5.1.2011 | 12:02
Markaðsbúskap eða áætlun
Í Morgunblaðinu í gær er grein eftir bankamanninn Ragnar Önundarson um nýjar hugmyndir í sjávarútvegsmálum. Þar leggur hann til að ríkið taki ákvörðun um að veiða fiskinn á Íslandsmiðum með smábátum og setji því, það sem hann kallar strandhelgi". Strandhelgi snýst um að færa árlega út landhelgina þar sem skip með kyrrstæð veiðarfæri megi ein veiða, en þau sem eru með dregin veiðarfæri verði smátt og smátt ýtt út úr fiskveiðilögsögunni. Allt sé þetta réttlætanlegt þar fiskveiðistjórnun snúist um að skapa störf og ekki sé til ama að þetta ráðslag muni draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, þar sem skip með kyrrstæð veiðarfæri noti minni orku en þau sem nota dregin.
Í fyrsta lagi er kvótakerfið hugsað til þess að auka hagkvæmni og skapa fiskveiðiarð. Það er alls ekki hugsað til að auka atvinnu, heldur þvert á móti. Kvótakerfið var sett á til að auka framleiðni sjávarútvegs, þar sem útgerðarmönnum var færður sá kaleikur að draga úr sókn, fækka skipum og sjómönnum, á sinn kostnað en fengu kvótann í staðin.
Bloggari var um tíma á Sri Lanka þar sem 250 þúsund sjómenn draga tæplega 300 þúsund tonn að landi. Enn verra er ástandið við Viktoríuvatn í Afríku, þar sem enn fleiri sjómenn veiða enn minna magn. Á hvorugum staðnum myndast fiskveiðiarður, fiskistofnar eru ofnýttir og allir eru fátækir. Það viljum við ekki hér á Íslandi.
Aflamarkskerfið snýst um að skapa umgjörð fyrir samkeppni, þar sem óheft samkeppni með ólympískum veiðum myndu fljótlega valda ofveiði. Það er semsagt verið að nota markaðshagkerfi í íslenskum sjávarútveg. Þeir sem best standa sig og mestum arði skila, veiða fiskinn. Þannig takmörkum við sókn sem alltaf þarf að gera við fiskveiðar ef þær eiga að vera hagkvæmar. Að vísu eru margar undantekningar í íslenskri fiskveiðistjórn, þar sem stjórnmálamenn vilja hafa puttann í gangverkinu og setja reglur sem hamla hagkvæmni; byggðakvóti, strandveiðar, línuívilnun o.s.f.
Við höfum það val að notast við skipulag (áætlunarbúskap) eða samkeppni (markaðshagkerfi). Ef veiðar með dregin veiðarfæri eru svona óhagkvæm þá munum menn snúa sér að kyrrstæðum veiðarfærum. Það þarf ekki tilskipun eða áætlunarbúskap stjórnvalda til. Markaðurinn mun finna bestu niðurstöðu, fái hann frið til þess. Varðandi útblástur og losun gróðurhúsalofttegunda liggur fyrir að settir verða kolefnisskattar á eldsneyti. Hvort sem mönnum líkar betur eða verr, þá er það stefna sem ryður sér til rúms, undir kjörorðinu; þeir sem nota eiga að borga.
Það mun styrkja samkeppnisgrunn báta með kyrrstæð veiðarfæri og þar er um almenna aðgerð að ræða en ekki skipulag. Það að stjórnmálamenn, eða bankamenn, séu að ákveða að einn veiðiskapur sé hagkvæmari en annar og vilja hafa vit fyrir útgerðarmönnum, er ekki trúverðugt. Þessi mál eru flóknari en svo að slík ofstjórn gangi upp. Útgerðarmaður þarf að huga að fleiru en olíueyðslu við ákvörðun sína. Hann þarf að hámarka virði aflans og tryggja sölu til langs tíma. Þetta eru svo flókin mál að ekkert stjórnvald getur haft upplýsingar sem duga til að stýra málum. Þess vegna þurfum við samkeppni og markaðsbúskap til að taka ákvarðanir um hver á að veiða, hvar, hvernig og hvenær.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 8
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.