8.11.2010 | 09:10
Beint lýðræði
Aukin krafa hefur orðið í lýðræðisríkjum um beina aðkomu íbúa að ákvörðunum (beint lýðræði) og fara þannig fram hjá kjörnum fulltrúum sínum (fulltrúa lýðræði). Slíkt myndi veita stjórnmálamönnum aukið aðhald og kæmi í veg fyrir að teknar séu ákvarðanir sem gengu gegn hagsmunum og vilja þjóðarinnar. Ef ákveðið hlutfall kosningabærra manna, t.d. 25% gætu krafist þjóðaratkvæðagreiðslu, myndu stjórnvöld hugsa sig um áður en mál væru þvinguð í gegnum þingið, eins og gerðist með IceSave málið 2009. Þannig yrði málskotsréttur forsetans óþarfur þar sem þjóðin sjálf gæti gripið til sinna ráða, án milligöngu hans. Hér þarf hinsvegar að skilgreina þau mál sem alls ekki henta til þjóðaratkvæðagreiðslu, s.s. frumvörp um fjárlög og skattamál.
Einnig þarf að huga að samþykktarþröskuldum við þjóðaratkvæðagreiðslu, en í sumum löndum er niðurstaða aðeins ráðgefandi ef þátttaka er undir 50% kosningabærra manna. Rétt er að geta þess að Feneyjanefnd Evrópuráðsins hefur talið að samþykkisþröskuldar séu æskilegri en þátttökuþröskuldar vegna þess hætt er við að kjósendur séu hvattir til að
sitja heima til þess að ógilda kosninguna.
Í Danmörku er ákvæði í stjórnarskrá um að þriðjungur þingmanna geti vísað málum til þjóðaratkvæðagreiðslu. Fari málið fyrri þjóðina þarf þátttöku 30% atkvæðabærra manna en einfaldur meirihluti ræður þar úrslitum. Það er umhugsunarvert hvort slíkt ákvæði henti Íslendingum, sem stunda meiri átakapólitík en frændur þeirra Danir. Hætt er við að alþingismenn myndu misnota þetta vald og nægilegt að færa það til þjóðarinnar sjálfrar.
Tækni nútímans getur gert framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu miklu auðveldari og ódýrari. Spurning er hvort hægt er nota tölvutækni við atkvæðagreiðslu, en nánast allir landsmenn hafa aðgang að tölvu og netsambandi.
Það er trú mín að aukið grasrótarstarf í stjórnmálum sé árangursríkast í að bæta lýðræði og eftirlit með ríkisvaldinu. Til þess að það blómstri þarf að tryggja upplýsingar til kjósenda, sem síðan geta tekið málið í sínar hendur ef þurfa þykir. Ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslu í stjórnarskrá gæti einmitt verið vopnið sem almenningur þarf til að tryggja upplýsingaflæði og veita stjórnvöldum aðhald og tryggja hófsamt ríkisvald.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.