25.3.2011 | 08:09
Grein í Fiskifréttum
Draumsýn sósíalistans
Í umræðunni um sjávarútvegsstefnuna hefur ekki verið skortur á sérfræðingum og sitt sýnist hverjum. Meðal annars hefur sjö manna hópur látið til sín taka undanfarið, og meðal annars átt fund með sjávarútvegsráðherra til að kynna hugmyndir sínar sem þau kalla; „Sátt um atvinnufrelsi er sátt um byggðir. Hugmyndir sjömenningana byggja á því að RÍKIÐ sé algott, allt umlykjandi og einstaklingurinn sé bara hluti af heildinni og eigi að fela sig í hlýjum faðmi hins alvitra ríkisvalds. Margir áhrifamenn í stjórnmálum hafa tilhneigingu til að halla sér að sósíalisma og telja nauðsynlegt að „skipuleggja" atvinnulífið til að reka þjóðfélagið samkvæmt sanngjarnri áætlun. Til þess þurfa þeir vald sem oft er notað miskunnarlaust í „þágu fjöldans" og þá skiptir einstaklingurinn engu máli og nauðsynlegt að fórna lýðræði með frelsisskerðingu til að ná fram skipulaginu. Sósíalistar trúa því að með því að stifta einstaklingin frumkvæði og valdi og láta ríkisvaldið taka ákvarðanir sé valdið úr sögunni. Slíkt er mikill misskilningur þar sem hið miðstýrða vald er miklu hættulegra en vald sem dreifist á fjöldan. Þar sem ríkið hefur náð „nauðsynlegum" yfirráðum verður vesæll skriffinni í skjóli yfirvalda valdameiri en milljónamæringurinn og reynslan kennir okkur að hann mun ekki hika við að nota það.
Frelsi eða fjötrar
Skoðanir sjömenningana byggja ekki á rannsóknum, vísindum, viðmiðunum né reynslu annarra þjóða. Þetta eru svona hægindastólahagfræði, en fyrst og fremst snýst þetta um að þjóðnýta sjávarútvegin, færa tekjur og völd frá einstaklingum til ríkisins. Fidel Castro og Hugo Chaves gætu verið stoltir af kenningum sjömenninganna. Castro sagði bændum á Kúbu að rækta kaffi, en sást það yfir að jarðvegur og loftslag hentaði ekki til þess. Þetta kostaði hungursneyð hjá landsmönnum og hugmyndin minnir á framsetningu sjömennúningana um að ríkið eigi að taka ákvarðanir um hvað sé hagkvæmt að veiða, hvenær, af hverjum og hvernig. Sjömenningarnir vita betur en atvinnugreinin hvernig er hagkvæmt að veiða fisk og vilja því að ríkið hafi vit fyrir útgerðarmönnum.
Takmörkuð endurnýjanleg auðlind
Ef við viðurkennum að takmarka þurfi aðganginn að auðlindinni þá er spurningin hvort við viljum nota samkeppni eða sósíalisma (ríkisforsjá) til að útdeila gæðum. Samkeppni þar sem þeir sem best standa sig og skila mestri arðsemi veiða, eða hvort stjórnmálamenn ákveði hverjir fá að veiða og hverjir ekki. Án takmörkunar á aðgengi verður auðlindin einfaldlega ofveidd, engum til góðs. Við þekkjum það úr sögunni að í byrjun níunda áratugarins veiddu Íslendingar meira en nokkru sinni, um 460 þúsund tonn af þorski, þrátt fyrir það var tapið á útgerðinni að sliga samfélagið og fiskstofnar að hruni komnir. Efnahagslegt sjálfstæði Íslendinga var í hættu þar sem óðaverðbólga geisaði eftir endalausar gengisfellingar til bjargar sjávarútveginum. Við slíkt varð ekki unað og kvótakerfinu troðið upp á útgerðina, sem þar með tók við þeim kaleik að skera niður sóknargetu, en aðgengi að auðlindinni yrði takmarkað í staðin.
Um þetta geta allir lesið sig til um og þurfa því ekki að vera með vangaveltur um að gefa veiðar frjálsar aftur. Við vitum hvað það þýðir af biturri reynslu.
Arðsemi sjávarútvegs
En sjömenningarnir, eins og Castro og Chaves, skilja ekki út á hvað þetta gengur. Stjórn fiskveiða snýst ekki um að fjölga störfum heldur að hámarka arðsemi. En sjömenningarnir tala hinsvegar um framleiðslumagn í stað verðmætasköpunar. Að framleiðsluaukning í veiðum frá 1991 til 2007 hafi ekki aukist og það sé stjórnkerfi fiskveiða að kenna. Aflamarkskerfi byggir ekki upp fiskistofna en tryggir arðsemi af þeim takmörkuðu veiðum sem ábyrgar þjóðir stunda. Það er verðmætasköpunin sem mestu máli skiptir og hún hefur tífaldast frá 1991 til 2009, frá því að vera 2.2% í 22%, Þrátt fyrir gríðarlegan niðurskurð í veiðiheimildum. En slíkt þvælist fyrir sósíalistum sem skilja illa arðsemi en eru hinsvegar mjög uppteknir af ,,réttlætinu"
Staðan er einfaldlega þessi; Íslendingar þurfa sem aldrei fyrr að treysta á sjávarútveg og að hann skili áfram þeirri arðsemi sem hann gerir í dag. Lífakkeri Vestfirðinga er sjávarútvegur og að hann skili arðsemi sem dreifist á nærsamfélagið. Auðlindagjald sem rennur til ríkisins er skattur á sjávarbyggðir og gengur því þvert á hagsmuni fiskveiðisamfélaga. Öflugur sjávarútvegur sem rekin er á viðskipalegum forsendum og á samkeppnisgrunni er mikilvægasta hagsmunamál Vestfirðinga.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (18.4.): 1
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 12
- Frá upphafi: 286670
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 12
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Eftir að vera búinn að lesa allt sem ég hef komist yfir um sjávarútveg og hafa verið á sjó frá 76, með hléum á námsárum, er ég þess fullviss að á árunum fyrir og eftir 1980 vorum við ekki að veiða nægileg mikið af smærri þorski. Rökin eru þau að á árunum fyrir 80, eftir að Bretinn hvarf úr landhelginni okkar þá ( Bretinn veiddi um 160 þúsund tonn árlega af smáfiski mest um 50 cm að lengd) fór meðalþyngd þorsks minnkandi, sem bendir að æti hafi skort, enda mældist ekki nema 80 þúsund tonn af hringingaloðnu 1980. Á þessum árum hefðum við átt að veiða meira til að grisja stofninn. Annað vandamál var svo aftur vinnslan sem hafði engan vegin undan að vinna aflann sem barst á land. Hráefnið var því unnið í ódýrar afurðir oftast blokk sem var svo unnin í USA og selt í mötuneyti ódýrt, eða jafnvel skreið. Hefðum við verið komin með heilsárssamgöngur á milli staða á Íslandi og fiskmarkaði hefði trúlega verið önnur afkoma á fiskvinnslunni á Íslandi.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.3.2011 kl. 10:04
Sæll Gunnar. Ég var að lesa Draumsýn sósíalistanna sjö og sá að þú heldur því fram að við séum að nýta fiskistofnana til fulls, þetta er þvílíkt bull að annað eins er vandfundið. Hinsvegar nýtum við aflaheimildir því næst til fulls. Aflaheimildir segja okkur ekki hvað mikið við gætum veitt.
Við gætum veitt mikið meira í flestum fiskistofnum okkar. Flest allir sem stunda veiðar halda þessu fram.
Sjálfbærar veiðar felast í því að arður af veiðunum standi undir kostaði við veiðar, ekki satt?
Við þurfum ekki aðra stjórnun á veiðum en Debet og Kredit. Ef að of mikið er veitt úr veiðistofnunum og veiðin minnkar um of, þá fara óhagkvæmar útgerðir á hausinn og sóknin í fiskinn minkar, við það eykst veiðin og eftirstandandi útgerðir fara að græða aftur og bankar geta komið skipum í útgerð aftur eð þeir meta það hagkvæmt. Þetta verður til þess að bankar passa sig betur í útlánum og þá mun með tímanum skapast jafnvægi í greininni.
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 25.3.2011 kl. 10:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.