1.12.2010 | 09:35
Ná - vígi
Bloggara var stórlega misboðið þegar hann horfði á Návígi með Þórhalli á RÚV í gærkvöldi. Ekki í fyrsta sinn en nú tók steininn úr.
Það kallar á þekkingu á málefninu ef taka á menn á teppið og sýna þeim fulla hörku og láta þá ekki komast undan að svara. En í gærkvöldi hafði Þórhallur lært nokkur stikkorð og frasa og lét þá stanslaust ganga á viðmælanda sinn, Steinþór Pálsson bankastjóra Landsbankans. Hann gaf honum bókstaflega ekkert tækifæri til að svara spurningum og gelti bara á hann stanslaust. Hér var um mjög áhugaverðan vinkil að ræða og hefði verið gaman að heyra í vel upplýstum manni útskýra þessi mál með faglegum hætti. Mikið vantar uppá aðalmenningur fái upplýsingar um það sem er að gerast, en þessi sjónvarpsþáttur var ekki innlegg í þá umræðu.
Þórhallur hefur greinilega engan skilning á því hvernig þetta allt gengur fyrir sig, né hvernig bönkunum var skipt upp í gamla og nýja og uppgjörið þar á milli. Hann skilur heldur ekki hvernig kaupin ganga fyrir sig á eyrinni og að þegar fyrirtæki fer í þrot er það skiptaráðandi sem tekur við. Það hefði verið áhugavert að fá útskýringar Steinþórs á því hvernig Landsbankinn ætlar að sigla þann erfiða róður sem framundan er, en það var ekki möguleiki á því fyrir geltinu í stjórnandanum. Hann hafði varla byrjað að svara eða útskýra það sem hann var spurður að, þegar Þórhallur byrjaði að punda út tölum og prósentum og dylgjum um eitt og annað. Dró meðal annars upp dagblaðssnifsi frá manni út í bæ sem skrifað hafði Velvakanda og kvartað yfir fríum mat í Húsasmiðjunni.
Bloggari hefði viljað fá svör um hvernig Landsbankinn ætlar að skilja milli feigs og ófeigs þegar kemur að atvinnulífinu. Hann hefur skilið það svo að fyrirtæki með jákvætt fjárstreymi fái að lifa, en hin að deyja. Það er eðlilegt að hjálpa fyrirtækjum með jákvæða EBITA en láta þau fyrirtæki rúlla sem ekki skila jákvæðu fjárstreymi. Þar skilur á milli fyrirtækja sem eru annarsvegar með góðan rekstur en skulda of mikið, og þeirra sem erum með slæman rekstur.
Bloggari vill fá að vita hvernig hygla á þeim sem hafa farið óvarlega í fjármálum, á kostnað þeirra sem sem sýndu ráðdeild. Það var áhugavert að heyra af því hvernig óvissa vegna aðgerðaleysis stjórnvalda kemur í veg fyrir að Landsbankinn geti leyst vandamál viðskiptavina sinna. Til hvers er þetta nýja fyrirbæri, Umboðsmaður skuldara?
En þetta skilur Þórhallur ekki og því er gripið til slagorða og stóryrða. Það eitt að nota fyrri helming þáttarins í að nafngreina menn og kalla þá óráðsmenn, ítrekað, án þess að þeim sé gefið tækifæri á að bera hönd fyrir höfuð sér er óverjandi.
En Þórhallur er ekki alltaf svona harður. Um daginn fékk hann Björk Guðmundsdóttir í þáttinn og þá var nú heldur betur annað uppi á teningnum. Björk fór ítrekað með rangt mál og notaði frasa sem hún skildi ekki, enda er hún engin sérfræðingur í því viðfangsefni sem þátturinn fjallaði um. Sem dæmi varð henni tíðrætt um ruðningsáhrif stóriðju án þess að hafa hugmynd um hvað það þýðir.
Spyrillinn skaut annað slagið inn hrósyrðum um viðmælanda sinn, hjálpaði henni þegar hana rak í vörðurnar lagði rauðan dregil fyrir hana í gegnum þáttinn. Þetta eru forkastanleg vinnubrögð og gefur ekki tilefni til trausts á þeim fréttamiðli sem ástundar slík vinnubrögð. Það er mjög mikilvægt á þessum óvissu tímum að almenningur sé upplýstur um hvað sé að gerast og hvernig ákvarðanir eru teknar. Að hægt sé að treysta á hlutleysi og fagmennsku fjölmiðla þegar fjallað er um málefni líðandi stundar. Návígi stendur ekki undir því.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek heilshugar undir þessa gagnrýni þina .Finnst oft á tíðum að stjórnendur allmennt svona þátta ,sem eiga vissulega að vera til að upplýsa,fræða og útskýra fyrir hlustendum og áhorfendur séu ekki mægjanlega upplýstir sjálfir um rekstur og gang atvinnulífs og veltu fjármagns. Það vandasama verkefni að stjórna svona mikilvægum málaflokki eins og uppgjörum og úrlaustnum á skuldavanda heimila og fyrirtækja krefst að sjálfsögðu mikilla upplýsinga heyðarleika og sanngirni á báða vegu.Ekki auðveldar það fyrir þessum aðilum allt óendanlega ruglið sem hefur komið frá þessari einu tæru vinstri velferðar Jóhönnu og Steingríms stjórnar rugli.Af hverju eiga allir aðrir að gefa eftir af skuldum sýnum NEMA Íbúðalánasjóður Ríkisjóður eða aðrar ríkisstofnanir sem lánað hafa fé. Sú endalausa vandræði og vitleysa sem stjórnvöld eru búin að koma þeim í sem leytað hafa aðstoðar á sýnum skuldamálum er að gera það ógerlegt að koma að vitrænni laustn, því að lausnirnar eru farnar að rekast hver á aðra og valda mismunun á laustnum. Skinsamlegasta og heiðarlegasta aðgerðinn hefði verið að allir hefðu fengið eins laustn með því að færa vísitöluna aftur til fyrsta jan 2008.Þá hefðu allir setið við sama skuldavandamálaborðið
Guðmundur Gunnar Þórðarson, 1.12.2010 kl. 11:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.