Sólarkaffi í Reykjavík

 

Maður þarf eiginlega áfallahjálp eftir að hafa farið á Sólarkaffi Ísfirðingafélagsins og maður áttar sig á því hvernig elli-kerling nagar í hælana á manni.  Sumir breytast reyndar lítið en aðrir eldast og að sjálfsögðu maður sjálfur með. 

En það er huggun harmi gegn, ef elli er yfir höfuð einhver harmur, að hitta skólafélagana af 54 árgangi og sjá að þeir breytast ekki neitt.  Stelpurnar allar jafn sætar, geislandi af fjöri og galsa eins og tíminn standi í stað.  Strákarnir sömu prakkararnir og sem púkar í skóla og fjall-myndarlegir.  Ég hitti reyndar Sigga blóma þarna og grunar að hann sé að gefa þeim Grænu Þrumuna sem hann framleiðir úr grösum tíndum undir Skarði á Snæfjallaströnd.  Best að heimsækja hann í sumar og komast í áskrift hjá honum.  Svo ég falli betur inn í 54 hópinn ásamt því að bæta þrekið á ákveðnum sviðum.

Sirra Gríms fór á kostum en þetta var eins og mannsævi á jarðfræðilegum tíma.  Örlítil sekúnda af lífi Grímsara, en tók samt klukkutíma.  Hún gæti haldið á vikum saman án þess að manni færi að leiðast.

Ég velti því fyrir mér með 54 árganginn hvernig allir þessir grallarar komust fyrir?  Sennilega þess vegna sem maður hafði sig lítið frammi og draup ekki af manni í skólanum.  Kannski eins gott því varla hefðu kennararnir þolað meir en þeir fengu.  Þó ég hefði nú ekki verið óþekkur líka!

Árið 2011 eru fjörutíu ár síðan þessi fríði útskrifuðust sem gagnfræðingar.  Ég var reyndar skilin eftir með Nonna Gríms með 55 mótelinu, en aldurlega áttum við að útskrifast líka árið 1971.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 21
  • Frá upphafi: 285604

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 16
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband