6.1.2011 | 14:58
Gunnar Thoroddsen
Bloggari er að ljúka við eina bestu bók sem hann hefur lesið um ævina, Gunnar Thoroddsen, eftir Guðna Th. Bókin er hafsjór af fróðleik um stjórnmál á öndverðri öld, þar sem kristallast íslensk stjórnmálamenning og það ólán sem skotgrafastjórnmál hafa leikið þjóðina illa.
Eins og í dag hafa stjórnmálamenn ekki skilið út á hvað lýðræði gengur, þar sem stefna er mótuð og samkomulagi náð um leiðir þangað. Til þess eru stjórnmálaflokkar einmitt vel fallnir, þar hittist fólk með svipaðar lífskoðanir, ræða málin, setja stefnuna og ákveða leiðina og aðgerðir til að komast þangað. Ekki geta allir verið sammála, en mikilvægt er að menn séu nokkuð sammála um hvert skuli halda. Átökin ættu svo að vera um hvaða leið skuli valin og hvort rétt sé að aka Krísuvíkurveginn eða þjóðveg eitt, og hvort rétt sé að nota jeppa eða fólksbíl.
Stjórnmálaflokkarnir ættu einmitt að snúast um að hópa saman fólki sem er sammála um hvert skuli halda og síðan að takast á við skipulagningu og ákvarðanir um ferðalagið.
Ekki verður séð að núverandi ríkisstjórn vinni eftir slíku samkomulagi og ekki nokkur leið að átta sig á áfangastað ferðalagsins.
Á sínum tíma á miklum erfiðleikatímum og við blasti efnahagshrun þar sem lífskjörum þjóðarinnar var ógnað. Á sama tíma skalf hin pólitíska jörð vegna hipparæfils frá Frakklandi sem flúið hafði hingað í gegnum Danmörku. Strák skarnið var landlaus og eftirlýstur frá Frakklandi fyrir liðhlaup og sóttist eftir pólitísku hæli hér á landi. Guðrún Helgadóttir hótaði þá að sprengja ríkisstjórn Gunnars Thor á ögurstundu meðan verðbólgan stefndi í þriggja stafa tölu. Allt vegna Gervasoni. Skyldi hún hafa borið velferð þjóðarinnar sér fyrir brjósti? Skyldi svo vera hjá V.G. þessa dagana?
Ísensk stjórnmál eru yfirfull af svona vitleysu og hiklaust notast við alls kyns blekkingarleik og ryki kastað í augu almennings í slíku lýðskrumi.
Þann tíma sem Gunnar var í forsæti ríkisstjórnar um og við upphaf níunda áratug síðustu aldar voru efnahagsmálin í algjörum ógöngum. Aflabrest var kennt um og er vitnað til þess margoft í bókinni þar sem vitnað er til Gunnars og annarra ráðherra þess tíma. Það var sem sagt aflabrest að kenna að ríkisstjórnin náði engum árangri í efnahagsmálum og verðbólga blés út. Ef málin eru skoðuð frá þessum tíma þá stefndu þorskveiðar Íslendinga í sögulegt hámark og aldrei verið dregin meiri þorskur að landi. Það var því ekki aflabrest um að kenna þó reynt væri að nota það sem blóraböggul. Það var hinsvegar óstjórn í fiskveiðimálum sem var síðan grunnurinn að kvótasetningu 1984. Flotinn var allt of stór eftir gegndarlausan innflutning á togurum og veiðigeta langt umfram veiðiþol stofna. Þessu fylgdi mikið tap útgerðar sem ítrekað kallaði á gengisfellingar, sem aftur kölluðu á launahækkanir og síðan á aðra gengisfellingu.
Áköf sókn í auðlindina olli líka vandræðum. Sigar í landhelgismálum höfðu ýtt undir þá bábilju að nú gætu Íslendingar stundað sjóinn einir af eins miklu kappi og þeim væri frekast unnt. Í öllum sjávarplássum kröfðust menn fleiri báta og fleiri skipa og ætíð var hátíð þegar nýr togari sigldi inn fjörðinn. Fáir láðu fólki að vilja vinna á heimaslóðum og byggja upp blómlegt samfélag en grundvöllurinn var ekki fyrir hendi. Þegar á heildina var litið voru ofveiði og offjárfesting að sliga útveginn. Þetta vissu ráðamenn en að vinda ofan af vandanum var hægara sagt en gert" (bls. 513)
Þessi orð eru reyndar höfð eftir Steingrími Hermansyni ásamt þessum orðum: Fiskverðsákvörðun var ekki viðsættanleg í mínum augum fyrr en helst allir voru óánægðir"
Stækkun flotans var einmitt stjórnvaldsákvörðun og þó menn virtust vita að þetta gengi ekki upp var vegferðin haldin. Ekki var það með hagsmuni þjóðarinnar í huga heldur barðist hver og einn fyrir þröngum hagsmunum sínum.
Bloggari vill ljúka þessum tilvitnunum í bókina um Gunnar Thoroddsen með vísu sem hann samdi á áttunda áratugnum eftir árangurslausar vinstristjórnir þar sem hver höndin var upp á móti annari, engin vissi hvert var stefnd og bardaginn stóð um að skara eld að eigin köku.
Að vera eða vera ekki
William Shakspeare spurði forðum
Að vera eða vera ekki
Er vinstri stjórn í fáum orðum
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.