12.11.2010 | 08:23
Landið eitt kjördæmi?
KJÖRDÆMASKIPAN
Er ástæða til að breyta stjórnarskrá og gera Ísland að einu kjördæmi? Mun það auka lýðræði og réttlæti í samfélaginu? Núverandi stjórnarskrá gefur nokkuð svigrúm til að jafna atkvæðisrétt milli landshluta og spurning hvort ekki er nóg að gert. Stjórnarskráin gerir ráð fyrir að hægt sé að breyta mörkum kjördæma með lagasetningu ásamt því að hnika til fjölda þingmanna í hverju kjördæmi til jöfnunar. Að auki getur landskjörstjórn fært þingsæti milli kjördæma ef fjöldi á kjörskrá eru helmingi færri í einu kjördæmi en öðru í því skyni að jafna vægi atkvæða á landinu. Er lýðræðinu og réttlætinu fullnægt með því?
JAFNT VÆGI ATKVÆÐA Í EVRÓPUSAMSTARFI
Það dytti engum í hug að jafna að fullu atkvæðavægi þjóðríkja innan ESB. Með nýju stjórnarskránni (Lissabonsáttmálanum) var þessu jafnað nokkuð en engu að síður er Lúxemborg með 6 þingmenn á Evrópuþinginu en Þýskaland með 99. Það jafngildir að rúmlega 83 þúsund landsmanna eru bak við hvern þingmann í Lúxemborg en 707 þúsund í Þýskalandi. Þetta er nýleg niðurstaða sem kom í kjölfar stækkunar ESB úr 15 í 25 og síðar 27. Ef menn hefðu komist að þeirri niðurstöðu að jafnt atkvæðamagn bak við hvern þingmann væri réttlát og sanngjarnt, væri Lúxemborg með aðeins einn þingmann.
Þegar bandaríska stjórnarskráin var samþykkt 1787 var tvennt ofarlega í huga höfunda; aðskilnaður þings og framkvæmdavalds og jafna vægi fámennra fylkja gagnvart fjölmennum. Þannig litu höfundar til mikilvægis þess að minni fylki yrðu ekki undir gagnvart þeim stærri.
Það má heita regla frekar en undartekning í lýðræðisríkum að tryggja réttindi þeirra sem minna mega sín og að raddir þeirra heyrist við ákvarðanatöku sem varðar grundvallar réttindi og lífsgæði. Hægt er að spyrja sig þess hvort slík jafnaðarhugsjón sé réttlát og sanngjörn.
Á AÐ ENDURVEKJA TVÍSKIPTINGU ALÞINGIS?
Þær hugmyndir hafa heyrst að endurvekja tvískipt Alþingi til að verja hagsmuni landsbyggðar gagnvart því ofurvaldi höfuðborgarsvæðis sem alger jöfnun atkvæðavægis myndi hafa í för með sér ef landið yrði gert að einu kjördæmi. Sagt hefur verið að það mætti til dæmis gera með því að efri deild þingsins væri endurvakin þar sem sætu fulltrúar landshlutanna. En er þetta rétta leiðin? Er ekki verið að auka flækjustigið í stjórnsýslunni. Er þá ekki betur heima setið en af stað farið og betra að hafa kerfið einfalt og skilvirkt með einni þingdeild.
Við verðum að muna að Íslendingar eru aðeins 330 þúsund talsins. Efri og neðri deild þingsins voru einmitt sameinaðar sínum tíma af því að ekki var talið tilefni til tvískiptingar Alþingis. Sú ákvörðun sem er tæpra tveggja áratuga gömul, hefur lítið verið gagnrýnd síðan.
LANDSBYGGÐINNI VEITIR EKKI AF ÁHRIFUM SÍNUM
Landsbyggðin á sannarlega undir högg að sækja. Atvinnulífið er víða of einhæft og einkennist af frumframleiðslu, þar sem atvinnutækifærum hefur fækkað við aukið vægi þjónustu í hagkerfinu. Stór hluti skatttekna landsbyggðarinnar endar í Reykjavík, enda er þar nánast öll stjórnsýsla og stærsti hluti þjónustunnar. Á þetta hafa fræðimenn nýlega bent.
Það væri því verið að bæta gráu ofan á svart ef íþyngja ætti landbyggðinni með því að gera landið að einu kjördæmi. Þá fyrst myndi rödd landsbyggðarfólks hljóðna í þjóðmálaumræðunni og áhrif þeirra á Alþingi stórlega minnka.
Landsbyggðinni veitir ekki af þeim áhrifum sem hún hefur í dag, ef hún á að komast af í framtíðinni. Að gera Ísland að einu kjördæmi er rothögg fyrir hinar dreifðu byggðir landsins. Vilji menn feta þann veg þá verður sú stefnumótun að liggja fyrir. Að það sé þjóðarvilji að leggja niður landsbyggðina.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 3
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 23
- Frá upphafi: 285616
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 15
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvert á atkvæðavægi í alþingiskosningum að vera ?Þarna togast á tvenn sjónarmið. Annars vegar grunnhugsunin einn maður - eitt atkvæði. Hins vegar sú staðreynd að íbúar landsins eru ekki jafnsettir hvar sem þeir búa, staða sem fjölmörg ríki viðurkenna og taka mið af. Við verðum að viðurkenna bæði sjónarmiðin, þó þau gangi hvort gegn öðru. Núverandi kjördæmaskipan er afleit, sérstaklega eru landsbyggðakjördæmin of stór og sundurleit til að mynda þá einingu sem kjördæmi þarf að gera. Til að gera langt mál stutt, þá væri best að taka upp kjördæmaskipan eins og hún var fyrir síðustu kjördæmabreytingu, kjördæmin yrðu þá átta. Úthluta síðan hverju kjördæmi ákveðnum fjölda þingsæta, segjum einu til þrem þingsætum, óháð fjölda kjósenda. Þannig yrði úthlutað átta til tuttugu og fjórum þingsætum, óháð fjölda kjósenda. Að öðru leyti væri atkvæðavægi jafnt. Með þessu ynnist margt, landsbyggðakjördæmin yrðu ekki þau skrímsli sem þau eru í dag, byrjað yrði á þeirri jöfnun sem talin væri nauðsynleg, og breytingar á þingmannafjölda eftir búsetuþróun gerðist sjálfkrafa. Ég hef ekki fastmótaða skoðun á heildarfjölda þingmanna.
Þórólfur Sveinsson, kosninganúmer 2567
thorolfu.blog.isÞórólfur Sveinsson (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 13:28
Ég get tekið undir það sem þú segir. Núverandi kjördæmi eru allt of víðfeðm. Ég þekki vel til þingmanna hér í N-vestur kjördæmi og þeir einfaldlega komast ekki yfir að sinna því.
Eitt kjördæmi, svo ég tali nú ekki um persónukjör er afleit hugmynd og almennt viðurkennt að slíkt er ekki gott fyrir lýðræðið. Þar sem slíkt kerfi er í notkun, t.d. Ísrael eru óteljandi flokkar og endalaus stjórnarkreppa.
Gunnar Þórðarson, 15.11.2010 kl. 08:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.