8.7.2011 | 09:09
Ekki í anda sáttar
Það var ótrúlegt að hlusta á viðtal við Steingrím J. Sigfússon fjármálaráðherra í Kastljósinu 24. júní s.l. þar sem meðal annars var komið inn á sjávarútvegsumræðuna og frumvörpin tvö sem lögð voru fram með afbrigðum á Alþingi í sumarbyrjun. Ráðherrann hélt því blákalt fram að frumvörpin hefðu verið í anda samningaleiðar, og taldi þau vera góða leið til sátta í erfiðu deilumáli þjóðarinnar.
Frumvörpin ekki í anda sáttar
Því fer víðs fjarri að frumvörpin endurspegli niðurstöðu skýrslu starfshóps um endurskoðun
á lögum um stjórn fiskveiða (sáttanefndar), sem skilaði skýrslu sinni í september s.l. Það ber himin og haf á milli niðurstöðu skýrslunnar og þess sem frumvörp sjávarútvegsráðherra endurspegla og má vera öllum ljóst sem hafa kynnt sér málin að fjármálaráðherra talaði gegn betri vitund. Samningaleiðin var niðurstaða hagsmunaaðila í sjávarútvegi og fulltrúa þingflokka, eftir að hafa farið vandlega í gegnum stöðu mála og hverja afleiðingar, t.d. fyrningarleiðar í sjávarútvegi væru á þjóðarhag. Markmið tillagna sáttanefndarinnar voru m.a. að sjávarútvegur væri rekinn á eins hagkvæman máta og við eins stöðug rekstrarskilyrði og unnt væri til lengri tíma litið. Að þjóðin fengi arð af auðlindinni og gæta þyrfti að eðlilegri nýliðun í greininni. Einnig að verðmyndun afnotaréttar væri með eðlilegum hætti.
Um þetta þarf í rauninni ekki að deila. Nánast hver einasti fulltrúi í sáttanefndinni hefur fullyrt að frumvörp ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegsmálum séu í ósamræmi við niðurstöðu nefndarinnar. Þar tala þeir sem þann texta sömdu og þarf því varla að fara í neinar hártoganir á því hvað meint var.
Hugmyndafræði í sjávarútveg
Stóra frumvarp Jóns Bjarnasonar er hinsvegar byggt á hugmyndafræði þar sem færa á sjávarútveg í átt að ráðstjórn, þar sem stjórnmálamenn (ráðherrann) tekur ákvarðanir á kostnað markaðslausna. Skipulag og ákvarðanir stjórnvalda eru talin best til þess fallin að reka sjávarútveg og markaðslausnum og hagkvæmnissjónarmiðum er hafnað. Það vakti því ekki mikla furðu að keyra átti óskapnaðinn í gegn um Alþingi áður en hagfræðilegt mat á breytingunum lægi fyrir, enda skipti það engu máli.
Framsal valds til ráðherra
Hvergi má lesa úr markmiðum sáttanefndar ósk um það framsal valds til ráðherra sem frumvarpið gerir ráð fyrir í 3. gr. Sú grein gefur ráðherra nánast alræðisvald til að breyta og sveigja til fiskveiðikerfið með sitt gildismat eitt að vopni. Enda hafa sérfræðingar á þessu sviði allir sagt að hér sé um fáheyrt valdaframsal að ræða frá löggjafarsamkomunni til framkvæmdavaldsins.
Ráðgjöf sérfræðinganna
Ráðherra fékk sex sérfræðinga til að meta þjóðhagsleg áhrif þeirra breytinga sem frumvörpin gerðu ráð fyrir, en eins og áður segir skyldi álit þeirra ligga fyrir eftir gildistöku nýrra laga. Það er engu líkara en Jón Bjarnason hafi vitað fyrirfram að niðurstaða skýrslunar yrði honum ekki hagfelld, en reyndin var að hún er alvarlegur áfellisdómur yfir vinnubrögðum hans og raunar ríkisstjórnarinnar allrar . Í áliti sérfræðinganna er gefið undir fótinn með hóflega hækkun auðlindagjalds, en sterklega varað við öllum öðrum breytingum sem lagðar eru til í frumvörpunum.
Pólitískir markaðsbrestir
Sérfræðingarnir sýna fram á með rökstuðningi að þær breytingar sem lagðar eru til, gangi gegn þjóðarhagsmunum. Ein setning er sérlega sláandi í skýrslunni þar sem varað er við þeirri ráðstjórn sem frumvörpin leggja til;
Innan hagfræðinnar er fræðigrein oft kölluð almannavalsfræði. Þessi fræðigrein fjallar um hinn pólitíska markað og ákvarðanatöku á vettvangi stjórnmálanna. Samkvæmt kenningum þessarar fræðigreinar eru stjórnmálamenn ekki ólíkir öðru fólki, þeir taka ákvarðanir sem taka mið af eigin hag líkt og aðrir. Þannig verða til pólitískir markaðsbrestir vegna umbjóðendavanda"
Í þessu kristallast þau hugmyndafræðilegu átök um hvort notast eigi við markaðshagkerfi þar sem samkeppni ríkir með hagkvæmni og verðmætasköpun að leiðarljósi, eða hvort menn vilja treysta á ráðstjórn stjórnmálamanna sem reyna að taka ákvarðanir um þætti sem þeir hafa ekki þekkingu né upplýsingar um. Hvort almenningur vill treysta á hið allt-um-lykjandi ríkisvald sem taki heiðarlegar og réttlátar ákvarðanir, eða markaðinum sem þó eru settar nauðsynlegar leikreglur.
Gengið gegn verðmætasköpun
Í stjórnarsáttmála Samfylkingar og V.G. er talað um að stuðla að hagkvæmri nýtingu auðlindar sjávar. Treysta atvinnu og efla byggð ásamt því að skapa sátt meðal þjóðarinnar um eignarhald og nýtingu auðlindar. Síðan er talað um innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 árum eða svokallaða fyrningarleið.
Frumvarp sjávarútvegsráðherra gengur gegn meginmarkmiðunum stjórnarsáttmálans fyrir utan fyrningarleiðina, þeirri leið var hinsvegar hafnað í vandlegri yfirferð sáttarnefndar. Hvernig getur Samfylkingin sætt sig við hugmyndir þjóðnýtingar og ráðstjórnar? Eru kratar orðnir afhuga markaðsbúskap og samkeppni? Hvað vilja þeir þá til ESB sem byggir stoðir sínar á þeim hugtökum?
Vonandi er komið að vatnaskilum í umræðu um fiskveiðiauðlindina og að hér eftir muni valdhafar leggja sig fram um að ná sáttum í þessu erfiða deilumáli. Það liggja mikil tækifæri í sjávarútveg sem ekki verða nýtt með þeirri óvissu sem ríkt hefur undanfarið í greininni. Byggja þarf á sáttaleiðinni í þeirri vegferð.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 285745
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mikið væri nú upplífgandi ef þú reyndir að fjalla um staðreyndir eins og hvað gerðist í Barentshafi - þegar Rússarnir fengu upp í háls af bullinu í ICES og létu bara veiða meira....
Svo eftir 4 ár ákváðu þeir að láta sannprófa allt ruglið - og þá kom þetta út....
http://skip.vb.is/frettir/nr/8601
Kristinn Pétursson, 8.7.2011 kl. 23:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.