17.8.2011 | 11:09
Bláfell
Lengi höfðum við Ívar vinur minn velt fyrir okkur göngu á Bláfell sem blasir við ferðamanni mikilúðugt og tignalegt, frá Kjalvegi. Bláfell er tiltölulega auðvelt uppgöngu og skilar rækilegu útsýni miðað við fyrirhöfn. Hægt er að aka jeppa áleiðis upp slóða sem liggur upp Illagil, en þar er uppganga auðveldust.
Það leit ekkert sérstaklega vel út með veður þennan ágústmorgun þegar við lögðum af stað ásamt eiginkonum frá bústað við Apavatn. Lágský og mistur og ekki bjart yfir til fjalla. En við létum slag standa og héldum af stað norður Kjalveg. Við stoppuðum við Gullfoss og þaðan sást vel til Bláfells, þó að mestu hulið skýjum. Við veltum fyrir okkur að að söðla um og stefna á Jarlhettur, en þar var bjart yfir og mikil fjallasýn. Við ákváðum hinsvegar að halda okkur við Bláfell með von um að fjallið myndi sópa af og verðlauna göngumóða ferðamenn þegar á toppinn kæmi.
Það var hlýtt í veðri en ennþá skýjahula í austri og ekki sást á tind Bláfells í upphafi göngu. Mikill skafl liggur undir klettabrún Illagils og stefndum við á stað sem virtist vera snjólaus og auðveldur uppgöngu upp á brúnina. Þrátt fyrir lausar skriður og bratta gekk uppgangan vel og við tók aflíðandi halli í stórgrýti, en þó föstu undir fæti, áleiðis upp á toppinn. Það lyftist brúnin á göngumönnum því nú birti til og himinn sópaði af sér skýjahulunni og sólin vermdi líkama og sál. Það styttist í toppinn og ljóst að Bláfell myndi ekki svíkja okkur með útsýni og göngumenn fengju afrakastur erfiði síns. Upp í hugann kom tröllið Bergþór sem átti bólstað í Bláfelli:
Í Bláfelli bjó Bergþór tröll. Hann var forspár og margvís en átti gott samband við menn er ekki gerðu á hlut hans. Eitt sinn er Bergþór var á leið úr byggð í helli sinn sótti að honum þorsti. Hann áði við Bergstaði og beiddist þess af húsfreyju að hún gæfi sér vatn. Á meðan húsfreyja sótti vatnið klappaði Bergþór ker mikið í klöpp sem bærinn er kenndur við og lagði á að í því myndi aldrei frjósa eða þrotna sýran ... og hefur það ekki gerst enn svo vitað sé.(Heimild: Árbók Ferðafélags Íslands 1998, Þjóðsagnasafn Jóns Árnasonar)
Útsýni er mikið af þessu 1200 metra háa fjalli sem stendur skammt austan Langjökuls. Hlöðufell í austri og handan þess er Skjaldbreiður. Þórisjökull skammt undan Geitlandsjökli og nær grillti í Hagavatn undir Hagafelli. Þar taka við Jarlhettur sem virðast vera óárennilegar og raða sér upp eins og varðhundar suð- austan Langjökuls. Eiríksjökull teygir sig yfir megin jökulinn og nánast rennur saman við hann. Hvítárvatn, upptök Hvítár, með norður- og suðurjökull sem keipa í því birtist í norðri. Lengra er Hrútfell með hvítan koll en austar breiðir Hofsjökull úr sér. Kerlingafjöll skera sig alls staðar úr en héðan frá eru þau einhvernvegin ólík sjálfum sér. Í suðri má sjá Hvítá og Grjótá þar sem þær sameinast áður en þær hlykkjast suður Hrunamannaafrétt. Greinilega má sjá úðann frá Gullfossi sem glampar á í sólskininu.
Það er gaman að taka upp malinn og njóta úrsýnisins í góðra vina hópi á slíkum stað. Sólin vermdi og hægur norðan andvari lék um göngumóða ferðalanga sem hvíldu lúin bein yfir góðu nesti.
Ferðin niður gekk vel en þegar hópurinn var hálfnaður gerði skúrir og áður en varði var komin helli rigning og síðar haglél. Ekki sást í toppinn á Bláfelli og engu líkara en tröllinu Bergþóri þætti við búin að njóta bústaðar hans nóg og hér skyldi tjaldið dregið fyrir. Það kom ekki að sök, enda göngumenn vel útbúnir og laun erfiðisins þegar greidd að fullu.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:25 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.