27.1.2010 | 20:23
Skuldir útgerðarinnar
Ólína Þorvarðardóttir ritar grein í B.B. 20. janúar undir fyrirsögninni ,,Gjöfin dýra - skuldabagginn" Höfundur hefur nokkuð til sín máls að þeim sem treyst er fyrir nýtingu auðlindarinnar, fari vel með það traust. Réttilega er bent á að ábyrgðarleysi með gengdarlausum erlendum lántökum hafa áhrif á fiskveiðiarð og koma þjóðinni því við. Þjóðin á kröfurétt á þá sem hún treystir fyrir nýtingu mikilvægustu auðlind sinnar, sjávarútvegnum, að þeir gæti hagsmuna hennar í hvívetna.
Gott dæmi um ábyrgðaleysi útgerðarmanna er stöðutaka með krónunni síðsumar 2008 fyrir tugi miljarða króna. Þetta var útskýrt sem áhættustýring fyrir útgerð og fiskvinnslu, en flestir sem til þekkja sjá að þau rök standast illa og nær að kalla gjörninginn hreinlega brask. Þessi mál eru ekki uppgerð ennþá en gæti haft veruleg áhrif á skuldastöðu útgerðarinnar í heild sinni. Rétt er að taka fram að lífeyrissjóðirnir voru enn kræfari í þessu braski og viðbúið að skellur þeirra verði á annað hundrað milljarða króna í uppgjöri við bankana.
Það er nú þannig að rónarnir koma óorði á brennivínið og auðvitað er ekki hægt að setja alla útgerðarmenn undir sama hatt. Ekki hafa nöfn útgerða hér í Ísafjarðarbæ verið nefnd í þessu samhengi og vonandi er staða þeirra því sterkari en hinna sem eiga hlut að máli.
Ekki er þó ástæða til að breyta hagkvæmu fiskveiðistjórnunarkerfi á þeim forsendum að einstakir útgerðarmenn fari fram úr sér og sökkvi sér í skuldafen. Þau fyrirtæki fara einfaldlega í þrot, líkt og önnur fyrirtæki í þeirri stöðu, hvort sem um bílaumboð eða bóksala er að ræða. Nýir menn taka þá við og erlendir lánadrottnar tapa kröfum sínum. Við yfirtöku nýju bankana af þeim gömlu hefur þetta allt verið skoðað og ráð fyrir því gert.
Margir andstæðinga kvótakerfisins tala um að menn veðsetji kvótann, sem sé siðlaust þar sem þjóðin eigi auðlindina. Þetta er í besta falli einföldun, en verra ef það er notað til að blekkja fólk. Málið er að menn veðsetja fjárstreymi í útgerð eins og öðrum rekstri. Reiknað er út hversu miklum skuldum fyrirtæki geti staðið undir miðað við fjárstreymið. Það liggur hinsvegar fyrir að útgerð sem rekin er með eigin kvóta hefur jákvæðara fjárstreymi en önnur sem þarf að leigja hann til sín.
Íslendingar verða að reka sinn sjávarútveg á hagkvæman hátt með arðsemi í huga. Við höfum einfaldlega ekki efni á öðru. Stjórnvöld eiga ekki að skipta sér af rekstri einstakra fyrirtækja, heldur setja almennar leikreglur. Það er ekki í verkahring stjórnmálamanna að reikna út hvort eitt útgerðarform sé hagkvæmara en annað né hver hagkvæmasta skuldastaðan er, heldur hvers fyrirtækis fyrir sig.
Miðað við árangur íslenskra stjórnmálamanna undanfarið virðast þeir hafa fangið fullt án þess að gerast ráðgjafar í rekstri fyrirtækja.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 28
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 9
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.