18.5.2011 | 15:38
Markaðshagkerfi eða skipulag
Hugmyndafræði liðins" tíma
Það virðist hafa komið mörgum í opna skjöldu að frumvörp um breytingu á lögum um fiskveiðastjórnunarmál hafi verið sett fram mánuði áður en hagfræðilegt mat á tillögunum liggur fyrir. Hér er einhver reginmisskilningur á ferð þar sem tillögur sjávarútvegsráðherra hafa ekkert með hagfræði að gera, heldur snýst málið eingöngu um hugmyndafræði.
Undirritaður hefur áður bent á að andstæðingar núverandi fiskveiðastjórnunarkerfis og þeir sem helst hafa sig í frammi um að umbreyta stjórn fiskveiða, eru í raun að berjast gegn markaðsbúskap og vilja innleiða ríkisforsjá. Þeir trúa þvi að landsmenn séu betur settir með skipulag þar sem stjórnmálamenn taka ákvarðanir um hver skuli veiða hvað, hvernig, hvar og fyrir hvern. Markaðurinn sé vondur og þóknist eingöngu gráðugum auðvaldsinnum. Það er ekki nema von að umræðan sé úti á túni þegar umræðuefnið er á reiki.
Stefna Vinstri grænna
Vinstri grænir hafa það beinlínis á stefnuskrá sinni að umbreyta samfélaginu, frá markaðsbúskap til skipulags, þar sem hinn allt-um-umlykjandi faðmur ríkisins gætir hagsmuna almennings. Taki ákvarðanir sem eru sanngjarnar og réttlátar og tryggja að allir séu jafnir og engin skari eld að sinni köku. Með óskeikulli visku sinni munu stjórnmálamenn taka allar ákvarðanir, landsmönnum til heilla. Þetta sést vel á skattastefnu flokksins sem er langt frá því sett til að hámarka verðmætasköpun og efnahagslega velsæld þjóðarinnar. Þetta blasir líka við í afstöðu þeirra til atvinnumála og ekki síður peningamálastefnu og gjaldeyrishafta.
Varðandi hina nýju sjávarútvegsstefnu þá skiptir arðsemi skiptir engu máli og markmiðið er að fjölga sjómönnum og leyfa sem flestum að spreyta sig á að veiða fisk. Það skiptir engu máli þó það verði til þess að auka sóknargetu og valdi sóun á fjármunum og mannauði. Tilgangurinn helgar meðalið og þrátt fyrir að að sporin hræði í þessum efnum er allri hagfræðilegri þekkingu hent fyrir róða fyrir hugmyndafræðina. Þetta fólk lítur þannig á málin að peningarnir séu til og aðeins þurfi að skipta þeim réttlátt" milli þegnanna. Enginn skilningur á verðmætasköpun eða skilvirkni framleiðsluþátta.
Hvar eru kratarnir?
En hvað vakir fyrir krötum í Samfylkingunni sem ættu einmitt að verja markaðsbúskap og viðskiptafrelsi? Helsta markmiðið með stofnun Evrópusambandsins er einmitt að koma á markaðsbúskap og verja lýð- og atvinnufrelsi. Hvernig er hægt að berjast fyrir inngöngu í ESB og á sama tíma þjóðnýta atvinnulífið á Íslandi. Getur það verið að stór hópur innan Samfylkingarinnar hafi tapað öllum tengslum við atvinnulífið og skilji ekki hvað verðmætasköpun er? Fólk sem notar meðal annars ræðustól Alþingis til að úthrópa heilu atvinnugreinarnar með uppnefnum og stóryrðum. Eru kratar heillum horfnir og hafvilla í ólgusjó skipbrota hugmyndafræði? Er engin von til að þeir spyrni við fótum og knýi fram stefnubreytingu á þjóðarskútunni? Allir þeir sem trúa á frjáls hagkerfi þar sem framtak einstaklinga fær að njóta sín þurfa nú að taka höndum saman til að stöðva þá öfugþróun sem á sér stað í íslenskir pólitík. Þróun sem mun leiða til atgerfisflótta og verri lífskjara fyrir þjóðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 1
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 285745
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar hvaða markaðsbúskapur felst í núverandi kvótakerfi?
Er það ekki Ríkisforsjá að afhenda stærstu auðlind landsins til fárra útvaldra til umsjónar?
Hér var Sóknarmark kerfi sem gerði öllum jafn hátt undir höfði, byggði upp fiskstofna og hámarkaði afraksturinn. Þar lifðu menn og dóu af sjálfum sér. Fyrirtæki blómstruðu og önnur fóru á hausinn.
Gerir þín hagfræðið ráð fyrir því að ríkið eigi að ráða hver lifir og hver deyr í atvinnulífinu ekki eftir getu hvers og eins?
Markaðurinn er góður ef menn eru ekki með puttana í honum. Kvótakerfið íslenska er eitt versta og spilltasta fyrirbæri sem þekkist í vestrænum heimi og hefur verið notað til fjárdrátts í skjóli framsals sem þið kallið hagræðingu. 75 milljarða virði af kvóta hefur oltið uppí að vera veðsett í yfir 250 milljarða skuld. Kvóti er ekki skíra gull svo hvernig getur hagfræðin réttlætt þetta?
Eru það ekki ódýrir peningar sem verða til þegar margfalt veð-lán fæst út á eitthvað hugtak sem síðan er eign þjóðarinnar? Koma svona ódýrir peningar ekki til að skekkja virði peninga þegar þeir flæða inní samfélagið?
Ég er ekki ánægður með kvótafrumvarpið en allt er betra en sovét-einokun sem við höfum búið við í 27 ár í andstöðu við vilja þjóðarinnar. Það er ekki góð hagfræði sem einangrar arðinn frá fólkinu í landinu allt sem færi greinina nær fólkinu er af hinu góða. Hagfræði á að byggja á "frelsi einstaklingsins til athafna" og ef þarf að takamarka sókn í auðlindir á sá hæfasti að ýta hinum veikari í burtu en allir að hafa sama tækifæri við sama borð.
Ólafur Örn Jónsson, 18.5.2011 kl. 20:35
Heill og sæll Gunnar.
Ég held að þú sért að misskilja þetta með kratana.
Í ritinu Skal gert, stefnu Samfylkingarinnar fyrir kosningarnar 2009, koma orðin "sjávarútvegur" og "fiskvinnsla" hvergi fyrir. Ótrúlegt en satt - þessi atvinnugrein gleymdist! Aðeins fáein orð af skyldurækni á bls. 58 (en vænn kafli tekinn undir sjávarútvegsstefnu ESB og hlutfallslegan stöðugleika, nema hvað).
Þegar kratar föttuðu þetta, korteri fyrir kosningar, var ráðin var bót á því með því að semja nýtt plagg í snatri. Það heitir Sáttagjörð um fiskveiðistefnu. Lítill hópur var settur í bakherbergi með servíettu frá Össuri og varalit frá Jóhönnu, til að klambra saman þessu makalausa plaggi. Þarna er atvinnugreinin afgreidd í stikkorðastíl á rúmri síðu. Og þarna er fyrningaleiðin dregin fram.
En stóra málið er að fyrir landsfundinn í mars 2009 hafði Samfylkingin enga stefnu í sjávarútvegsmálum. Fyrningaleiðin er hugdetta sem var hraðsoðin í tímahraki af því að hún þótti líkleg til atkvæðaveiða. Síðan var hún borin fram sem pólitísk stefna heils flokks!. Það sem skýrir stefnuna er tvennt:
Nú eru útgerðarmenn orðnir óvinir þjóðarinnar sem braska með þýfi. Jafnvel forsætisráðherra sér ekkert athugavert við að nota fúkyrði og uppnefni um þá sem starfa í greininni. Sáttagjörð um fiskveiðistefnu verður aldrei gerð á meðan Samfylkingin á kost á stríði. Þetta er búið að velkjast fram og aftur misserum saman. Sáttanefnd komst að niðurstöðu sem nú á lítið eða ekkert að gera með.
Kvótakerfið er eflaust meingallað og þarf að bæta. En nýtt kerfi sem á rætur sínar í stríðsgrunni Samfylkingarinnar er ekki trúverðugt.
Haraldur Hansson, 19.5.2011 kl. 12:39
Haraldur hvernig getur þú hafnað því að ódýrir peningar sem urðu til við veðsetningu Kvóta og fóru að flæða yfir þjóðfélagið og sprengdi upp verð á fyrirtækjum. Fyrirtæki sem gengu kaupum og sölum á verðum sem ekki voru í neinu samræmi við þá ávöxtunarkröfu sem hægt var að gera til þessarra fyrirtækja.
Þessi lán voru látin út án raun-veða og ekki gerð krafa um arðsemi.
Síðan í kjölfarið voru sett á markað stórfyrirtæki ríkissins til að koma öllum þessum "gervi" peningum í vinnu. Allir þekkja þá sögu.
Það hlýtur vera blindur maður sem ekki sér sambandið þarna á milli.
Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 13:35
Fyrst Ólafur Örn. Það er dapurlegt að sjá hvernig þú misskilur þessa hluti. Verðmæti kvóta er einmitt fólgið í virkni hans, við að minnka sóknargetu og bæta arðsemi veiða og vinnslu. Útgerðin greiddi einmitt hátt gjald fyrir kvótakerfið 1984 þegar hún tók við þeim kaleik að skera niður sóknargetu eftir glórulausa stækkun flotans við skuttogaravæðingu. Sem, nota bene, var pólitísk aðgerð.
Ég hef reynt að benda mönnum á að menn veðsetja ekki kvótann í sjálfu sér. Heldur fjárstreymi. Það er langt síðan lánastofnanir hættu að lána út á fasteignir eða vélar. Kvótaeign bætir fjárstreymi og auðveldar lántöku útgerðar. Sem er nauðsynlegt til að greinin geti þróast. Þú þarft að kynna þér þessi mál betur og þá muntu snúast á sveif með okkur sem viljum einmitt verja einkaframtak og verðmætasköpun.
Annað mál sem skiptir miklu máli er að við endurnýjanlegar auðlindir er ekki hægt annað en að takmarka aðgang að auðlindinni. Við getum gert það með kvótakerfi, sem er hagkvæmt, eða sóknarkerfi sem veldur sóun. Hvað með strandveiðar og það að smábátar hafa margfaldast í verði undanfarna mánuði? Vegna fyrirhugaðra breytinga á fiskveiðikerfinu. Er það í lagi?
Sæll Haraldur. Ég er viss um að lýsing þín á atburðum og aðdraganda sjávarútvegsstefnu Samfylkingarinnar er rétt. Þetta 101 lið skilur ekki verðmætasköpun og hefur í rauninni engan áhuga á fiskveiðum. Ég er hinsvegar að kalla eftir gömlum góðum krötum (social demokrats) sem vilja öflugt einkaframtak og viðskiptafrelsi, byggt á markaðahagkerfi. Ég skil að þeir vilji fara í ESB sem hefur einmitt verið helsti útbreiðandi þessarar hugmyndafræði. Kratarnir skera sig síðan fá okkur íhaldsmönnum í að þeir vilja taka hærri skatta og hafa meira með framboðshlið hagkerfisins að véla.
Samfylkingin setti sér stefnu um að vera vinur óvinna Sjálfstæðisflokksins. Þetta var var hugmyndafræði sem runnin var undan svilhjúunum sem þar stjórnuðu. Baugsmenn og Kaupþing voru þar efstir á blaði og um það fjallaði Borananesræða Ingibjargar Sólrúnar. Við skulum aldrei gleyma því að í stjórnarsáttmála Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar var einmitt talað um að EFLA Ísland sem fjármálamiðstöð. Ingibjörg hafði ekki gleymt vinum sínum og dyggum stuðningsmönnum þó eingin vilji kannast við þá í dag.
Gunnar Þórðarson, 19.5.2011 kl. 13:44
Að mínu mati ertu í algerri skógarferð Gunnar. Það voru margar einstaklings- og bæjar- útgerðir í Sóknarmarkinu sem gerðu það fínnt og voru í góðum rekstri og borguðu niður ný skip. Það er ekki hægt að kenna kerfinu um að ráðherra lét "plata" sig til að opna aftur fyrir fleiri togurum.
En að sjálfsögðu átti markaðurinn að leysa það mál ef ekki var rekstrargrundvöllur fyrir öll þessi skip. Það er ekki hlutverk ríkisins að stjórna hver lifir og deyr í atvinnugreinunum.
Enda var þetta ekki ástæða setningar kvótans heldur fóru fáeinir formenn sambands frystihúsa sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir á fund ráðherra og úr var þetta spillta kerfi sem olli hruninu.
Núna minnistu á að bátar hækka í verði út af strand veiðum. Þar sem ríkið tekur sér það vald að úthluta aðgang að auðlindinni. Er það ekki nákvæmlega sama og gert er með kvótann. Er hann ekki dýrari en verðið á markaði. Veistu ekki að búið er að halda aftur af úthlutunum afla heimilda til að halda kvótaverði uppi?
Hver er arðurinn ef skuldirnar eru 260 milljarðar? Það hefur nánast enginn endurnýjun farið fram á botnfiskflotanum? 75 milljarðar hafa verið sameinaðir á nú starfandi útgerðir. Hvar er þá hagræðið sem varð til við 260 - 75 = 185 milljarða?
Þetta er ekkert annað en fjárdráttur.
Frelsi einstaklingsins er einkaframtak Gunnar. Einokun er ekki einkaframtak. Einokun er spilling sem hvergi á rétt á sér í nútíma hagkerfi.
Sá hæfasti á að fá að veiða hverju sinni hinir fara að gera eitthvað annað. Það er einstaklings framtak í raun.
Ólafur Örn Jónsson, 19.5.2011 kl. 14:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.