Ofbeldisfólk

Það er með ólíkindum hvernig sumir fjölmiðlar og þingmenn afgreiða þetta mál, að verið sé að brjóta á níumenningunum.  Hafi þetta fólk ekki verið vísvitandi verið að brjóta lög, hvers vegna í ósköpunum var það með andlit sitt þá hulið?  Fyrir hverju ver verið að hylja andlit sitt og ef þeim gekk bara gott eitt til og ekki hafi staðið til að brjóta lög, hversvegna að koma í veg fyrir að þau þekktust?

Á sakamannabekkinn vantar þingmenn sem tóku fullan þátt í aðförinni að Alþingi.

Viðbrögð þingmanna og ráðherra sem gera lítið úr þessu og allt í einu var þetta ósköp menlaust og jafnvel bara fyndið.  Lögreglumönnum og þingmönnum sem slösuðus í átökum við Alþingishúsið þennan dag, er örugglega ekki jafn vel skemmt og utanríkisráðherra.

Það er alvarlegt mál að ráðast á alþingi með ofbeldi.  Það verður að taka á slíku fólki sem það gerir.  Skorti ákæruvaldinu hinsvegar sannanir um hverjir voru þarna að verki, er ekkert við því að segja.  Fólkið verður þá sýknað þar sem ekki er hægt að sanna glæpinn, sem sannarlega var framinn.  Engin vafi má vera á um að réttu fólki sé refsað.

Þannig treystir bloggari fullkomlega réttarfarin á Íslandi.  Það er hinsvegar með ólíkindum að þingmenn, ráðherrar og jafnvel heilu stjórnmálaflokkarnir séu að hlutast til um starfsemi dómsmála og reyna að hafa áhrif á dómsvaldið í landinu.  Það er bara þegar þessu fólki hentar sem talað er um þrískiptingu valdsins.  Þess á milli vill þetta fólk alræði stjórnmálamannsins.  Það er ekki að ástæðulausu sem gerð eru klár skil á milli löggjafarvalds, framkvæmdavalds og dómsvalds.  Dómarar og ákæruvald, með aðkomu verjanda, þurfa frið til að klára mál eins og þetta.  Það á ekkert erindi inn á ræðustóla Alþingis.


mbl.is Saksóknari sagði um fyrirfram ákveðna árás að ræða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Pétur Eyþórsson

Vel mælt Gunnar, mér hefur fundist með ólíkindum hvernig fjölmiðlar og jafnvel sumir þingmenn verja aðför nímenningana að löggjafarvaldinu.

"Því að með lögum skal land vort byggja en með ólögum eyða"

Þætti mér að sakborningar ættu að vera að hér gilda lög og reglur sem allir verða að hlíta. Þeir pólitísku mótmælendur sem höfðu sig mest í frammi í Íran í fyrra voru einfallega skotnir til bana á staðnum.

Pétur Eyþórsson, 20.1.2011 kl. 11:09

2 Smámynd: Skeggi Skaftason

Það er vel skiljanlegt að sumir kjósi að hylja andlit sitt við mótmæli. Einhver þeirra sem huldu andlit sitt hafa hugsanlega þannig sloppið við handahófskenndar ákærur, sem þessi níu þurfa nú að svara fyrir.

Hvernig finndist þér ef þú yrðir nú ákærður fyrir grófar ærumeiðingar, vegna þess að sumir moggabloggarar hefðu hugsanlega gerst sekir um slíkt?

Ættum við bara að segja, látum "málið hafa sinn gang", "treystum á réttlætið".

Skeggi Skaftason, 20.1.2011 kl. 11:37

3 Smámynd: corvus corax

Það var engin árást gerð á þingið það vita þeir sem þarna voru. Hins vegar voru upptök ofbeldisins af hálfu þingvarða sem héldu að það væri þeirra geðþóttaákvörðun hverjir fái að fara á þingpalla ...sem er hreinn misskilningur.

corvus corax, 20.1.2011 kl. 12:11

4 Smámynd: Baldur Hermannsson

Afar markviss pistill. Við hann er fáu að bæta.

Baldur Hermannsson, 20.1.2011 kl. 12:14

5 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Kanna þarf hvort og hvaða þingmaður gaf "merki" út um gluggann, og hver var höfuðpaurinn úti, þá skírast málin væntanlega fyrr og betur!

Það er þingvarða að stoppa menn sem ættla að riðjast inn á þíngpalla með hulið andlit. Annars væru þeyr ekki að sinna starfi sínu.

Skeggi þú talar um bloggara í þessu samhengi. Ég held að flestir bloggarar gloggi undir nafni. Ef þú ættir von á gesti í heimsók, en svo stæði maður með hulið andlit við dyrnar hjá þér, myndir þú hleipa honum inn?? KV Bláskjá.

Eyjólfur G Svavarsson, 20.1.2011 kl. 13:52

6 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Var að flýta mér eins og sést á stafsetningu þið fyrirgefið. Bláskjár

Eyjólfur G Svavarsson, 20.1.2011 kl. 13:56

7 identicon

Góðan dag Gunnar; sem aðrir gestir þínir !

Hefir þú gert þér grein fyrir; hvers lags spéfugl þú ert að afhjúpa, með þessarri grein þinni, Gunnar Þórðarson ?

Hvaða fólk, telur þú vera ofbeldisfólkið (skúrkana), í þessum farsa Jóhönnu og Steingríms, sem og hroka gikksins Helga Bernódussonar þings skrifstofustjóra ?

Reyndu; að sjá hlutina í víðara samhengi drengur - það lið; sem er hið raunverulega ofbeldisfólk, er sá úrharkslýður - innan þings; sem utan þess, stjórnmála - embættismanna og viðskipta svindlaranna, sem komu okkur í þá stöðu, sem nú ríkir  - og allt frá Haustinu 2008.

Því ber; að refsa grimmilega. Ekki; þeim ungmennum, sem nú sitja undir ámæli Mafíu dómstóls, Héraðsdóms Reykjavíkur !

Með; fremur snúðugum kveðjum, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 20.1.2011 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband