19.10.2011 | 14:44
Grikkland
Það getur verið gaman að upplifa heimsviðburð sem lifir í sögu framtíðar. Bloggari var staddur í Aþenu sumardag 1974 þegar herforingjasjóninni var kollvarpað og lýðræði var komið á fót í framhaldinu. Það gekk mikið á og allar götur voru fullar af fólki sem gekk um og mótmæltu kúgurum sinum til áratuga. Grikkland hafði reyndar verið öruggt" land þar sem ekki þurfti að óttast rán eða annað ofbeldi á götum landsins. Fyrir ungt fólk með takmörkuð fjárráð var ekki vandamál að sofa í almenningsgörðum undir stjörnubjörtum himni suðurlanda.
Eitt atvik er þó eins og meitlað inn í huga bloggara þegar rætt var við flugvirkja frá Olympus Airways undir bjórglasi á kaffihúsi. Hann var að lýsa ógnarstjórn fasista og hvíslaði orðunum út úr sér, dauðhræddur um að einhver væri að hlusta sem gæti sagt yfirvöldum frá. Jú Grikkland var öruggt fyrir unga erlenda ferðamenn, en ekki fyrir íbúana sem bjuggu við sífellt eftirlit og kúgun stjórnvalda.
Lýðræðið hefur verið Grikkjum mikilvægt en Adam var ekki lengi í Paradís. Við tók víðtæk pólitísk spilling sem sprungið hefur framan í þjóðina síðasta árið. Eftir að hafa svindlað sér inn í evrusamstarfið með fölsun á hagtölum og skuldastöðu ríkisins, opnaðist þeim leið til að fjármagna allsherjar veislu sem nú verður að taka enda. Timburmennirnir taka við og það er ekki glæsilegt um að lítast í grískum efnahagsmálum þessa dagana.
Síðan Grikkland varð lýðræðisríki 1974, hefur opinberum starfsmönnum fjölgað kerfisbundið. Ný stjórnvöld hafa i gegnum tíðina ráðið sitt fólk í vinnu, án þess að nokkur þörf væri fyrir það í opinberri þjónustu. Stjórnmálamenn hafa síðan verið ósínk á bónusa og launahækkanir ásamt því að semja um hagstæðar eftirlaunagreiðslur. Ríkið útdeildi síðan gæðum eins og réttinum til að reka flutningabíla og lögfræðistofur sem síðan erfast til næstu kynslóða. Gríðarleg sóun er í landinu og dæmi um að ríkisstofnun með ellefu starfsmenn borgi US$ 750.000 fyrir skrifstofuaðstöðu. Stór hluti starfsmanna þingsins i Aþenu sér ekki ástæðu til að mæta til vinnu, enda ekki pláss fyrir þá í vinnunni hvort eða er.
Skriffinnar í Grikklandi er fimmtungur alls vinnuafls í landinu, ekki sæist högg á vatni þó þriðjungi þeirra vær sagt upp. Þetta rugl hefur verið byggt upp undanfarna áratugi. Við hverjar kosningar eru ríkisstarfsmenn notaðir við kosningavinnu flokkana og fjöldi þeirra er ótrúlegur og má segja að einn leynist í hverri fjölskyldu.
Grísk stjórnvöld hafa talað er um að segja upp 30.000 ríkisstarfsmönnum, og verður það að teljast hógvært miðað við að það er aðeins um 4% af fjölda þeirra og hér er að mestu verið að tala um fólk sem komið er að starfslokum vegna aldurs hvort eða er. Um 700 þúsund ríkisstarfsmenn eru í Grikklandi, auk 80 þúsunda í viðbót sem vinna fyrir ríkisfyrirtæki. Fjöldi þeirra hefur þrefaldast á þrjátíu árum. Reyndar vissu Grísk stjórnvöld ekki hver fjöldi ríkisstarfsmanna var fyrr en síðasta ár, en þá fór fram talning á þeim.
Önnur hlið er á peningnum þar sem allir ríkisstarfsmenn eru æviráðnir og því ólöglegt að segja þeim upp. Eitt aðalstarf þeirra er að skrá móttöku á skjölum og pappírum og raða þeim í möppur. Engu líkara er en ekki sé búið að finna upp tölvu eða netpóst í Grikklandi.
Skattheimtumenn hafa verið á hægagangi undanfarið misseri, vegna hótana um uppsagnir og lækkun launa. Skattar eru því illa innheimtir og lítið um eftirlit með skattheimtu. Skilaboðin eru skýr frá hagsmunasamtökum þeirra; hægagangur mun halda á meðan hótun um uppsagnir vofa yfir skattheimtumönnum. Reyni ríkið að laga" til munu verða eftirköst; verja verður mannlega þáttinn, segja talsmennirnir.
En verði af uppsögnum er ekki víst að rétta fólkinu verði sagt upp. Dæmi er um að fólk með einstaka menntun og hæfileika missi vinnu hjá ríkinu meðan aðrir haldi því. Dæmi eins og flugumferðarstjóri sem nýlega hafði aflað sér dýrmætrar þekkingar í Bandaríkjunum, þekkingu sem mikil þörf er fyrir í Grikklandi, var sagt upp, en á sama tíma voru 15 flugmenn í vinnu hjá flugumferðastjórn til að fljúga tveimur flugvélum.
Er einhver von til þess að Grikkir geti tekið til hjá sér og mætt skilyrðum Evrulanda til að veita þeim fjárhagsaðstoð? Þrennt stendur þó upp úr í þessu öllu saman:
- 1. Grikkir mun verða fátækari en Þjóðverjar í framtíðinni. Engin evra getur breytt því.
- 2. Lánadrottnar eiga skilið að fá skell fyrir vitlausar ákvarðanir með ofurtrú á pólitískar yfirlýsingar.
- 3. Reiði Þjóðverja er skiljanleg, enda óréttlátt að þeir greiði fyrir ruglið í Grikklandi með skatttekjum sinum.
Byggt að hluta á á NYT
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:59 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (7.1.): 0
- Sl. sólarhring: 5
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 25
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.