23.3.2011 | 13:12
Eru Vestfirðingar ekki samkeppnishæfir í framleiðslu til útflutnings?
Það hefur nánast allt breyst í íslenskum sjávarútveg undanfarna áratugi, nema umræðan. Margir Vestfirðingar leita blórabögguls fyrir hnignun byggðar í sínum heimabæ og finna hann í fiskveiðikerfinu og umræðan ber dám af því. Ljóst er að norðanverðir Vestfirðir hafa tapað aflaheimildum og Vestfirðingum hefur fækkað sem hlutfall af íbúum landsins og skiljanlegt að sökudólgsins sé leitað og þeir vilji ná vopnum sínum aftur.
Í þessu samhengi er rétt að benda á að af 20 þúsund tonna afla sem landað er á norðanverðum Vestfjörðum er helmingurinn boðinn upp á fiskmörkuðum, öðru er landað til vinnslu í eigu útgerðar eða með samningi milli veiðiskips og vinnslu. Sá helmingur sem fer á fiskmarkaði er nánast öllu ekið í burtu af svæðinu til vinnslu annars staðar. Hvernig skyldi standa á því og hvers vegna kaupa vinnslur hér ekki fisk á fiskmörkuðum?
Samkeppni við Faxaflóasvæði
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er að þær séu ekki samkeppnisfærar við vinnslur t.d. á Faxaflóasvæðinu. Hver er ástæðan fyrir því og hvers vegna njóta vinnslur á svæðinu ekki nálægðarinnar við gjöful fiskimið? Hér er um mikilvægt mál að ræða þar sem lítill virðisauki verður af veiðunum einum saman og nauðsynlegt fyrir sjávarbyggðir að taka þátt í frekari vinnslu aflans. Það hlýtur því að vera forgangsmál að finna ástæðu fyrir því að fiskur sem seldur er á uppboðsmörkuðum er nánast undantekningalaust keyrður í burtu til vinnslu annars staðar. Hvað er það sem fyrirtæki á Faxaflóasvæðinu hafa fram yfir vinnslur hér sem gefur þeim samkeppnisyfirburði til að yfirbjóða verð á fiskmörkuðum?
Flutningskostnaður sökudólgurinn?
Það fyrsta sem kemur upp í hugann er flutningskostnaður en framleiðsla á Vestfjörðum þarf að standa undir dýrum flutningi í skip eða flug til útflutnings. Nú er það svo að það er einfaldlega hagkvæmt að safna allri framleiðslu Íslendinga á einn stað til útflutnings. En þarf ekki að jafna aðstöðu framleiðanda hvar sem þeir eru staddir á landinu? Þarf ekki að deila þeirri hagræðingu og tryggja samkeppnishæfi fyrirtækja út í hinum dreifðu byggðum landsins?
Flutningskostnaður skekkir samkeppnisstöðu útflutningsgreina á Vestfjörðum. Fórnmunarkostnaður útflutningsfyrirtækis hér á svæðinu getur numið tugum milljóna á ári, fyrir það eitt að vera staðsett langt frá útskipunarhöfn og vegna flutningskostnaðar á rekstrarvörum frá Reykjavík. Fyrirtæki þurfa að greiða verulegar upphæðir í flutninga innanlands, sem sambærileg fyrirtæki á suðvestur horninu sleppa að mestu við. Hægt væri að flutningsjafna útflutning en erfitt gæti verið með aðdrætti, þar sem slíkt myndi hjálpa þeim sem keppa um hráefni á fiskmörkuðum. Sýnt hefur verið fram á að flutningagjöld af fersk-fiskflutningum er undir kostnaðarverði og því þurfa þeir sem flytja afurðir, aðdrætti og aðrar vörur til og frá landsbyggðinni að niðurgreiða þann flutning. Það virðist ekki vera skynsamlegt ef halda á uppi atvinnu við sjávarsíðuna.
Hangir fleira á spýtunni?
En er ástæðan eingöngu flutningskostnaður? Liggja aðrar ástæður að baki því að fiskvinnslur á Vestfjörðum eru ekki samkeppnisfærar við vinnslur við Faxaflóa? Það er fargansmál að fá svör við slíkum spurningum og gera bragabót ef þörf er á.
Flutningsjöfnun á útflutning mun kosta samfélagið sem heild einhverja fjármuni. En það mun ekki skekkja samkeppni sem neinu nemur, heldur jafna möguleika þeirra sem framleiða langt frá útskipunar höfn eða flugvelli. Við eigum ekki að þrefa um hvaða flutningstæki er notað en gera kröfum um að jafna samkeppnisstöðu framleiðenda til útflutnings óháð fjarlægð frá útflutnings höfn eða flugvelli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 5
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 18
- Frá upphafi: 285610
Annað
- Innlit í dag: 5
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 5
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Gunnar. Það er tæplega flutningskosnaðurinn sem skilur á milli. Óunnin fiskur sem fluttur er frá vestfjörðum segjum 100 tonn til vinnslu í reykjavík sama magn, 100 tonn, unnið á Vestfjörðum og er flutt til keflavíkur í flug viktar kanski 40 tonn. Vinnuliðurinn er trúlega minni fyrir vestann. Því ætti vinslan á staðnum hafa vinninginn
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 23.3.2011 kl. 19:27
"Margir Vestfirðingar leita blórabögguls" - "leita blórabögguls!" Svona málflutningur og ósvífni gengur auðvitað fram af heilbrigðu fólki. Einu má gilda hversu margir fræðingar verða sendir frá heilaþvottastöð LÍÚ gegn um HÍ eða hvaða pólitískir smaladrengir hóa til hunda. Þetta mál - og í tengslum við það aftenging sóknarmarks - hefur drepið í dróma alla viðleitni Vestfirðinga til sjálfsbjargar á forsendum þeirrar auðlindar sem ól af sér þéttbýli fjórðungsins.
Við þurfum ekki lengra til leitarinnar að réttri niðurstöðu í málinu en til Færeyinga. Þeir hafa reynt okkar kerfi og gera það ekki aftur.
Árni Gunnarsson, 24.3.2011 kl. 11:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.