Lög, reglur og kvennréttindi

 

Rúmlega sexhundruð milljónir kvenna búa í löndum þar sem heimilis- ofbeldi er ekki skilgreint sem glæpur samkvæmt lögum. 125 ríki hafa samþykkt slík lög en aðeins 52 ríki hafa gert nauðgun innan hjónabands refsiverða.  Haft er eftir aðalritara Sameiniðuþjóðanna að „Ofbeldi gegn konum og stúlkum er ljótur blettur á hverri heimsálfu, landi og menningu"

Fyrir nokkru síðan voru sett lög í Afganistan til að tryggja réttindi kvenna sem gerir heimilaofbeldi refsivert.  Þessu var tekið fagnandi af mannréttindasamtökum um allan heim og búist við betri tíð fyrir konur í Afganistan. En reynslan er önnur og lagasetningin hefur litlu breytt fyrir afganskar konur sem áfram búa við ólýsanlegt ofbeldi karlmanna.

Eitt af skilyrðum sem ESB hefur sett Tyrkjum til að hefja aðilaviðræður við þá er lagasetning til að tryggja réttindi kvenna og ekki síst til að koma i veg fyrir sæmdarmorð þar sem ungar konur eru neyddar til að fylgja forskrift karlmanna að hjónabandi.  Ekki stóð á lagasetningunni og talið er að hún hafi haft töluverð áhrif í tveimur borgum, Ankara og Istanbul, en lítil áhrif þar fyrir utan.

Málið er að lagasetning er eitt og annað er almennur vilji til að fara að þeim lögum. Þar er komið að gildismati einstaklinga, hvað sér rétt og rangt, fallegt eða ljótt o.s.fr. Fræðilega er talað um að fram undir fermingu hlaði fólk gildismati inn á harða diskinn og tileinki sér það til lífstíðar. Nánast er útilokað að breyta þessum grunngildum þar sem þau verða hluti af persónuleika hvers og eins og sameiginlega að menningu þjóðar.

Kristin trú hefur mótað gildismat vesturlandabúa, en þau trúarbrögð aðgreina sig frá öðrum eingyðingstrúarbrögðum með umburðarlyndi. Kristni hefur ekki aðeins mótað viðhorf okkar heldur menningu og stuðlað að efnahagslegri velsælt vesturlandabúa. En mest um vert er gildismatið sem lagasetningar eru byggðar á og ríkjandi viðhorf um að rétt sé að fara að lögum ásamt því að refsingar mótast af viðhorfum í samfélaginu.

Við trúum á einstaklingsfrelsi sem tryggi rétt allra til að lifa hamingjusömu lífi og höfnum því algerlega kynjamismunun. Ofbeldi karlmanna gegn konum í krafti aflsmuna er ólíðandi.  Sem betur fer hafa miklar framfarir orðið í okkar menningaheimi á þessu sviði undanfarna áratugi, en betur má ef duga skal. Kristilegt gildismat er mikilvæg stoð í þeirri vegferð og því ekki rétt að draga úr því uppeldislega mikilvægi sem það hefur en nú gerist í skólum höfuðborgarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: K.H.S.

 Góðan dag.

Þakka þér þessa grein þína. Get ekki verið meir sammmála. Þú bjargar deginum hjá mér. Fer bjartsýnni út í amstur dagsins.

K.H.S., 9.12.2011 kl. 08:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 30
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 24
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband