4.11.2010 | 09:14
Tilgangur stjórnarskrár
Breytingar á stjórnarskrá
Stjórnarskrárfélagið, sem er félag áhugafólks um stjórnarskrána, hélt fund 20. október s.l. til að gefa frambjóðendum til Stjórnlagaþings tækifæri til að kynna sig og sínar áherslur. Viðtal var á RÚV við formann félagsins að fundinum loknum þar sem hann lýsti yfir þörf á að umbylta stjórnarskránni, þar sem hún væri gömul og úr sér gengin og það sem væri öllu verra að hún væri útlensk. Tími væri komin til að semja ,,íslenska" stjórnarskrá fyrir íslenskar aðstæður til að leysa þann pólitíska vanda sem þjóðin stæði frammi fyrir.
Í þessu samhengi er rétt að benda á að í stjórnarskránni er að finna ákvæði um meðferð ríkisvalds, hlutverk helstu handhafa þess og samspil þeirra á milli. Enn fremur er þar lýst yfir hver réttindi borgararnir hafa í samskiptum við ríkisvaldið og hömlur lagðar við því að á þessi réttindi sé gengið. Lýðræðið er ekki íslenskt fyrirbæri og grundvöllur valdreifingar með þrískiptu ríkisvaldi er ekki íslensk uppfinning og mannréttindakaflinn er saminn upp úr Evrópurétti. Reyndar er stjórnarskrá okkar saminn upp úr þeirri dönsku, en Danir sömdu sína upp úr þeirri belgísku. Það skiptir engu hvaðan gott kemur og aðalatriðið er að tryggja hófstillt ríkisvald, lýðræði og mannréttindi sem grundvöll til framfara og góðra lífskjara þjóðarinnar.
Slíkur heimóttaskapur sem formaðurinn opinberaði í þessu viðtali er ekki góður leiðavísir til breytinga á stjórnarkrá. Gæði stjórnarskrárinnar hefur ekkert með aldur hennar að gera þó vissulega þurfi að aðlaga hana breyttum tímum geta meginhlutar hennar staðist tímans tönn. Bandarískar stjórnarskráin er sú elsta í vestrænu lýðræðisríki, síðan 1778, og stendur vel fyrir sínu enn þann dag í dag. Það mætti lagfæra orðalag í íslensku stjórnarskránni, einfalda það og skýra betur innihaldið með auðskildum texta. Sníða af þá vankanta að orðalag sé óskýrt og tvírætt þannig að dómstólar þurfi að skera úr hvað átt sé við.
Rétt er að vara við því að leysa dægurmál stjórnmála með breytingu á stjórnarskrá. Ekkert er að því að setja almenn ákvæði t.d. um nýtingu auðlinda og umgengni um náttúruna, til að tryggja hagsmuni þjóðarinnar til langs tíma. Við getum sett ákvæði um yfirráð þjóðarinnar á auðlindum og náttúrvernd í stjórnarskrá, en slíkt má ekki koma í veg fyrir skynsamlega og arðbæra nýtingu auðlinda.
Stjórnarskráin þarf að vera hafin yfir átök stjórnmálanna, en lög og reglur sem sett eru af Alþingi og framkvæmdavaldi endurspegla þá pólitísku vinda sem blása hverju sinni. Stjórnarskráin á hinsvegar að lýsa þeim leikreglum sem stjórnvöld verða að fylgja við setningu laga og reglugerða.
Stjórnarskráin er kjölfesta samfélagsins og hornsteinn skipulags ríkisins sem tryggir lýðræðislega stjórnarhætti og kemur í veg fyrir lagasetningu sem gengur gegn borgaralegum réttindum þegnana. Um hana á að vera breið samstaða þjóðarinnar þar sem einfaldur meirihluti þvingar ekki breytingar í gegn til að ná pólitískum markmiðum sínum. Stjórnarskráin fjallar um; stjórnarformið og grundvöll stjórnskipunarinnar, forseta og framkvæmdarvald, alþingiskosningar, Alþingi, dómstólana, þjóðkirkjuna og trúfrelsi og mannréttindi. Við getum endurraðað efnisþáttum og aðlagað stjórnarskrá að breyttum tímum með skýrara orðalagi, en við hróflum ekki við henni til að leysa dægurmál stjórnmálanna. Stígum varlega til jarðar í breytingum á stjórnarskrá.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 20
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 13
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lögfróðir menn um stjórnarskrár segja að þessi stjórnarskrá sé ekkert frábrugðin öðrum en við erum bara ekkert að fara eftir henni. Stjórnmálamenn brjóta hana eins og þeir munu gera við nýja. Við sjálf eru ekki heldur að fara eftir henni en 18 og 19 grein segja skírt að Forseti Íslands þurfi að skrrifa undir Stjórnarerindi sem Umsókn um Alild ap ESB er. Hún er stjórnarerindi af stærstu gráðu en Össur hljóp framhjá okkur/forseta sem skrifar fyrir okkar hönd og beint til sinna manna hjá ESB og í ofanálag þá eru engin skilyrði sett í plaggið sjá:http://www.mbl.is/media/79/1579.pdf og þótt við séum að fjalla um einhver mál þá er þetta umsókn sem þýðir að ef þeir segja já þá þarf enga þjóðaratkvæðagreiðslu. Við eum inni nú þegar því er nú miður.
Valdimar Samúelsson, 4.11.2010 kl. 10:48
Umsókn að ESB felur ekki í sér að undirgangast yfirþjóðlegt vald. Innganga gerir það hinsvegar og ég reikna með þjóðaratkvæðagreiðslu um það mál þegar og ef til þess kemur.
Það er ekki rétt að ekkert sé farið eftir stjórnarskrá. Það er nokkuð djúpt í árina takið. Hinsvegar er stjórnarskráin oft óljós og þarfnast túlkunar sem getur flækt málin. Rétt gæti verið að umorða hana þannig að hún sé skýr og þannig betur leiðbeinandi. Þar sem hún er óljós er oft notast við hefð en það hefur ekki dugað vel eins og sýndi sig með málskotsrétt forseta undanfarin ár.
Gunnar Þórðarson, 8.11.2010 kl. 09:15
Ég velti því oft fyrir mig hvernig stjórnarskráin er óljós.? Ég hefði frekar sagt að hugmyndafræði þeirra stjórnmálamanna sem nota hana og halda að þeir séu yfir hana hafnir. Er það ekki mergur málsins að hún hafi verið brotin í það mörg ár að stjórnarskrárbrot eru hefð. Það má ekki ske oftar og verður ekki.
Valdimar Samúelsson, 8.11.2010 kl. 09:57
Hún er óljós um margt eins og t.d. ráðherra og ráðuneyti. En ég trúi ekki að hefð sé fyrir stjórnarskrárbrotum. Getur þú nefnd dæmi um slíkt?
Gunnar Þórðarson, 9.11.2010 kl. 12:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.