16.2.2011 | 08:16
Réttarríkið mun sigra í málinu
Bloggari er sannfærður um að réttarríkið muni hafa sigur í þessu máli. Engin vafi er á að glæpur var framin við Alþingishúsið þetta kvöld. Glæpur sem er óþolandi í ríki sem kennir sig við lög og reglu og og telur sig geta verndað borgara og ekki síður löggjafasamkomu sína.
Hvort þessi tiltekni hópur níumenninga verður dæmdur treystir bloggari fullkomlega dómstólum til að skera úr um. Hafi lögregla klúðrað rannsókn málsins og ekki sé hægt að sanna, svo óyggjandi sé, að þetta fólk hafi framið glæpinn, þá mun dómari sýkna þá. Svo einfalt er þetta í mínum huga.
Glæpahyski með grímur fyrir andlitinu á ekki að komast upp með ofbeldisverk. En sönnunarbyrðin verður alltaf að ráða niðurstöðu. Engin skyldi sóttur til saka nema hægt sé að sanna sekt hans.
En skilaboðin eru líka mikilvæg að hópur ofbeldisfólks geti ekki gert það sem þeim sýnist, í krafti fjölda þar sem enginn ber ábyrgð. Afskipti ýmissa þingmanna og ráðherra í þessu máli öllu eru ljúggjafarsamkomunni og framkvæmdavaldinu til skammar, þar sem hlutast er til um málefni dómstóla, úr ráðuneytum og ræðustól Alþingis.
Dæmt í máli níumenninga í dag | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll þetta réttarríki sem þú talar um hvar er það þegar ná og dæma á þá sem bera ábyrgð á hruni heillar þjóðar og þjófnaði úr öllu bankakerfinu eins og það leggur sig hefur ekki borið neinn árangur en þegar nokkrir einstaklingar taka sig til og ganga fram með hrópum og köllum komið ykkur út þá á að dæma þá fyrst allra! Nei það er prinsipp mál að eitt eigi yfir alla að ganga.
Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 08:28
Það hefur tekist að setja á innrás ungmennanna pólitískan stimpil, þannig að mönnum þykir við hæfi að afsaka"aðgerðir" þeirra. Svona nokkuð hefur nú gerst áður í Íslandssögunni, sbr. bók Þórs Whitehead, og menn sloppið ódýrt frá því að valda lögreglumönnum varanlegri örorku.
Og það má líka benda á að sagan endurtekur sig að nokkru leyti. Í tengslum við Gúttóslagina er sagt að kommúnistaelítan hafi staðið á tröppunum á Þórshamri, reykti sínar sígarettur og kallaði hvatningarorð til verkamannanna. Núna fóru menn ekki út úr húsi en létu hvatningu berast með öðrum hætti.
Flosi Kristjánsson, 16.2.2011 kl. 09:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.