Nýjar hugmyndir vinstri manna um sjávarútvegsmál

Bloggari hefur dvaldist í Asíu og Afríku á undanförnum árum.  Eitt af því sem menn óttast þar er hættulegt smit sem moskító flugan ber með sér.  Á Sri Lanka kallast sjúkdómurinn Deng en í Afríku Malaría.  Moskítóflugan lifir reyndar ekki nema í um tvo sólarhringa og þarf að fyrst að stinga sýktan einstakling áður en hún getur borið smitið í næsta mann.  Miðað við að hún ferðast venjulega ekki út fyrir 200 metra ratíus er auðséð að hættan er þar sem sýktir einstaklingar eru fyrir.

Til að lækna malaríu var og er notað kínin sem er eitur.  Það drepur ekki bara sýkinguna heldur hálfdrepur einstaklingin sem á að lækna.  Þetta er því svona örþrifaráð þar sem malaría dregur oftar en ekki einstaklingin til dauða.

Þetta rifjast upp þegar hugsað er til fundar vinstrimanna í Edinborgarhúsinu á Ísafirði sem haldin var s.l. miðvikudagskvöld um sjávarútvegsmál.  Þar voru frummælendur mikill hagfræðingur og reynd fiskvinnslukona sem fer fyrir Fiskvinnslu án útgerðar.  Þar kynntu þau þær hugmyndir að rétt væri að láta sjávarútveginn hrynja til grunna og byggja síðan nýjan á rústunum.  Það á sem sagt að gefa útgerðinni eitur, sem ólíkt kínin, á að örugglega að drepa greinina.  Allt er þetta gert í þágu ,,réttlætis" og til að losna við þá sem nú stunda útgerð og koma öðrum inn í staðinn.

Það versta við þessa hugmyndafræði er að ólíkt moskítóflugunni nær hún meiri útbreiðslu og hefur lengri líftíma.  Gagnsemin er hinsvegar af svipuðum toga og ekkert gott sem af henni leiðir.  Hugmyndirnar eru reyndar svo geggjaðar að það gæti verið móðgun við moskító að líkja þessu saman.

Nú þegar sýnt er að fyrningin aflaheimilda er ófær og það sem sagt hefur verið gegn henni verið staðfest af Háskólamönnum á Akureyri og Reykjavík, að þá er gripið til nýrra hugmynda.  Nú skal stefnt að því að rústa sjávarútvegnum.  Grímulaust.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Pétursson

Er þða ekkin úverandi kvótakerfið  - sem er  nánast búið að rústa sjávarútvegi og sjávarbyggðum - með braski og ofskuldsetningu - með braskinu?

Reyndu að sjá þetta frá þeirri hlið.

Hvernig svo á að leysa  það klúður sem þessi stefna hefur  komið jávarútvegi í - er annað mál.

Ég legg til aukningu aflaheimilda - og þá má gera nýjar rekstraráætlanir - sem byggja á raunverulegum afla og arðsemi veiða og vinnslu.

Ekkert getur bjargað sjávarútvegi, fiskistofnunum og fjárhagslegu sj´lfstæði þjóðarinnar

eins hratt og örugglega..

og auknar veiðiheimildir.

Þegar búið er að auka veiðiheimildir - leysist svo margt annað af sjálfu sér.

Kristinn Pétursson, 14.5.2010 kl. 16:53

2 Smámynd: Árni Gunnarsson

Fordómalausir frelsisunnendur ættu að draga andann djúpt áður en þeir beita hvatvísi á borð við þá sem hér birtist.

Þó ekki væri nema í því að setja þetta baráttumál í samhengi við vinstri menn.

En þegar menn hafa dvalið í Rússlandi, Mexiko, Sri Lanka og Uganda er kannski ekki á góðu von.

Háskólar sem þiggja laun handa kennurum sínum af LÍÚ vita nokkuð af vel eftir hverju launagreiðandinn er að sækjst.

En haltu áfram á sömu braut Gunnar minn. Það eru svona gáfumenn sem þurfa að skrifa til að þjóðin átti sig á um hvað málið snýst.

Árni Gunnarsson, 14.5.2010 kl. 20:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 8
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 8
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband