15.8.2011 | 10:40
Ok
Það er gott að vera í tjaldi í Húsafelli, þar sem reglur svæðisins tryggja næði fyrir góðan nætursvefn og skrílslátum er algerlega úthýst. Okkur hjónunum var því ekkert að vanbúnaði að taka daginn snemma og arka upp á Okið, sem teygir sig í tæplega tólf hundruð metra yfir sjávarmál og nærri þúsund metra yfir Húsafelli.
Það eru tvær megin leiðir til að ganga á Okið. Annarsvegar í norður upp úr Kaldadal, sem er auðveldari leiðin, og hinsvegar í suður upp frá Húsafelli. Sú leið tekur um sex til sjö tíma og eftir staðgóðan morgunverð var lagt af stað frá tjaldinum og gengið upp öxl Bæjarfells austan Bæjargils. Við hverja hundrað metra hækkun eykst útsýnið og mest áberandi er Eiríksjökull sem blasir við í norð-austri. Hvítársíðan norðan Hvítár þar sem fallegustu bæjarstæði landsins lúra niður eftir ánni er þess virði að skoða í góðum kíki.
Þegar komið er upp mesta brattan tekur við mosavaxnir melar sem eru þó ótrúlega þægilegir undir fót og ferðin gengur greiðlega upp aflíðandi hlíðar öskjunnar. Okið er systurfjall Skjaldbreiðar og hefur myndast á svipaðan hátt, þar sem tiltölulega heitt hraun rennur upp úr gígöskju í toppnum og rennur síðan niður hlíðarnar í hrauntaumum sem storkna síðan og mynda dyngju. Í gömlum sögnum er talað um fjöllin tvö sem tröllkonubrjóst.
Við gengum fram á rjúpu með unga, sem var ótrúlega smár miðað við árstíma. Ég hafði nærri stigið ofan á ungann í ógáti, en fuglarnir voru ótrúlega samlitir umhverfinu og felubúningur þeirra nánast fullkominn. Hér er óvinurinn aðallega fálkinn sem þrátt fyrir haukfrá sjón missir af bráð sinni og rjúpan kemur unganum á legg.
Þegar komið er upp í um níuhundruð metra hæð taka við jökulís sem eru leifar af jökli sem áður prýddi Okið. Efsta lagið var reyndar snjór síðan í vor, en undir því glittir í gjósku, sennilega úr Eyjafjallajökulsgosinu. Á yfirborðinu runnu lækir og höfðu markað sér farveg niður í ísinn, en hann er ósprunginn á þessum slóðum. En göngufærið var afbragð, fast undir fót en stammt vegna gjósku og ískristalla. Maður markaði varla í ísinn og brakaði í hverju spori.
Undirlagið var þó erfiðara þar sem ísinn þraut en þar tók við stórgrýti og skriður. Síðasti spölurinn á toppinn var ósköp þreytandi en þeim mun betra þegar vörðunni á brún öskjunnar var náð. Þar var sest niður í glampandi sól, norðan golu og endalausu skyggni. Það er alltaf gaman að virða fyrir sér tinda sem hafa verið sigraðir í fyrri fjallgöngum. Í norðri blasti Baula við og minnti á sínar skriðurunnu hlíðar. Í norð-austri var það Eiríksjökull með sína hvelfdu ísbungu, enda þurfti GPS tæki til að finna há-toppinn. Í norð-vestri skartaði Snæfellsjökull sýnu fegursta og fjallgarður Ljósufjalla austur af honum. Yfir Þórisjökli mátti rétt grilla í höfðann á Hlöðufelli sem sigrað var 2007 og er eftirminnilegt sem eitt stórkostlegasta útsýnisfjall landsins. Í suðri mátti sjá blika á blátt Þingvallavatnið og gufubólstrar Nesjavalla teigðu sig til himins í góðviðrinu.
Útsýnið var stórkostlegt og Langjökull teygði sig endalaust í norður, drifhvítur baðaður sólargeislum. Undir fótum okkar var askjan í Okinu þar sem undanfarið hlýskeið hefur brætt jökulinn og stöðuvatn er byrjað að myndast. Brúnin ofan öskjunnar er á annað hundrað metra há og nokkur hundruð metrar í þvermál. Þetta var góður staður til að taka upp nestið og njóta þess með stórkostlegu útsýni vestan Kaldadals.
Leiðin til baka í Húsfell gekk vel en nú var haldið niður vestan megin Bæjargils, sem er bæði styttri og fallegri leið. Gilið er úr líparíthrauni og skartar öllum regnbogans litum enda vinsæl gönguleið upp vesturbrúnina upp að vörð sem geymir gestabók fyrir þá sem þangað halda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.8.2011 kl. 14:39 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 1
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 21
- Frá upphafi: 285614
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 14
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.