Réttarríkið mun sigra í málinu

Bloggari er sannfærður um að réttarríkið muni hafa sigur í þessu máli.  Engin vafi er á að glæpur var framin við Alþingishúsið þetta kvöld.  Glæpur sem er óþolandi í ríki sem kennir sig við lög og reglu og og telur sig geta verndað borgara og ekki síður löggjafasamkomu sína.

Hvort þessi tiltekni hópur níumenninga verður dæmdur treystir bloggari fullkomlega dómstólum til að skera úr um.  Hafi lögregla klúðrað rannsókn málsins og ekki sé hægt að sanna, svo óyggjandi sé, að þetta fólk hafi framið glæpinn, þá mun dómari sýkna þá.  Svo einfalt er þetta í mínum huga.

Glæpahyski með grímur fyrir andlitinu á ekki að komast upp með ofbeldisverk.  En sönnunarbyrðin verður alltaf að ráða niðurstöðu.  Engin skyldi sóttur til saka nema hægt sé að sanna sekt hans. 

En skilaboðin eru líka mikilvæg að hópur ofbeldisfólks geti ekki gert það sem þeim sýnist, í krafti fjölda þar sem enginn ber ábyrgð.  Afskipti ýmissa þingmanna og ráðherra í þessu máli öllu eru ljúggjafarsamkomunni og framkvæmdavaldinu til skammar, þar sem hlutast er til um málefni dómstóla, úr ráðuneytum og ræðustól Alþingis.


mbl.is Dæmt í máli níumenninga í dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll þetta réttarríki sem þú talar um hvar er það þegar ná og dæma á þá sem bera ábyrgð á hruni heillar þjóðar og þjófnaði úr öllu bankakerfinu eins og það leggur sig hefur ekki borið neinn árangur en þegar nokkrir einstaklingar taka sig til og ganga fram með hrópum og köllum komið ykkur út þá á að dæma þá fyrst allra! Nei það er prinsipp mál að eitt eigi yfir alla að ganga.

Sigurður Haraldsson, 16.2.2011 kl. 08:28

2 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Það hefur tekist að setja á innrás ungmennanna pólitískan stimpil, þannig að mönnum þykir við hæfi að afsaka"aðgerðir" þeirra. Svona nokkuð hefur nú gerst áður í Íslandssögunni, sbr. bók Þórs Whitehead, og menn sloppið ódýrt frá því að valda lögreglumönnum varanlegri örorku.

Og það má líka benda á að sagan endurtekur sig að nokkru leyti. Í tengslum við Gúttóslagina er sagt að kommúnistaelítan hafi staðið á tröppunum á Þórshamri, reykti sínar sígarettur og kallaði hvatningarorð til verkamannanna. Núna fóru menn ekki út úr húsi en létu hvatningu berast með öðrum hætti.

Flosi Kristjánsson, 16.2.2011 kl. 09:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 38
  • Frá upphafi: 285739

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 31
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband