23.11.2010 | 09:41
Stjórnarskrá og auðlindir
Er nauðsynlegt að setja inn ákvæði í stjórnarskrá um auðlindir og umhverfismál?
Mörg ríki Evrópu hafa sett slík ákvæði í sínar stjórnarskrár. Í Noregi er lögð áhersla á rétt allra til að njóta heilnæms umhverfis og náttúru og vernda fjölbreytni og grósku. Að ekki skuli gengið á rétt komandi kynslóða í nýtingu á náttúruauðlindum. Einnig er lögð áhersla rétt borgara fyrir upplýsingar um ástand og fyrirhugaðar framkvæmdir. Í Finnlandi er lögð áhersla á ábyrgð á umhverfinu og að þjóðararfurinn sé á ábyrgð allra en í stjórnarskrá ESB er talað almennt um að náttúruvernd sé á háu stigi og hluti af stefnu sambandsins. Frakkar eru með svokallaðan umhverfissáttmála í sinni stjórnarskrá sem leggur ábyrgð á almenning að taka þátt í að framfylgja umhverfisstefnunni ásamt rétti hans til upplýsinga um umhverfismál. Í Svissnesku stjórnarskránni segir ,, Sambandsríkið skal móta meginreglur um fiskveiðar og skotveiðar í því augnamiði að vernda fjölbreytni fiskjar, villibráðar og fugla"
Allt eru þetta almennar reglur sem ekki útiloka skynsamlega nýtingu auðlinda og varla það sem margir ræða um hér á landi. Í tillögu frá árinu 2000 lagði auðlindanefnd til að tekið væri upp nýtt ákvæði í stjórnarskrá um að náttúruauðlindir sem ekki eru háðar einkaeignarrétti yrðu lýstar þjóðareign; og var tillagan svo hljóðandi: ,,Náttúruauðlindir og landsréttindi, sem ekki eru háð einkaeignarrétti, eru þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögum. Handhafar löggjafar- og framkvæmdarvalds fara með forsjá, vörslu og ráðstöfunarrétt þessara auðlinda og réttinda í umboði þjóðarinnar"
Hér er rétt að staldra við og velta fyrir sér hver sé tilgangurinn með því að setja slík ákvæði inn í stjórnarskrá. Ætlum við að nota stjórnarskrána til að leysa áratuga pólitíska deilu, eða ætlum við að setja grundvallarreglur um umhverfis og auðlindamál?
Það er grundvallarmál að við hámörkum nýtingu fiskistofna, göngum ekki á þá með ofveiði og rányrkju. Ekkert er því til fyrirstöðu að setja ákvæði um slíkt inn í stjórnarskrá, sem myndi þá væntanlega koma í veg fyrir að stjórnmálamenn ákveði auknar veiðar til að afla sjálfum sér stundar vinsælda, þó það gengi gegn þeirri vísindalegu þekkingu sem veðþol væri byggt á! Einnig liggur það fyrir að þjóðin hefur umráðarétt yfir auðlindinni, þar sem yfirvöld setja lög og reglur um hvernig auðlindin skuli nýtt og heldur úti eftirliti með að þeim reglum sé hlýtt. Þá er ekki annað eftir en að tryggja að þjóðin njóti ávaxtanna, fiskveiðiarðsins, sem skynsamleg fiskveiðistjórnun skapar.
Allir sem til fiskveiða þekkja vita að um endurnýjanlega auðlind er að ræða og nauðsynlegt að takmarka aðganginn að henni. Á Íslandi höfum við, að mestu, notað aðferðir samkeppni þegar kemur að ákvörðun um hver skuli veiða. Hluti veiðanna er að vísu stjórnað af stjórnvöldum, svokölluð skipulagsleið. Almennt er litið svo á að um meiri sóun sé að ræða með pólitískum afskiptum af því hver skuli veiða, í stað þess að láta þann sem gerir það á hagkvæmasta hátt um það.
Þessi umræða þarf að liggja utan stjórnarskrár, en hægt er að hnykkja á því að þjóðin eigi auðlindina og hafi ráðstöfunarréttin yfir henni, en það má ekki setja í stjórnarskrá að hún, þjóðin, megi ekki nýta auðlindina á sem hagkvæmastan hátt.
Ef farið verður að sáttatillögu hagsmunaaðila og Alþingis frá því í sumar, samningaleið, þá verður aflahluta úthlutað til tiltekins tíma, t.d. 25 ára. Þannig getur þá útgerðarmaður afskrifað skip, frystahús og kvóta á tilteknum tíma. Sama fyrirkomulag er með nýtingu á orkuauðlindum og aðeins deilt um hversu langan tíma eigi að taka í afskriftir.
Þjóðin þarf að koma sér saman um þetta með það takmark í farteskinu að hámarka arðsemi auðlinda og tryggja eðlilega dreifingu afraksturs til þjóðarinnar. Eins og niðurlag tillögurnar frá árinu 2000 hljómar þá kemur það ekki í veg fyrir hagkvæma nýtingu á auðlindum: ,, Náttúruauðlindir og landsréttindi í þjóðareign ber að nýta á sem hagkvæmastan hátt og á grundvelli sjálfbærrar þróunar og skal arði af þeim varið til þess að vernda auðlindirnar, rannsaka þær og viðhalda þeim, svo og til hagsældar fyrir þjóðina að öðru leyti"
Spurningin er hvort margir þeir sem vilja setja ákvæði um umhverfis- og auðlindarmál vilja gera það til að þjóna þröngum hagsmunum sínum eða skoðunum. Þá er betra heima setið en af stað farið enda er stjórnarskráin sáttmáli þjóðarinnar, en ekki tæki til að leysa pólitísk dægurmál.
Það allavega ljóst að miðað við umræðuna stefna Íslendingar á nýjar slóðir miðað við nágrana sína í stjórnarskrármálum ef þeir trúa því að deilumál um nýtingu auðlinda verði leyst með texta í grundvallarskrá stjórnskipunar og mannréttinda.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (9.1.): 2
- Sl. sólarhring: 3
- Sl. viku: 30
- Frá upphafi: 285730
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 24
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.