Nú er bleik brugðið

Þetta kemur nú frekar spænskt fyrir sjónir þegar okkar fólk talar gegn einkavæðingu og furðulistinn með Samfylkingu í borgarstjórn talar fyrir henni.  Sérstaklega með umræður undanfarið í huga, og þá vísar bloggari til málefna HS orku.

Bloggari er frjálshyggjumaður og styður því einkaframtak fram yfir ríkisafskipti.  En málið er ekki svona einfalt og skoða verður málin í víðara samhengi.  Grundvöllur markaðsbúskapar þar sem framboð og eftirspurn ræður verðmyndun, er samkeppni.  Það þýðir ekkert að tala um einkarekstur nema hann sé í samkeppnisumhverfi.  Einokunarfyrirtæki eru því betur geymd í eigu ríkis eða sveitarfélaga, því menn reka ekki fyrirtæki á góðmennsku, heldur til að hámarka hagnað sinn.  Þannig notum við þá krafta sem búa í einstaklingum til að hámarka framleiðni, að framleiða sem mest, fyrir sem minnst, í SAMKEPPNI við aðra.

Þó stuttbuxnadrengir sem telja sig vera frjálshyggjumenn telji að allt sé hægt að reka með markaðsbúskap og einkarekstri, þá er það ekki svo.  Þessir guttar koma óorði á frjálshyggjuna, eins og róninn á brennivínið.  Lögreglan verður ekki einkavædd frekar en hernaður, sem rækilega hefur sýnt sig t.d. í tilraunum bandaríkjahers við einkavæðingu hernaðar í Írak.  það er ekki hægt að ímynda sér samkeppni í hernaði eða löggæslu.  Eða hvað?

Við verðum að hafa þetta í huga þegar við tölum um markaðabúskap og einkavæðingu.  Ekki verður séð hvernig samkeppni gæti ráðið við sölu á heitu vatni í R-vík.  Varla á raforkunni þó smásala eigi að vera í samkeppni, svona að nafninu til.  Þetta er vandamál örríkisins Íslands, sem er eins og lítið hverfi í London.  Fákeppni og einokun og erfiðleikar á að nýta sér samkeppni til að bæta lífskjör fólks í landinu.  Framleiða meira fyrir minna, öllum til góðs.

Gott dæmi um samkeppni er kvótakerfið þar sem við notum hana til að ákvaða hverjir fái að nýta fiskveiðiauðlindina.  Þann dag sem stjórnmálamenn og ríkisvaldið handvelur þá sem nýta eiga fiskveiðiauðlindina er hagkvæmnin rokin út í veður og vind.  En það gengur ekki að nota markaðsbúskap án samkeppni.


mbl.is Ummælin eru með ólíkindum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband