Að slá ryki í augu fólks

Bloggari greiddi atkvæði gegn síðasta Icesave frumvarpi í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Ekki vegna þess að okkur bæri ekki að borga, heldur vegna þess að hann hafði enga trú á samningunum né því fólki sem stóð á bak við þá fyrir Íslands hönd.  Það var þyngra en tárum tekur að rifja þær hörmunar upp, aðkomu Svavars Gestssonar að málinu og hvernig fjármálaráðherra höndlaði þetta mál.

Íslendingar eru hinsvegar dauðsekir í þessu máli.  Það hefur aldrei snúist um að borga skuldir óreiðu manna eins og Styrmir og co halda fram.  Nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins gerðu slíkt hið sama til að fanga vinsældir þjóðernissinna sem hafa aldri fengist til að líta þetta mál raunsæjum augum.

Ríkið skipti Landsbankanum upp í góðan og vondan, nýja og gamla.  Allar innistæður, sem voru varðar hvor eða er af ríkinu, voru tekna inn sem skuldir nýja bankans.  Þá þurfti að taka eignir á móti og það var gert með yfirtöku útlána, eftir að búið var að verðleggja þau raunhæft.  Búið að slá af 20, 30, 40, 50% af áður en þau voru tekin yfir, og reikningurinn sendur kröfuhöfum, eða erlendum lánastofnunum.  Allar aðrar skuldir voru skildar eftir í gamla bankanum.  Þá tóku Bretar og Hollendingar upp á því að greiða þarlendum sparifjáreigendum sinn hlut og vildu að Íslendingar greiddu lágmarkskröfuna, enda ekki heimilt að mismuna þegnum EES svæðisins með þeim hætti sem Íslendingar gerðu.  Það liggur fyrir og þetta hefur aldrei haft neitt með tryggingarkerfi innlána að gera.  Ríkið setti síðan eigið fé inn í Landsbankann og tók hann yfir og á hann í dag að mestu leiti. Síðan ákvað ríkið að gusa inn á peningamarkaðsjóði Landsbankans tuga miljörðum króna, og senda kröfuhöfum gamla bankans.  Það er nú ekki mikið réttlæti í því eða hvað?   Þeir sem tapa, á óreiðumönnunum, eru lánadrottnar.  Það er nú kannski allt í lagi þar sem þeir bera ábyrgð á að lána þeim.

En Icesave hefur ekki gengið út á að borga skuldir óreiðumanna.  Ef Íslendingar hefðu ekki tryggt innlendum sparifjáreigendum endurgreiðslu, hefði Icesave aldrei orðið til Basta.


mbl.is Meiriháttar pólitísk mistök
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Það virðist ekki þurfa að slá ryki í þín augu þar sem þau eru full af sandi nú þegar. Þessi mismunun sem þú talar um er enginn það er búið að vísa þeim kröfum burt þar sem það er okkar þjóðarréttur að ábyrgjast okkar þegna í okkar egin landi ef svo ber undir. EFTA Dómstóllinn er búinn að vísa burtu þeim kröfum sem stóðu á okkur og staðfestu að neyðarlögin halda.

Elís Már Kjartansson, 3.2.2011 kl. 15:23

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Akkúrat Elís Már.

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.2.2011 kl. 16:14

3 Smámynd: Þór McDonald

Mundu Bretar og Hollendingar borga Islenskum stornvöldum a sama hatt. Nei!!

Þór McDonald, 3.2.2011 kl. 18:41

4 Smámynd: Elle_

Við erum ekki sek í þessu máli og þar fer síðuhöfundur með rangindi, kannski hann sé það sjálfur, veit ekkert um það.

Elle_, 4.2.2011 kl. 01:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 2
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 22
  • Frá upphafi: 285605

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 17
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband