Grein úr Fiskifréttum

 

Veðsetning á kvóta

Eitt af því sem mest fer fyrir brjóstið á andstæðingum fiskveiðistjórnarkerfisins er veðsetning kvótans.  Telja að veðsetning á óveiddum fiski hljóti að vera mikið óréttlæti og hin mesta óhæfa.  Lítið fer fyrir málefnalegri umræðu um þessi mál en meira fyrir tilfinningaríkum yfirlýsingum, og veðsetningu kvóta er líkt við þjóðarmein.

Það er löngu liðið að lánastofnanir líti á fasteignir eða vélar sem bestu veðsetningar fyrir lánum til fyrirtækja, og frekar verið horft til fjárstreymis þeirra sem merki um hvort þau geti ráðið við endurgreiðslu.  Lánveitandi horfir að sjálfsögðu helst til áhættu af útlánum og byggja ákvörðun sína á trausti til lánþega til endurgreiðslu.  Stýra má þeirri áhættu með ýmsum hætti, t.d. ábyrðum og vöxtum.

Kók og kvótinn

Banki sem hyggst lána Coca Cola fjármuni veltir því fyrir sér hvaða tryggingu þeir hafi fyrir að gott fjárstreymi fyrirtækisins haldi út lánstímann.  Þar blasir við að lógó fyrirtækisins tryggir sölu afurða og er undirstaða sölu og fjárstreymis.  Bankinn setur fyrirtækinu þau skilyrði að fyrirtækið selji ekki lógóið frá sér út samningstímann.  Lógóið er þannig veðsett og þannig er huglægt fyrirbæri notað sem veðsetning.

Útgerð sem á kvóta (býr við afnotarétt af tilteknum aflamarki) getur skipulagt veiðar þannig að best falli að markaði og hámarkað tekjur sínar með góðri stjórn á virðiskeðjunni.  Þar með talið er afhendingaröryggi sem er forsenda þess að ná góðum samningum við viðskiptavini erlendis.  Banki sem lánar þessari útgerð fjármuni býður því góða vexti enda fjárstreymi fyrirtækisins gott og áhætta í lágmarki.  Aflaheimildir eru grundvöllur fjárstreymisins og því er sett í lánasamning að útgerðin selji þær ekki frá sér út lánstímann.  Skildi eitthvað vera athugavert við slíka samninga?  Hvað með bóndann sem vill stækka fjárhúsið til að fjölga fé, og bankinn setur það sem skilyrði að hann hafi nægjanlegt beitarland.  Er hann þá að veðsetja afrétti?

Fiskveiðiarður

Það hlýtur að vera megin markmið fiskveiðistjórnunar að hámarka arðsemi, og það kemur einmitt fram í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.  Fiskveiðistjórnunarkerfið á að hámarka arðsemi greinarinnar.  Rekstur fyrirtækja á síðan að byggja á markaðslegum forsendum og hámarka rekstarafkomu.  Ein forsenda þess er að fyrirtæki njóti lástrausts og geti fjárfest. 

Fari þetta vel saman má búast við hámarks fiskveiðiarðs af auðlindinni.  Þá er komið að pólitískum afskiptum til að tryggja að fiskveiðiarðurinn renni með eðlilegum hætti til þjóðarinnar, og ekki síst til nærsamfélags útgerðar.  Slíkt er hægt að gera á annan hátt en með skattheimtu sem dregur úr nýsköpun og framförum.  Langtímamarkmið í sjávarútveg gæti verið að bæta starfsumhverfi fiskverkafólks, auka þekkingu og menntun starfsmanna og hækka launin verulega frá því sem nú er.  Slíkt dreifir fiskveiðiarð á betri hátt en skattheimta og kemur sjávarbyggðum vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Það er með eindæmum að einhver skuli bulla svona á prenti svo ég tali ekki um virtu sér blaði eins og Fiskifréttir "var". Veðsetning kvóta fer ekki fyrir brjóst á mönnum heldur eyðileggur innviði bankanna og lánasöfn þeirra sérstakleg þar sem láni sem lánuð voru út á kvótaveðin voru ekki til uppbyggingar á tækjum og tólum fyrirtækjanna heldur að langmestu leiti til fjárfestinga til að tryggja völd á öðrum sviðum.

Spyrja má hvernig einhver getur hampað þessari veðsetningar vitleysu á sama tíma og verið er að afskrifa lánin sem tekin voru.  Af hverju eru veðin þá ekki innkölluð gegn afskriftunum? Kannski Fiskifrétti skýrir það fyrir lesendum sínum.

Raunin er að þessi hringavitleysa er sannanlega upphafið af hve illa fór fyrir okkur í kreppunni sem er nú orðin viðloðandi útaf þessum veðsetningum og margföldunarlánunum sem tekin voru út á þessi veð. Kvótinn í eigu þjóðarinnar er ekki og verður aldrei gull í kistum útgerðarinnar. 

Þegar menn líta síðan á þessar veðsetningar og hvernig þær voru notaðar  til að falsa eigið fé ( eign þjóðarinnar) og þar með var ríkisbankinn látinn tvöfalda lán á móti eiginfé útgerðarinnar. 

Bullið um hagræðingu í útgerðinni með þessum gervipeningum er hreinn lygavefur sem spunninn var upp. Margar útgerðir  fljóta á að hafa tekið sér með svikum 30% kostnaðarhlutdeil framhjá óskiptu. Arðurinn af sjálfri útgerðinni fer síðan til bankanna sem reyna að halda aftur af lánunum þangað til röðin kemur að afskrifa að fá afskriftir.

Nú þegar ljóst er orðið að útgerðin hefur haldið hreðjar taki á Hafró um árabil og "komið í veg fyrir sveiflur" svo að veðin í bönkum haldi og truflist ekki á sveiflum í veiði og framboði á kvóta sem gæti lækkað verð á kvóta.  Þetta hefur komið í veg fyrir að við höfum notið hámarks arðsemi af veiðunum þar sem við höfum misst af veiði hundruð þúsunda tonna á síðastliðnum 18 árum útaf þessu.

Það að tala um að þau félög sem nú stunda veiðarnar hámarki þá arðsemi sem við gætum haft af veiðunum er fyrra og ekki haldið fram í neinum tilgangi öðrum en að styðja við bakið á þeim öflum sem ætla sér að knýja í gegnum þingið óbréytt ófremdarástand í stjórnun fiskveiða. Við búum við elsta fiskveiði flota á Norðurlöndum að Írum, Skotum og Færeyingum með töldum. Hvernig fá menn sig til að láta svona áróður á prent. Með nýjum eigendum skipa og sóknarmarki og allan fiks á markað myndi arðsemi af veiðunum sennilega aukast um 30 til 50 % á ári að minnsta kosti.

Markaðslegum forsendum segir greinarhöfundur! Það er nánast ekkert markað tengt við íslenskan sjávarútveg i dag. Úthlutanir aflaheimilda hafa verið EINOKAÐAR í 27 ár,  Minnstur hluti fisks fer á markað og laun eru ákveðin með svikum þar sem niðurstöður voru falsaðar.

Þegar menn tala um sjávarútveg eiga menn að hafa það sem sannara reynist nóg er komið úr bull holunni á Akureyri.

Ólafur Örn Jónsson, 26.12.2011 kl. 19:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 7
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 37
  • Frá upphafi: 285737

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband