11.11.2011 | 15:44
Erindi flutt á ráðstefnu um sjávarútvegsmál í stjórnsýsluhúsinu 1989
Kvótinn á úthafsrækjuveiðar:
Tæki til stjórnunar eða fjármagnstilfærsla
Ég vil byrja á því að fara nokkrum orðum um tilurð kvótans á úthafsrækju, og afstöðu rækjuframeiðenda til hans á þeim tíma er hann var settur á.
Fram til ársins 1988 var sóknin í úthafrækju nánast óheft og lítil sem engin stjórn þar á, og voru flestir sammála um að við slíkt yrði ekki búið, þar sem allar aðrar veiðar lutu stjórnun yfirvalda. Ljóst var að yfirvöld myndu gera breytingu þar á við setningu nýrra laga um fisveiðistjórn um áramótin 1988 og 89. Þegar hér var komið sögu, um mitt árið 1988, hafði rækjuvinnslum fjölgað verulega frá því sem áður var, þrátt fyrir áköf mótmæli frameiðenda, og uppsetning nýrra verksmiðja væri háð leyfi sjávarútvegsráðuneytisins, vegna laga um samræmingu veiða og vinnslu. Þessi fjölgun verksmiðja hafði valdið því að eftirspurn eftir hráefni varð verulega meiri en framboðið, sem orsakaði mikla spennu á markaðinum. Árið 1983 var afkoma góð og verulegar upphæðir voru greiddar inn í verðjöfnunarsjóð fiskiðnaðarins, sem er lögbundið til að jafna sveiflur í afkomunni. Í góðærinu fengu fjöldi nýrra aðila leyfi til rækjuvinnslu hjá sjávarútvegsráðuneytinu og nýjar vinnslustöðvar voru byggðar.
Þegar þær tóku til starfa árið 1984, versnaði afkoman aftur vegna verðfalls á afurðum. Þá var greitt úr verjöfnunarsjóði til frameiðenda, en óháð hvernig greiðslum í sjóðinn var háttað. Það skal tekið fram að nánast öll fjölgun rækjuverksmiðja var á svæðinu vesturland suður úr til austfjarða. Sagan endurtók sig 1986, verulegar greiðslur í verðjöfnunarsjóð, nýjar verksmiðjur voru opnaðar upp úr því, afkoman versnaði og greiðslur úr verðjöfnunarsjóði óháðar innborgun. Þannig hafði veruleg fjármagnstilfærsla átt sér stað frá gamalgróunum vinnslustöðvum til hinna nýrri.
Það var því á haustdögum 1987 að forráðamenn rækjuverksmiðja á norðurlandi og vestfjörðum komu saman á Akureyri til að ræða þessi mál og væntanlegar aðgerðir stjórnvalda, til stjórnar veiðunum. Þarna voru saman komnir þeir sem höfðu haft meginhluta þessarar vinnslu á hendi fram að þeim tíma, lagt til áhættufé og fórnarkostnað til að gera þær mögulegar. Niðurstaða fundarins var sú að skiptur kvóti milli veiða og vinnslu, líkt og gert er við veiðar á rækju innfjarðar, þar sem í skiptum milli vinnslustöðva væri tekið tillit til þeirrar reynslu sem hver og ein hafði aflað sér, væri það sem helst kæmi til greina.
Ákveðið var að vinna þessum tillögum fylgis innan Félags rækju og hörpudiskframleiðenda og náðist að lokum breið samstaða um þær. Lögðu þingmenn á norðurlandi og vestfjörðum málinu lið til að vinna þessu mikla hagsmunamáli brautargengi, jafnframt sem stjórn félagsins kynnti ráðherra tillögur og samþykkta skiptingu a kvótanum milli vinnslustöðva. Það kom fljótlega í ljós að ráðherra var algerlega á móti skiptingu kvótans á milli veiða og vinnslu, en fyrir harðsækni stjórnar félagsins og ákveðinna þingmanna, fékkst hann til að samþykkja þak á móttökuheimild vinnslustöðvar, til að draga úr þeirri spennu sem ríkt hafði á hráefnismarkaðinum og tryggja að vinnslan færðist ekki á milli landshluta i meira mæli en komið var. Móttökuhámarkið átti að draga úr eftirspurn og tryggja aðilum nokkurn vegin þá markaðshlutdeild sem þeir höfðu haft, þar sem mið yrði tekið af aflamóttöku undanfarinna ára. En vegna þrýstins frá útvegsmönum voru veiðiheimildir ákveðnar langtum hærri en raunhæft var að reikna með, og áhrif móttökuhámarksins þannig að engu orðið. Reglugerðinni um móttökuhámark á rækjuvinnslustöðvar var síðan fleygt fyrir róða um áramótin 1988 og 1989.
En hver er staðan í dag og hvert stefnir? Það þarf engin að veljast í vafa um hverjum kvótakerfið hefur þjónað þann tíma sem það hefur verið við líði. Stórkostleg fjármagnstilfærsla hefur átt sér stað frá vinnslunni til útgerðar, bilið milli framboðs og eftirspurnar hefur aldrei verið meira, og nýr kostnaðarliður hefur bæst við vinnsluna, sem er kvótakaup. Hvað gerir það svo sjálfsagt að eignarrétturinn yfir þessari auðlind sé færður útgerðinni á silfurfati? Það er hagkvæmast" Segja talsmenn þessa kerfis, að kvóti sé á skipum og gangi kaupum og sölum, einnig er það nauðsynlegt til að hafa stjórn á veiðum.
Án þess að ég taki neina afstöðu til þess kvótakerfis sem viðgengist hefur við bolfisk-veiðar vil ég ákveðið mótmæla þessari röksemdafærslu þar sem um rækjuveiðar er að ræða. Hverju hefur kvótinn stjórnað? Hann hefur að vísu stýrt veiðiheimildum á milli flokka veiðiskipa, t.d. hefur loðnuflotinn, 40% kvótans, en hafði áður veitt frá 11 - 20 %. Sérveiðiskip hafa 25% en höfðu ekki veitt rækju áður, og bátaflotinn það sem eftir er, en hafði ásamt togurum um 80 - 90% veiðinnar.
Það er rétt að benda á að vestfirðingar áttu ekkert loðnuskip og aðeins eitt sérveiðiskip, og raunar mjög fá báta. árið 1988 kom til vinnslu á vestfjörðum um 30% heildaraflans, eða eða tæplega 9500 tonn. En rækjukvóti vestjarðabáta er aðeins tæplega 1400 tonn, eða 6,3% af heildarafla, þ.e. 20% af því sem fór til vinnslu á svæðinu. Vinnslustöðvar á Vestfjörðum þurfa því að sækja verulegan hluta hráefnisins frá skipum úr öðrum landshlutum, eða um 80%, og eru verulegur hluti þess afla fengin með persónulegum samböndum forsvarsmanna vinnslustöðva við útgerðarmenn víða um land. Mikilvægi rækjuvinnslu t.d. á Ísafirði sést vel á því að aflaverðmæti landaðs þorskafla árið 1988 var rúmlega 206 milljónir króna, en rækju rúmlega 400 milljónir króna. Ef erlendu hráefni væri bætt við, og miðað væri við framleiðsluverðmæti væri munurinn mun meiri. Ef vestfirðingar hefðu haldið hlutdeild sinni í vinnslunni frá árinu 1981, hefði hún verð u.þ.b. fjögur þúsund tonnum meiri á s.l. ári, sem gerir um sexhundruð milljónir í veltu miðað við fullunna afurð. Það er því augljóst hve mikilvægur þessi iðnaður er fyrir vestfirðinga, og óhætt að fullyrða að vaxtabroddur í atvinnulífi margra staða innan fjórðungsins liggur í vinnslu á úthafsrækju. Menn hljóta því að spyrja hver sé trygging okkar vestfirðinga fyrir að viðhalda hlutdeild okkar í þessari vinnslu í framtíðinni. Skipakaup til að tryggja nægilegan kvóta er óraunhæfur möguleiki þar sem kaupa þyrfti tugi skipa til þess. Raunhæfasta leiðin er að vinnslan fái hálfan kvótann í sinn hlut, þar sem tekið yrð tillit til reynslu vinnslustöðva undanfarin ár við úthlutun til þeirra.
Engin skynsamleg rök mæla gegn því að slíkt kerfi yrði tekið upp. Slíkt kerfi mundi tryggja að vinnslan héldist innan þeirra byggðalaga sem hún nú er, og einnig jafna þann mun sem hefur verið milli framboðs og eftirspurnar á hráefni. Einnig er rétt að vekja athygli á þeirri mismunun sem viðgengst milli tegunda veiðikvóta, en heimilt er að geyma, eða nýta fyrirfram 10% bolfiskkótans um hver áramót. Þessari heimild fylgir nauðsynlegur sveigjanleiki til að jafna sveiflur í veiðinni, og þyrfti að gilda um rækjuveiðar líka.
Við höfum lokaðan hóp vinnslustöðva sem geta komið sér saman um skiptingu kvótans sín á milli, einnig höfum við reynslu af slíku kerfi á innfjarðarveiðinni, sem gengið hefur með miklum ágætum. Með slíku kerfi væri um eðlilegt samstarf milli útgerðar og vinnslu að ræða, þar sem aðilar þyrftu hvorir á hinum að halda. Útgerð byði vinnslu sinn helming kvótans til löndunar, og fengi í staðin sama magn frá vinnslunni til veiða. Þessu fylgdu engin forréttindi hvorugum aðilanum til handa en tryggði t.d. vestfiðringum hlutdeild þeirra í auðlindinni.
Þetta er sameiginlegt hagsmunamál allra þeirra sem búa á stöðum eins og Ísafirði þar sem rækjuvinnsla er verulegur burðarás í atvinnulífinu, en þeir eru nokkrir á Vestfjörðum. Það er ekki einkamál hluthafa eða starfsmanna rækjuvinnslustöðva, hvernig haldið verður á þessum málum í fratíðinni, né hver þróun þeirra verður. Við skulum gera okkur grein fyrir því að frekari uppbygging atvinnulífs á vestfjörðum verður ekki með byggingu álvers eða annarri slíkri stóriðju heldur eins og hingað til á veiðum og vinnslu á sjávarfangi og þjónustu í kringum það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.