23.12.2010 | 07:52
Ávarp formanns í jólablaði Vesturlands
Fyrir nokkru átti ég leið um norður Úganda þar sem nýlega hafði komist á friður eftir langvinn átök. Margir íbúa höfðu flúið svæðið og snéru nú heim eftir áratuga dvöl í flóttamannabúðum og komu að veraldlegum eigum sínum í rúst, en öllu verra var ástvinamissir sem fylgdi þessum tilgangslausa hernaði.
Ólýsanlegir atburðir höfðu gerst þar sem meðal annars ungir drengir voru þjálfaðir til hermennsku og notaðir til illvirkja. Langþráður friður var kominn á en íbúar þurftu að takast á við afleiðingar stríðsins, helteknir af harmi og hatri. Aðstæður sem kalla fram verstu kenndir mannsins eins og þeir væru andsettir. Hvernig átti fólk að losa sig úr slíkum viðjum hugans, hætta að horfa um öxl og takast á við verkefni morgundagsins?
USAID, bandríska þróunarstofnunin, styrkti meðal annars særingamenn sem ferðuðust um þessi héruð og söfnuðu saman þolendum og gerendum þessara voðalegu atburða. Særingarmennirnir notuðu fórnarathafnir til að reka út illa anda, fá fólk til að sættast við örlög sín og horfa til framtíðar. Í raun og veru snérist þetta um fyrirgefninguna þannig að fólk gæti notað krafta sína til að takast á við lífið í stað þess að hefna harma sinna.
Fyrirgefningin er greypt inn í menningu vesturlanda sem eru undir sterkum áhrifum frá kristinni trú. Þegar Jesús Kristur boðaði guð fyrirgefningarinnar voru ekki allir ánægðir á þeim tíma. Margir töldu að umburðarlyndur guð myndi spilla samfélaginu og hugnaðsist ekki boðskapur Nýja testamentisins. En það er einmitt boðskapur Jesú um fyrirgefningu og umburðarlyndi sem hefur mótað gildismat Vesturlanda; hvað sé fallegt eða ljótt, gott eða vont, rétt og rangt o.s.frv. Þegar við erum í vafa um slíkt sækjum við í siðvöndun kristinnar kirkju og þó við fylgjum ekki alltaf siðaboðskap hennar þá erum við nokkuð sammála um gildismatið.
Hér er lýst tveimur ólíkum menningarheimum með ólíkt gildismat og aðferðir. Það er ekki rétt að tala um að annað sé betra eða verra, en menningararfleifð okkar og íbúa norður Úganda er mjög ólík. Hvort sem menn trúa bókstaflega á guð eða ekki verður því ekki neitað að menning og gildismat þjappar okkur saman sem þjóð, og tengir okkur sterkum böndum við önnur vestræn ríki sem deila því með okkur. Við eigum að varðveita menningararfleifð okkar og þau megingildi sem við eigum sameiginleg. Umburðarlyndið hvetur okkur til að virða önnur trúarbrögð og viðhafa trúfrelsi á Íslandi, en ríkið á að vernda þjóðkirkjuna sem er hornsteinn siðvöndunar og sameiginlegs gildismats þjóðarinnar. Það gerir okkur að þjóð en sprettur ekki af sjálfu sér, heldur á sér rætur í trúnni.
Eins og Úgandabúinn þurfum við að fyrirgefa og losa okkur við þann illa anda sem hatrinu fylgir. Horfa fram á veginn og takast á við framtíðina.
Jólin eru góður tími til að hugleiða þetta. Gleðileg Jól.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring: 2
- Sl. viku: 13
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 8
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gunnar þú færð ***** fimm stjörnur af fimm fyrir þetta innlegg þitt.
Við fyrirgefum Sjálfstæðisflokknum fyrir mistök á árunum fyrir hrun. Við fyrirgefum Framsóknarflokknum fyrir sinn þátt. Svo fyrirgefum við Sjálfstæðisflokknum fyrir að að menga hugarfar Samfylkingarinnar í síðustu ríkisstjórninni, að plata þá að gera það sem þeir vildu alls ekki gera. Nú svo þurfum við að fara að fyrirgefa VG og Samfylkingunni fyrir Icesave og aðgerðarleysið í þessari ríkisstjórn. Listinn er miklu lengri. Í millitíðinni gleðileg jól.
Sigurður Þorsteinsson, 23.12.2010 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.