Landsbyggðin og spillingin

Steingrímur J. hrindi í þáverandi félagsmálaráðherra og hótaði honum að skrúfa fyrir alla fyrirgreiðslu til ráðaneyti hans ef hann leysti ekki vandamál sem komið hafði upp í kjördæmi fjármálaráðherrans.  Málið snérist um að ,,bæta" vinum hans fjárhagslegt tjón sem þeir urðu fyrir vegna forsendubrests í samningum við ríkið.  Það er auðvelt að láta skattgreiðendur borga slíkt og ekki vafðist fyrir þingmanni sjálfstæðismanna að bakka upp gjörninginn, enda hann úr sama kjördæmi og um sameiginlega vini hans og fjármálaráðherrans að ræða.  Steingrímur er engin veifiskati þegar kemur að því að greiða fyrir vinum og vandamönnum í kjördæminu en sem landbúnaðarráðherra lét hann ríkið kaupa loðdýrahús fyrir á annað hundrað milljóna á núvirði, af vinum sínum heima í héraði.  Sá gjörningur var dæmdur ólöglegur í Hæstarétti í október 1993.

En hvað segir fyrrverandi félagsmálaráðherra og núverandi viðskiptaráðherra við þessu öllu?  Eftir að hafa látið undan hótunum fjármálaráðherrans og greitt vinum hans 30 milljónir til að ,,leysa" málið, sagði hann í viðtali í sjónvarpinu í gær:  „Þetta sýnir að landið þarf að vera eitt kjördæmi og þess vegna styð ég það að landið verði gert að einu kjördæmi"

Þýðing höfundar á orðum viðskiptaráðherra:  Landsbyggðarþingmenn eru svo spilltir að við þurfum að losa okkur við þá.  Ef við gerum landið að einu kjördæmi þá losnum við þá alla á einu bretti.  Þannig er hægt að leysa vandann með einfaldri stjórnarsárbreytingu.

Þetta eru haldgóð rök hjá Árna Páli.  Það er alveg rétt að með því að gera landið að einu kjördæmi, svo ekki sé talað um persónukjör, þá losna Íslendingar við alla landsbyggðarþingmennina.  Og það er hægt að koma þessu á með einfaldri breytingu á stjórnarskránni.

Þetta er mikið áfall fyrir okkur sem viljum standa vörð um landsbyggðina og tryggja málsvara hennar á þingi.  Þetta er hinsvegar vatn á myllu þeirra sem vilja færa öll völd á suð-vestur hornið og telja okkur ekki treystandi fyrir þeim völdum sem landsbyggðin hefur á Alþingi.  Þetta er svona dæmi um að rónarnir koma óorði á brennivínið.

Ég hef áður bent á að algjör jöfnun atkvæða gengur ekki upp.  Slíkt er viðurkennt um allan hinn lýðræðislega heim þar sem fámennum héruðum eru tryggð hlutfallslega meiri völd en þéttbýli.  Það er hinsvegar vandrötuð lína að draga og fullkomlega eðlilegt að hún hafi verið færð til undanfarna áratugi við þá miklu flutninga fólks af landsbyggð á höfuðborgarsvæðið.  En fyrr má rota en dauðrota.

Það er erfitt að bregðast við svona snillingamálum og enn erfiðara að leysa þau í stjórnarskrá.  Það þarf að siðvæða pólitíkina og besta leiðin er sú að almenningur taki vel við sér þegar svona hlutir gerast.  Þarna skipta fjölmiðlar sköpum að geta sett sig inn í slík mál og upplýsa almenning um hvað er að gerast.  Svona mál er hægt að leysa án þess að breyta grundvelli lýðræðis í gegnum stjórnarskrá.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Þetta er nokkur einföldun hjá þér. Spilltir þingmenn verða alltaf til staðar og þeir geta komið af landsbyggðinni þó eitt kjördæmi verði.

Það er hins vegar spurning hvort landsbyggðarfólk komi til með að hafa fulltrúa til að standa á rétti þess ef eitt kjördæmi kemur á. Ekki til að standa vörð um spillinguna, hún sér um sig, heldur til að standa vörð um grunngildin.

Það er ljóst að ef eitt kjördæmi væri nú, hefðu hinir ýmsu þingmenn sem nú sækja fylgi sitt út á land varla nennt að þvælast um landið á fundi nú í haust, þegar fjárlagafrumvarpinu var sem mest mótmælt. Það er ljóst að Ólína Þorvarðardóttir hefði ekki farið að stand upp á fundum á vestfjörðum til að mótmæla fjárlagafrumvarpi eigin ríkisstjórnar, nema vegna þess að hún þarf að sækja sín atkvæði til norðvesturkjördæmis. Sama er hægt að segja um Sigmund Ernir í norðausturkjördæmi og marga aðra þingmenn landsbyggðarinnar!!

Gunnar Heiðarsson, 24.11.2010 kl. 09:34

2 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Gunnar ég er sammála því að hér þarf að  vera varkár, um leið og landið verður gert að einu kjördæmi, þarf að huga að því að færa hluta stjórnsýslunnar heim í héröð, til fjórðungssambanda eða hreinleg nýtt stjórnsýsluafl.  Annar er landsbyggðin búin að vera því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.11.2010 kl. 20:25

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Spillinginn hefur komið mest úr sveitinni. Það vita allir Reykvíkingar. Bændur eru sérlega hættulegur þjóðflokkur og sérstaklega villibærndurnir. Að sjálfsögðu á að hafa bara eitt kjördæmi og alla stjórn í Reykjavík. Svor er það spurning hvort það borgi sig að hafa bændur yfirleitt. Hvort ekki sé hægt að flytja inn ódýra kínverja í staðin? Það þarf að vera opin fyrir nýjum hugmyndum. Byggja sérstakt bændahverfi fyrir ofan Breiðholtið og koma upp öflugu eftirlitskerfi og girðingum.

Einhver hagfræðingur er búin að reikna þetta allt út. Leggja niður óhagkvæma bæi út á landi. Hver vil lifa úti á landi? Það mætti halda t.d. Akureyri og einhverjum einum bæ á hverju horni á landi. Flytja síðan inn milljón kínverja svo íslendingar verði örugglega í minnihluta. Úrkynjun íslendinga er orðin svo alvarleg að það þarf að bregðast við þessu í einum logandi.

Vestmannejar yrði notuð fyrir spillta stjórnmálaflokka, neikvætt og leiðinlegt fólk almennt. Fyrst yrði allt fólk flutt frá Vestmannaeyjum til Reykjavíkur og séðan yrði Vestamannaeyjar framtíða fangaeyja.

Íslenska málið þarf að leggja niður strax og taka upp ensku í staðinn. Hvaða útlendingur nennir að læra svona hrognamál sem engin skilur. Ekki einu sinni íslendingar skilja íslensku. Öll blöð eru full af skýringum um allt sem sagt er, margar útgáfur og meinngar er á öllu sem sagt er, hver meinar hvað og hvað það þýddi sem einhver ætlaði að segja ef hann hefði munað eftir því eð vitað hvað mótaðilinn meinti í fyrri setningunni?

Af hverju að hafa ónýtt tungumál. Henda því inn á þjóðmynjasafnið innan um beinagrindurnar...Steingrímur sagði að Ísland færi ALDREI í ESB sem þýðir auðvitað akkúrat öfugt, að hann meinti að ætlum með. Hvernig á kínverji sem er að setjast hér að, gengur um með með orðabók og segist vera að stúdera íslenska menningu?

Hvaða íslensku menningu eru þessir útlendingar alltaf að tala um? Ég fæddist á Vestfjörðum og þar var aldrei talað um neina mennigu á Íslandi. Það hlýtur að vera eitthvað sem er í Reykjavík ef það er þá til. Ég þekki engan íslending sem veit hvað menning er...

Einhverjir bankar voru rændir á Íslandi og af því að þjófarnir voru farnir úr landi, tóku þeir bara gamla forsætisráðherran og kærðu hann í staðinn. Hann var ekki einu sinni í bankanum þegar þetta skeði. Í bankaránum erlendis er alltaf lögregla sem kemur á staðin, bankanum er lokað og voða mál í kringum bánakarán. Á íslandi er þetta allt öðruvísi. Bankaræningjarnir eru að týna seðlanna úr kössunum, lögreglan heldur hurðinni opinni meðan verið er að bera peninganna út og fólk frá Ríkisbankanum kemur með nýja peninga allan tíman eftir því sem ræningjarnir tæma kassana...svona er allt sem skeður svona séríslenskt...

Óskar Arnórsson, 25.11.2010 kl. 00:59

4 Smámynd: Gunnar Þórðarson

Takk fyrir þetta Óskar.  Þetta er skemmtilegasta komment sem ég hef fengið.  Svei mér þá er þetta er ekki gott innlegg fyrir umræður um stjórnarskrá.

En eigum við ekki að senda alla hagfræðinga á fangaeyjuna.  Og þegar við áttum okkur á að engin menning er á Íslandi, þá getum við sparað stóran pening!  Ekki þarf að setja krónu í eitthvað sem er ekki til.

Kannski það sé Íslensk menning að hengja forsætisráðherra fyrir smið.  Flestir myndu hengja bakara, sem er nú svolítið klént og ómenningalegt.

Gunnar Þórðarson, 27.11.2010 kl. 10:33

5 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Ég tel að nauðsynlegt sé að rannsaka af hverju Barnaverndarstofu hefur ekki tekist að semja við hin ýmsu heimili og setja svo bara á stað önnur sem eiga að heita hagstæðari. Ef svo er þarf að klára þá samninga sem eru fyrir hendi annars þarf ríkið að borga.

Tek það fram að ég er ekki að taka upp hanskann fyrir Steingrím J eða nokkurn annan sem að þessu máli sem og öðrum líkum hafa komið.

Veit það eitt að heimilið sem fékk umrædda greiðslu er eitt það mesta sómaheimili sem til er.

Kveðja frá Húsavík

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 27.11.2010 kl. 11:34

6 Smámynd: Óskar Arnórsson

Já, þannig er að ég kann ekkert í stjórnmálum. Þá fáu stjórnmálamenn sem ég þekki eru framúrskarandi leiðinlegt fólk og óintresant í alla staði. Nema Jón Gnarr náttúrulega. Hann er svona "ljós í myrkrinu" og vonandi lifir hann af að vera í svona slæmum félagsskap svona lengi....

það væri erfitt að gera heimildamynd um Ísland sem væri sannleikanum samkvæm og byggð á staðreyndum. Íslendingar gætu aldrei gert svona mynd sjálfir. Það yrði að fá útlendinga til þess og bara þá sem ekki eiga frændur og frænkur út um allt.

Samkvæmt reglunum þá getur Steingrímur ekkert hótað neinu öðru ráðuneyti um að svelta þá peningalega. Það er bara Jóhanna sem getur það. Kanski bað hún Steingrím aðp hringja í sínu nafni.

Enn í landi sem gengur út á það að sá frekasti ráði, svona "týran persónuleikar" sem dragast að pólitík, er engum lögum fyrir að fara. Reglurnar eru settar og breytt frá degi til dags af þeim sem hefur sterkustu persónulegu völdun. Á þinginu er það sá sem hefur beittasta kjaftinn og í embættismannakerfinu er það sá sem hefur mestu samböndin.

Ég hef verið á ferð um heiminn í næstum 30 ár núna og eftir því sem maður hittir meira fólk með viti um allar jarðir, þess hörmulegra verður skoðun mín á lífinu á Íslandi. Land verður aldrei betra enn þeir sem stjórna því. Það er sannleikur sem á við um allan heim.

Það er ekki endalaust hægt að afsaka ruglið á Íslandi með því að segja að náttúran sé svo falleg. Það heitir að skipta um umræðuefni og þykir dónaskapur allstaðar nema á Íslandi.

Ég veit ekki hvort það eigi að senda hagfræðinganna á fangaeyju, þeir gera bara það sem þeir eru beðnir um. Ef það fer að leka í kjallaranum, þá dæmir maður ekki teiknaran af húsinu. Nema á Íslandi auðvitað.

Þegar prófessor í hagfræði er farin að haga sér eins og Einar Ben sem seldi Norðurljósinn, og selja óveiddan fisk og veðsetja tóman sjó í bönkum um allar jarðir, þá er eðlilegt að svona fólk fái hjálp með sín persónulegu vandamál. Alveg eins og í sögunni um "Nyju fæt keisarans", var peningurinn fyrir þetta alþjóðlega "ConGame" íslendinga, eins og þegar einhver pissar á hendurnar á sér þegar honum er orðið kallt.

Það hitaði efnahagslega í nokkur ár, og svo varð það bara enn kaldara og ógeðslegt. Það er sem sagt ekki ráðlagt, hversu kaldur sem maður verður, nema náttúrulega í hagfræði. Á Íslandi er svoleiðis "pissandi" kölluð háskólavísindi....það þarf að breyta hagfræðináminu.

Óskar Arnórsson, 27.11.2010 kl. 12:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.1.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 285729

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 23
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband