Gordon Brown í Mogganum

Gordon Brown birtir merkilega grein í Mbl þriðjudaginn 11. janúar þar sem hann veltir fyrir sér stöðu vesturlanda í heimsbúskapnum og möguleika þeirra til að viðhalda þeim lífskjörum sem íbúar þeirra hafa búið við undanfarna áratugi, langt umfram restina af heiminum.  Vesturlandabúar eru innan við 10% af íbúum jarðarinnar en hafa framleitt meirihluta útflutnings og fjárfestinga heimsins.  Bandaríkjamenn eru að tapa forystuhlutverki sínu í viðskiptum á heimsvísu til Kínverja en tækifæri vesturlanda liggja einmitt í efnahagslegum uppgangi þar í landi.  Brown talar um neytandabyltinguna í Asíu þar sem millistéttin er að þenjast út með vaxandi kaupmætti sem gefi framleiðendum mikið tækifæri í framtíðinni.

Til að nýta þetta tækifæri þurfi vesturlönd að semja efnahagsáætlun sem væri ennþá áræðnari en Marshall-áætlun síðustu aldar.  Endurvekja ameríska drauminn með því að tryggja frjálsa heimsverslun, koma í veg fyrir einangrunarstefnu ríkja og byggja upp menntun sem muni örva vísindi, þekkingu og nýsköpun.  Til þessa þurfi sameiginlegt átak vesturlanda undir forystu Bandaríkjamanna.

Á sama tíma hrópa heimóttalegir stjórnmálamenn uppi á Íslandi á einangrun Íslands og afskiptaleysi gagnvart nágrönnum okkar í Evrópu.  Kannski að Brown hafi miskilið þetta og stað þess að tala um vesturlönd og Asíu sem tvo mikilvægustu póla heimsverslunnar ætti að bæta Íslandi við sem þeim þriðja.

Málið er að Ísland er örríki sem enga möguleika á að þróast eitt og sér.  Við búum þegar við gjaldeyrishöft og laskaðan gjaldmiðil og þjóðinni hefur aldrei tekist að reka heilbrigða peningamálastefnu.  Hagsveiflurnar eru hrikalegri en öldurót Atlantshafsins þar sem hrun á síldarstofni dregur okkur inn í kreppu og bygging orkuvers, Búrfellsvirkjun, skýtur okkur upp á stjörnuhiminn.  Við höfum búið við óðaverðbólgu sem náð hefur þriggja stafa tölu þar sem sífeldar gengisfellingar voru notaðar sem meðal við óstjórn í efnahagsmálum, venjulega til að bjarga mikilvægustu framleiðslugreininni, sjávarútvegnum.

Tvær ákvarðanir í efnahagsmálum standa þó upp úr í áranna rás, sem haft hefur verulega góð áhrif á lífskjör Íslendinga; kvótakerfið og inngangan í EES.  Kvótakerfið skapaði arðsaman sjávarútveg sem gerði endalausar gengisfellingar óþarfar og EES færði okkur viðskiptafrelsi og bætti stjórnsýsluna en hvoru tveggja færði okkur lengra inn á braut markaðshagkerfis.  Loksins náði þjóðin að sækja á í lífskjörum sem var samanburðarhæf við önnur vesturlönd.

Markaðshagkerfi og frelsi í viðskiptum er forsenda fyrir góðum lífskjörum þjóða.  Það þarf að nota samkeppni, þar sem henni verður komið við, til að ákveða hvað skuli framleiða, af hverjum, hvenær og fyrir hverja.  Verðmyndun þarf að vera á markaði þar sem því verður við komið og alþjóðlegt samstarf dregur úr fákeppni og einokun á þeim örmarkaði sem við búum við.  Íslendingar þurfa þjóða mest á náinni efnahagslegri samvinnu við nágranaþjóðir að halda til að byggja upp velsæld og lífskjör.

Það  skýtur skökku við á sama tíma og Brown talar um nauðsyn þess að Evrópa og BNA vinni saman til að ná árangri til framtíðar fyrir þjóðir vesturlanda, að á Íslandi skulu menn tala um nauðsyn einangrunar og geri allt til að tortryggja ESB og það sem sambandið stendur fyrir.  Eitt að því sem er áberandi í umræðunni, sérstaklega í Mbl, er Þórðargleði yfir vandræðum evrunnar og er það notað til að hræða landann frá hugmyndum um inngöngu í Evrópusambandið og taka upp evru sem gjaldmiðil.

Hvað þá umræðu varðar er rétt að benda á að hrynji myndbandalag ESB myndi það hafa alvarlegar afleiðingar fyrir allan heiminn, sérstaklega vesturlönd.  Ef  hinum svokölluðu svínalöndum (PIGS) verður ýtt út úr myndsamstarfinu, eða Þjóðverjar gengju úr því, gæti það skapað fjöldagjaldþrot hjá bönkum um allan heim og hruni hagkerfa heimsins.  Engin von er til þess að Íslandi yrði haldið utan við það öldurót sem þar myndi skapast, og ætti sér engin fordæmi í sögunni.  Þjóðir Evrópu verða að vinna saman til að leysa vandamál skuldsettra ríkja, en trilljóna dollara skuldir vofa yfir sem skuldarar geta ekki greitt. 

Brown segir í lokin að eina leiðin fyrir heimsbyggðina sé sameiginlegt átak G-20 ríkja til að örva hagvöxt með verslun og framleiðslu.  Að vesturlönd megi ekki deila um gjaldmiðla og viðskipti og leita í skjóls verndarstefnu sem aldrei hefur gagnast neinum.  Verndarstefna er það versta sem hægt er að hugsa sér í þeim erfiðleikum sem við blasa.  Það er góð lexía fyrir heimóttalega Íslendinga.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Njáll Harðarson

Altso, hver tekur Gordon Brown the Clown alvarlega

Njáll Harðarson, 14.1.2011 kl. 15:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 15
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband