísks skipulags.
Endurskipulagning vestfisks sjávarútvegs
Vestfiskur sjávarútvegur skuldar um 40 milljarða króna og rekstarafgangur (EBITA) er um 4 milljarðar króna. Það er sú upphæð sem menn hafa til að borga vexti, skatta og til fjárfestinga. Öll venjuleg viðmið eru að fyrirtæki geti skuldað um 4-5 sinnum rekstarafgang sinn, og eðlilegar skuldir vestfirsks sjávarútvegs væri því í kringum 16 - 20 milljarðar króna. Viðbótar skattheimta upp á 1.2 milljarða mun ekki hjálpa til, en óbreytt ástand gengur heldur ekki upp. Um 10 þúsund tonnum af hráefni er ekið burt af norðanverðum Vestfjörðum þar sem fiskvinnsla á svæðinu er ekki samkeppnisfær um að kaupa þennan afla. Hluti af vandamálinu er að vegna hárra skulda eru þessi fyrirtæki nokkurskonar vaxtaþrælar og arðurinn fer allur í lánadrottna. Þau eru ekki samkeppnishæf um þetta hráefni og hafa ekki burði til að fjárfesta í nýrri tækni og mannauði. Og hvað er þá til ráða?
Að snúa vörn í sókn
Fyrsta skilyrðið er að eyða óvissu í fiskveiðistjórnarmálum og tryggja arðsemi greinarinnar til frambúðar. Gera vestfirskan sjávarútveg aðlaðandi fyrir fjárfesta en mikið framboð er af krónum þessa dagana enda lítið um fjárfestingatækifæri á Íslandi. Fjárhagsleg endurskipulagning fyrirtækja með fjármögnun í gegnum Kauphöll gæti verið fyrsta skrefið til að snúa vörn í sókn. Með aðild að Kauphöll verður gegnsæi rekstrar meira og aðkoma almennings sem hluthafa möguleg. Með öflugum fyrirtækjum sem greitt gætu hærri laun myndu sjávarbyggðir njóta fiskveiðiarðsins þar sem nærsamfélagið myndi blómstra með auknum tekjum íbúa.
Framtíð Vestfjarða
Þjóðnýting og útelt hugmyndafræði um að skipulag og stjórnun sé best komið fyrir í ráðuneyti í Reykjavík þar sem gæðum verður úthlutað á pólitískum nótum, er ekki líkleg til að styrkja byggð á Vestfjörðum. Vestfirðir munu standa og falla með öflugum og vel reknum sjávarútveg sem rekinn er á markaðslegum forsendum. Við sem kjósum að búa á Vestfjörðum eigum nú allt okkar undir að alþingismenn taki skynsamlegar ákvarðanir í þessum málum og láti ekki skammtíma hagsmuni í póltík ráða för um grundvallar tilveru sjávarbyggða og afkomu þjóðarinnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (11.1.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 37
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 30
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eitthvað gengur ekki alveg upp í rökum þinum Gunnar.
Síðan hvenær varð EINOKUN að markaðsbúskap? Mjólkur Samsalan hafði EINOKUN á sölu mjólkurvara í Reykjavik og nágreni og skilaði miklum arði til eigendanna sem við Reykvíkingar borguðum.
Mikil auðlindarenta í íslenskum sjávarútvegi? Safnast hafa 600 milljarða skuldir síðan 1993 ? Fyrirfram tekinn arður sem núna er byrjað að afskrifa. Hvað verður um þessar afskrifti Gunnar? Fara þær í Money heavan? Því miður það er enginn a****otans Money heaven annar en vasi okkar skattgreienda.
Ólafur Örn Jónsson, 26.4.2012 kl. 18:57
Þú sem Vestfirðingur Gunnar þarf að taka meiri þátt æi að það sé varla eðlilegt að þorskveiðin sé nú 33% af því sem var í "stjórnleysinu" 1950-1970 þegar veiði Breta á smáþorski var meiri árlega, en en allur kvótinn í dag (undirir 55 cm "viðmiðunarmörkum" til að loka veiðaisvæðum)
Það hlýtur þá að vera eitthvað að ráðgjöfinni - þar sem aflinn er bara 33% af því sem var...
Meiri afli - á líffræðilega réttum forsendum - er málið..
Vinsamlega huga að því að taka betur þátt í umræðu um möguleika á auknum veiðum þorsks, ýsu o.fl. því ég sé litla möguleika aðra til að aflétta gjaldeyrishöftunum.
Kristinn Pétursson, 27.4.2012 kl. 11:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.