Hlutverk ríkisvaldsins

Helsta hlutverk ríkisvaldsins er að vernda borgarana.  Ljóst er að Dönum hefur tekist vel til í þetta sinn, þökk sé öryggislögreglu ríkisins.  En hvernig ætli að þessum málum sé háttað hér á Íslandi?  Eru stjórnvöld að standa sig í þessu grundvallar hlutverki sínu?

Þegar Björn Bjarnason, fyrrum dómsmálaráðherra, vildi stofna hóp manna sem væru eiðsvarnir og gætu tekið við leynilegum upplýsingum frá öðrum ríkjum, t.d. varðandi hryðjuverkaógn, var gert grín að honum af vinstri mönnum.  Talað var um málið af hálfkæringi og talað um leyniþjónustu Björns.  Sama var uppi á teningnum þegar hann vildi styrkja sérsveit lögreglunar til að geta tekist á við alvarleg mál eins og hryðjuverkaárás.  Það var gert grín að því og kallað einkaherinn hans Björns.

Það má hinsvegar vera augljóst að ekki er spurt að landamærum í svona málum.  Það hefði getað verið DV sem birti myndir af spámanni öfgamanna og við það færist víglínan til Íslands.  Engin spyr um hvort Ísland sé lítið og sætt með engan her.  Það gerir landið bara áhugaverðara fyrir hryðjuverkamenn.  Það þíðir ekki að stinga höfðinu í sandinn í svona málum og menn verða að viðurkenna þessa ógn og geta brugðist við henni.  Utanríkismálanefnd Alþingis er hriplek og myndi aldrei verða treyst fyrir leynilegum upplýsingum.  Sá hópur manna sem tækju við slíkum upplýsingum, sem geta skipt sköpum til að bregðast við ógn, þarf að vera eiðsvarinn og eiga yfir höfði sér ákærur um landráð ef eitthvað lekur út.  Slíkt er ekki til hér á landi og engin leyniþjónusta út í heimi myndu treysta Íslendingum fyrir mikilvægum leynlegum upplýsingum.

Það lýsir hinsvegar núverandi dómsmálaráðherra að hann situr fund í sínum flokki, VG, þar sem meirihluti fundarins ákveður að skora á ráðherrann að hlutast til um dómsmál!  Að framkvæmdavaldið taki fram fyrir hendurnar á dómsvaldinu, til að koma í veg fyrir að ofbeldisfólk sem réðst á Alþingi sleppi við dóm.  Þessu fólki dettur ekki í hug að treysta dómsvaldinu fyrir málinu, þar sem þetta fólk verður sýknað ef sakir verða ekki sannaðar, en dæmt þungum dómum ef það verður sakfellt.  Datt engum í hug, ég tala nú ekki um dómsmálaráðherrann sjálfan, að útskýra þetta mál fyrir fundinum, áður en hann ályktað í þessa veru og opinberaði síðan fyrir alþjóð að stór hluti VG eru stjórnleysingjar og stóðu fyrir því ofbeldi sem þessir níumenningar framkvæmdu.

Ég treysti ekki þessu fólki sem setur pólitík ofar öllu og hiklaust tilbúið að fórna rétti einstaklinga og ganga gegn grunnreglum samfélagsins, stjórnarskránni, ef það styður þeirra málstað.  Ögmundur Jónasson er ekki líklegur til að sinna grundvallar hlutverki sínu, að gæta öryggis borgaranna.  Enda eru helstu stuðningsmenn hans órólegi armur VG, sem eru til alls líklegir.


mbl.is Dönsk stjórnvöld vissu af hryðjuverkaáformum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög góð grein hjá þér, Gunnar, um þessi öryggismál almennings og eins framhaldið um dómsmálin. Óska þér og þínum góðs komandi árs.

Jón Valur Jensson, 31.12.2010 kl. 11:31

2 Smámynd: Hörður Þórðarson

Gaman að sjá blogg hjá fordomalausum manni. Þú verður vafalaust fljótlega tekinn í dyrðlingatölu, Gunnar. Gleðilegt ár.

Hörður Þórðarson, 31.12.2010 kl. 19:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.12.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband