Listi "skynsamra" frambjóðenda

Fjölpóstur var sendur með nöfnum "skynsamra" frambjóðenda þar sem mitt nafn er á meðal 26 nafna.  Augljóst er hverjum þetta hugnast og hverjum kemur þetta illa.  Þetta eru verk óprúttinna illvirkja sem vilja koma höggi á pólitíska andstæðinga sína á síðustu stundu.  Sent inn að morgni kjördags þannig að ekki vinnist tími til að verja sig.  Megi þeir skömm hafa sem tóku sér þetta fyrir hendur.

Það er augljóst af viðvaningslegu orðalagi að pósturinn er ekki faglega unnin.  Eins er ljóst að slíkur listi sem sendur er undir þessum formerkjum kemur þeim illa sem á honum eru.  Aldrei hefur verið borið undir mig hvort ég vilji vera á slíkum lista.  Enda hefði ég neitað því staðfastlega.  

Eitt get ég fullyrt og það er að mitt fólk myndi aldrei vinna svona.  

Það er athyglisvert að bréfið birtist í DV áður en ég fékk það sent.  Hvað segir það okkur?  Ég veit um menn sem eru trúnaðarmenn flokksins og fengu bréf frá formanninum í gærkvöldi um allt annað málefni, en fengu ekki þetta bréf.  Það segir mér að þessir fantar hafa ekki komist yfir trúnaðarmannalista Sjálfstæðisflokksins.  En mikil vinna hefur verið lögð á sig fyrir þessa óhæfu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Sæll Gunnar

Að mínu mati eru svona aðgerðir sú mesta lágkúra sem til er, framkvæmd af fólki sem kann ekki að bera virðingu fyrir hvorki sjálfum sér eða öðrum, kannski vita þeir ekki hvað virðing er.

Við þekkjum svona lágkúru í kosningum undafarinna tuga ára.

Kveðja frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2010 kl. 11:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 8
  • Sl. viku: 20
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 13
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband