25.1.2011 | 13:09
Kvótinn í hnotskurn
Skriplað á skötunni
Í heitum umræðum um hjartans mál er hætt við að maður skripli á skötunni, ef ekki er varlega farið. Í grein undirritaðs frá síðustu viku henti það einmitt þar sem rangt var farið með nokkrar staðreyndir varðandi fiskvinnslu á Flateyri. Höfundi er það ljúft og skylt að leiðrétta það og er það hér með gert.
Í fyrsta lagi varð höfundi á varðandi Hjálm h/f að honum hafi þrotið örendið á níunda áratug síðustu aldar, en það rétta er að það gerðist á þeim tíunda. Reyndar var hér um kaufaskap að ræða þar sem höfundi var þessi staðreynd ljós en misfór með áratug.
Kambur h/f
Frásögn af Kambi á Flateyri hefði mátt vera nákvæmari og í sumum tilfellum réttari. Hinrik Kristjánsson og Steinþór Kristjánsson keyptu fiskvinnslu Básafells á Flateyri eftir kaup Guðmundar Kristjánssonar, frá Rifi, á fyrirtækinu. Um nýliðun í greininni var að ræða þar sem enginn kvóti fylgdi með í kaupunum og því var byrjað með hreint borð. Í upphafi var treyst á kaup á fiskmörkuðum ásamt beinum viðskiptum við útgerðarmenn og leigu á aflaheimildum. Í framhaldi var byrjað að kaupa skip með veiðiheimildir en vinnsla fyrirtækisins náði hámarki árið 2006, með 7 þúsund tonna vinnslu. Aðeins hluti var af eigin skipum en restin var keypt af öðrum aðilium. Á þessum árum var töluvert framboð af leigukvóta og framboð á fiskmörkuðum mikið.
Þegar sala á Kambi var ákveðin 2007 var mikið framboð á ódýru fjármagni og kvótaverð í himinhæðum. Á næsta fiskveiðiári dróst aflamark í þorski saman um 33% sem gjörbreytti starfsumhverfi fiskvinnslu eins og á Flateyri, sem byggði að miklu leyti á kaupum á markaði og leigu aflaheimilda.
Samkeppni eða ríkisforsjá
Með þetta í huga má taka undir orð varaformanns sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis, að málefni Flateyrar sýni kvótakerfið í hnotskurn. Í miklum samdrætti aflaheimilda þarf að draga vinnslu saman. Ef stjórnmálamenn myndu ráða för myndu þeir nota „réttlæti" við niðurskurðinn, en ekki hagkvæmni. Guð einn má vita hvað það réttlæti er!
Í rauninni er það fullkomlega eðlilegt, og þó sársaukafullt, að þeir sem veikari standa, með minni aflaheimildir og verri fjárhagslega stöðu, gefist upp við mikinn samdrátt. Með aflahlutdeildarkerfinu er það markaðurinn sem ræður hver veiðir hvað, hvar, hvernig og hvenær. Í því er fólgin hagkvæmni íslensks sjávarútvegs, sem skilar þjóðinni arði af sjávarauðlindinni. Markaðurinn er í sjálfu sér miskunnarlaus, en hann er sanngjarn og fer ekki í manngreiningarálit. Hann horfir til þess hver stendur sig best og þangað leitar framleiðslan. Reyndar þarf að tryggja almennar leikreglur til að tryggja samkeppnina, sem er forsenda markaðsbúskapar.
Rétt er að hver spyrji sig að því hvernig stjórnmálamenn myndu standa að ákvörðunum sem taka á slíkum sveiflum í sjávarútveg. Hvort sem sveiflan er niður eða upp. Er líklegt að þeir gætu tekið skynsamar ákvarðanir um það hver ætti að veiða, hvaðan, hvernig og hvenær? Er líklegt að friður myndi ríkja um slíkar ákvarðanir?
Það sem eftir stendur í þessari umræðu er að Íslendingar hafa ekki efni á reka sjávarútveg á félagslegum grunni eins og ESB. Ef Íslendingar vilja halda uppi lífskjörum þurfa þeir að reka sjávarútveg á viðskiptalegum forsendum og hámarka arðsemi úr sameiginlegri auðlind sinni, fiskimiðunum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.3.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 10
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nú er búið að reka sjávarútveginn á ,,viðskiptalegum forsendum" í u.þ.b. tuttugu ár eða síðan frjálsa framsalið var sett á. Hvernig stendur þá á því Gunnar að atvinnugreinin skuldar í dag 700 milljarða eftir því sem fróðir menn segja? Og þá er ekki tekið tillit til allra þeirra verðmæta hringinn í kringum landið sem standa verðlausar í dag og er svo að stórum hluta búið að byggja upp aftur á suð-vestur horninu með tilheyrandi kostnaði og viðskiptahalla.
Þórir Kjartansson, 25.1.2011 kl. 13:41
Þórir væri gott að þegar menn tala um skuldir sjávarútvegs að þær fari með rétt mál. skuldirnar nema 404 milljörðum króna eins og kom fram við fyrirspurn Ólínu Þorvarðardóttur á Alþingi.
á genginu fyrir hrun þá væri þetta 200 til 250 milljarðar króna. tekjur greinarinnar eru 200 milljarðar. þ.e. skuldir eru tvöfaldar tekjur. er einhver atvinnugrein, einstaklingar eða heimili í landinu sem gætu uppfyllt þau skilyrði að vera með minni skuldir en tvöfaldar tekjur?
til að gera mönnum ljóst hvað þetta þýddi þá er hér einfalt dæmi:
hjón sem myndu taka lán hjá íbúarlánasjóði upp á 20 milljónir króna þyrftu að vera með samanlagðar árstekjur upp á 10 milljónir. þe. 5 milljónir á hvort þeirra. það þýðir að hvort um sig þyrfti að hafa 416.000 krónur í mánaðarlaun fyrir skatta eða samanlagt 832.000 krónur. þau gætu síðan ekki stofnað til neinna annarra skulda.
Þórir hvaða fróðu menn eru þetta sem þú talar um sem virðast vita meira um skuldir sjávarútvegsins á íslandi en bankarnir sem lánuðu viðkomandi fyrirtækjum?
Fannar frá Rifi, 26.1.2011 kl. 17:28
Sæll Fannar. Ekki veit ég hvaðan menn hafa þessar tölur en það hefur margsinnis komið fram bæði í ræðu og riti að greinin skuldaði á bilinu 500-700 milljarða. Ég er auðvitað ekki í neinni stöðu til að kanna hvort þær tölur eru réttar en tel ekki líklegt að bankarnir hafi endilega tæmandi upplýsingar um þetta. Ef við t.d. gefum okkur að langtímaskuldir nemi þessum 404 milljörðum er ekki fjarri lagi að hærri tölurnar séu réttar. Svona rekstur er alltaf með miklar rekstrartengdar skammtímaskuldir. Svo er alveg út í bláinn að bera saman skuldir og tekjur hjá einstaklingum og fyrirtækjum. Það er á engan hátt sambærileg dæmi. En það get ég fullyrt sem atvinnurekandi til þrjátíu ára að fæstar atvinnugreinar á Íslandi þola að skulda tvöfaldar árstekjur. Enda sýnist mér að þannig skuldastaða sé að mestu bundin við sjávarútvegsfyrirtækin.
Þórir Kjartansson, 26.1.2011 kl. 20:37
og hvernig stenst það þá að af öllum atvinnugreinum þá er það sjávarútvegurinn sem stendur lang best. allar tölur úr bönkunum sína að að aðeins 5% fyrirtækja þar muni ekki geta borgað sínar skuldir. sambærilegt í öðrum atvinnugrein er milli 20% og 50% miðað við þær tölur svo voru að birtast í dag í fréttum.
ræðu og ritum hverra? þeirra sem eru á móti kvótakerfinu? þú gætir kannski tekið við tölunum eins og Ólína sem fékk áfall yfir því að allt hennar tal og trú var byggð á sandi þegar kom að skuldum sjávarútvegsins. og hafa þessir einstaklingar sem þú þorir ekki að vitna með nafni einhvert vit eða þekkingu úr sjávarútvegi? hvaðan fengu þeir gögn um skuldir?
virkar þetta kannski svona:
Ólína segir eitthvað á pontu á Alþingi um að sjávarútvegur sé stórskuldugur. Finnbogi Vikar kemur síðan fram og segir skuldirnar vera 500-700 milljarða. Þorvaldur Gylfa kemur síðan síðast og skrifar grein um að skuldirnar séu 500-700 milljarðar samkvæmt hans heimildum. Ólína fer svo aftur í pontu á Alþingi og vitnar núna í grein Þorvaldar um að allt sé að fara á hausin í sjávarútveginum.
geturu rökstutt þá fullyrðingu þína að skuldastaðan sé að mestu bundin við sjávarútveg? geturu rökstutt eitthvað af því sem þú heldur fram án þess að vísa í Gróu á Leiti?
Fannar frá Rifi, 26.1.2011 kl. 22:40
Eins og ég sagði Fannar hef ég ekki tök á að sannreyna þessar tölur en sé að þú hefur nú séð þessar hærri tölur eins og ég. Hvaðan þessir menn hafa þetta hef ég auðvitað ekki hugmynd um og hef engin tök á að sannreyna. Við hitt stend ég alveg að fáar atvinnugreinar standa undir skuldum sem eru tvöföld ársvelta. Og ef að þið sem við sjávarútveg starfið teljið að það sé eðlilegt að fyrirtæki séu svona skuldsett ættuð þið aðeins að staldra við og hugsa ykkar gang. Svona skuldsetning kallar einfaldlega á óeðlilega hátt afurðaverð og fyrirtæki á venjulegum samkeppnismarkaði hafa engin tök á velta slíkum fjármagnskostnaði út í verðin á sinni söluvöru. Það vita allir að fiskverðið er mjög hátt og kannski er þessi skuldsetning einn stærsti þátturinn í því. Ef hrunið hefði ekki orðið gæti alveg verið að við stæðum frammi fyrir gamalkunnu vandamáli. Þ.e. að vinnsla og veiðar þyrftu á gengisfellingu að halda til að geta lifað af.
Þórir Kjartansson, 27.1.2011 kl. 12:55
Þórir hefur gleymt einu mikilvægum hlut þegar kemur að skuldum sjávarútvegs? það er að krónan hrundi og skuldirnar tvöfölduðust?
síðan eitt annað. sjávarútvegurinn er nú þegar að borga af þessum tvöfölduskuldum miðað við tekjur og gengur vel og án vandræða. reyndar svo vandræða laust að þetta er eina atvinnugreinin sem mætti segja að stæði uppi nær ósködduð eftir hrunið.
sjávarútvegurinn þarf ekki á gengisfellingum að halda. en það mætti hinsvegar spyrja sig afhverju verða gengisfellingar? gengisfelling er þegar gengið hefur verið of hátt skráð. hér áður fyrr var gengið hýft upp til að þjóna hagsmunum innflytjenda. gengið í góðærinu var tekið að láni og hýft upp í óraunverulegar hæðir. gengisfellingin er leiðrétting til raunveruleikans. þú geturu ekki flutt inn meiri verðmætin en þú flytur út. þú sem segist hafa verið með rekstur ættir að þekkja að það er ekki hægt að vera með meiri kostnað heldur en tekjur duga fyrir.
að lokum þá stöndum við frammi fyrir því að skuldir sjávarútvegsins eru miklu minni heldur andstæðingar sjávarútvegsins halda fram og það er borgað af lánum án nokkura vandræða nema í einstaka tilfellum eða í tæplega 5% tilvika. á meðan búa aðrar atvinnugreinar við margfalt verri kjör og skuldastöðu og geta ekki greitt af sínum lánum.
og þetta dæmi sé ég vísaði í er dæmi um uppspuna sem andstæðingar hagkvæmsrekstrar í sjávarútvegi koma fram með.
Fannar frá Rifi, 27.1.2011 kl. 13:10
Auðvitað veit ég vel að hrun krónunnar nánast tvöfaldaði skuldir sjávarútvegsfyrirtækja. En við skulum ekki gleyma því að þessi fyrirtæki eru líka að taka langsamlega mest af sínum tekjum í erlendri sölu svo það kemur auðvitað á móti og mörg fyrirtæki núna eru sennilega betur sett eftir en áður. Um viðskiptahalla sem hefur í gegn um árin skapast af allt of sterkri krónu erum við alveg sammála. Gengið hefur allt of oft verið sniðið meira að þörfum innflutningsins en útflutnings og samkeppnisgreina.
Þórir Kjartansson, 27.1.2011 kl. 18:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.