31.12.2010 | 10:47
Hlutverk ríkisvaldsins
Helsta hlutverk ríkisvaldsins er að vernda borgarana. Ljóst er að Dönum hefur tekist vel til í þetta sinn, þökk sé öryggislögreglu ríkisins. En hvernig ætli að þessum málum sé háttað hér á Íslandi? Eru stjórnvöld að standa sig í þessu grundvallar hlutverki sínu?
Þegar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, vildi stofna hóp manna sem væru eiðsvarnir og gætu tekið við leynilegum upplýsingum frá öðrum ríkjum, t.d. varðandi hryðjuverkaógn, var gert grín að honum af vinstri mönnum. Talað var um málið af hálfkæringi og talað um leyniþjónustu Björns. Sama var uppi á teningnum þegar hann vildi styrkja sérsveit lögreglunar til að geta tekist á við alvarleg mál eins og hryðjuverkaárás. Það var gert grín að því og kallað einkaherinn hans Björns.
Það má hinsvegar vera augljóst að ekki er spurt að landamærum í svona málum. Það hefði getað verið DV sem birti myndir af spámanni öfgamanna og við það færist víglínan til Íslands. Engin spyr um hvort Ísland sé lítið og sætt með engan her. Það gerir landið bara áhugaverðara fyrir hryðjuverkamenn. Það þíðir ekki að stinga höfðinu í sandinn í svona málum og menn verða að viðurkenna þessa ógn og geta brugðist við henni. Utanríkismálanefnd Alþingis er hriplek og myndi aldrei verða treyst fyrir leynilegum upplýsingum. Sá hópur manna sem tækju við slíkum upplýsingum, sem geta skipt sköpum til að bregðast við ógn, þarf að vera eiðsvarinn og eiga yfir höfði sér ákærur um landráð ef eitthvað lekur út. Slíkt er ekki til hér á landi og engin leyniþjónusta út í heimi myndu treysta Íslendingum fyrir mikilvægum leynlegum upplýsingum.
Það lýsir hinsvegar núverandi dómsmálaráðherra að hann situr fund í sínum flokki, VG, þar sem meirihluti fundarins ákveður að skora á ráðherrann að hlutast til um dómsmál! Að framkvæmdavaldið taki fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu, til að koma í veg fyrir að ofbeldisfólk sem réðst á Alþingi sleppi við dóm. Þessu fólki dettur ekki í hug að treysta dómsvaldinu fyrir málinu, þar sem þetta fólk verður sýknað ef sakir verða ekki sannaðar, en dæmt þungum dómum ef það verður sakfellt. Datt engum í hug, ég tala nú ekki um dómsmálaráðherrann sjálfan, að útskýra þetta mál fyrir fundinum, áður en hann ályktað í þessa veru og opinberaði síðan fyrir alþjóð að stór hluti VG eru stjórnleysingjar og stóðu fyrir því ofbeldi sem þessir níumenningar framkvæmdu.
Ég treysti ekki þessu fólki sem setur pólitík ofar öllu og hiklaust tilbúið að fórna rétti einstaklinga og ganga gegn grunnreglum samfélagsins, stjórnarskránni, ef það styður þeirra málstað. Ögmundur Jónasson er ekki líklegur til að sinna grundvallar hlutverki sínu, að gæta öryggis borgaranna. Enda eru helstu stuðningsmenn hans órólegi armur VG, sem eru til alls líklegir.
Dönsk stjórnvöld vissu af hryðjuverkaáformum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Mjög góð grein hjá þér, Gunnar, um þessi öryggismál almennings og eins framhaldið um dómsmálin. Óska þér og þínum góðs komandi árs.
Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 11:31
Gaman að sjá blogg hjá fordomalausum manni. Þú verður vafalaust fljótlega tekinn í dyrðlingatölu, Gunnar. Gleðilegt ár.
Hörður Þórðarson, 31.12.2010 kl. 19:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.