Hin kalda krumla einangrunnar Íslands

Nokkurra vikna ritstífla bloggara losnar við það reiðarslag sem ákvörðun Bessastaðabóndans hefur valdið honum. Óttinn við einangrun Íslands frá nágrannaþjóðum og orðspori í ruslflokk er nístandi kaldur. Heimóttaskapur umræðunnar vekur frekari ugg í brjósti og lítilli trú á að þjóðin vinni sig út úr þessum alvarlega vanda. Nú berja menn sér á brjóst og beita fyrir sig þjóðernishyggju!

 

Ef horft er á stöðuna í dag er málið nokkuð einfalt. Setja aftur fyrir sig það sem er búið og gert, í bili a.m.k., meðan við náum skipinu á réttan kjöl. Það er lítill tími til að velta fyrir sér hver gerði hvað og hvenær þegar brotsjór hefur riðið yfir og skipið og því er að hvolfa. Átök milli manna hafa þá enga tilgang, enda berjast menn við náttúruöflin.  Þá er nauðynlegt að leggja niður kytrur og þvarg og leggjast saman á plóginn.

 

Íslendingar eru að berjast við nokkurs konar náttúruöfl, alþjóðasamfélagið, sem lætur sér í léttu rúmi liggja hvað Íslendingum þyki sanngjarnt og réttlátt. Rétt skal vera rétt og reglurnar nokkuð skýra. Með neyðarlögunum var ákveðið að tryggja innistæður íslenskra banka á Íslandi en ekki í Bretlandi og Hollandi. Slíkt brýtur gegn reglum ESB og þar með gegn samningi um EES. Ekki má mismuna íbúum svæðisins efir þjóðerni!

 

Þetta hefur nefnilega ekkert með reglur um innistæðutryggingar að gera. Málið er að ef Íslendingar hefðu ekki ákveðið að tryggja innstæður hérlendis, hefðu menn ekki þurft að greiða innistæður í Bretlandi og Hollandi. Þá hefðu allir bankarnir farið á hliðina á einum eftirmiðdegi og máttlítill tryggingasjóður greitt þeim sem ekki höfðu náð að taka peningana sína út.  Þetta hefur því með regluverk EES að gera og því myndu dómstólar EFTA eða ESB úrskurðarvald í málinu.  Afstaða þar lggur fyrir!

 

Ef þjóðir EES létu Íslendinga komast upp með að brjóta á meginstoðum samningsins um að ekki megi mismuna íbúum eftir þjóðerni, gætu aðrar aðildarþjóðir fylgt í kjölfarið og gert slíkt hið sama. Allt í nafni ,,réttlætis" og ,,sanngirni" séð með augum íbúa þess ríkis sem gripi til slíks óyndisúrræðis.

 

Nú liggur fyrir að Fitch hefur lækkað lánhæfismat landsins niður í ruslflokk með neikvæðum horfum og það sem hér og nú hefur borist frá nágranalöndum varðandi synjun forsetans á lögum um ríkisábyrgð á IceSave er ekki uppörvandi. Engin stendur með Íslendingum!

 

Er þetta ekki bara ótrúlegur heimóttaskapur Íslendinga? Það er talað á þann hátt að meiri sáttartón þurfi á Alþingi? Málið verður ekki leyst á Alþingi eins og lögin síðan í haust sína. Það dugar ekki að annar aðili samnings ákveði einhverjar breytingar á honum, löngu eftir undirskrift. Íslendingar skrifuðu undir samning um IceSave í júní ásamt Bretum og Hollendingum. Viðsemjendur Íslendinga samþykktu svo einfaldlega ekki þá fyrirvara sem settir höfðu verið einhliða af Alþingi. Bretar og Hollendingar, sem samkvæmt samkomulaginu lána þjóðinni fyrir greiðslum á innistæðu í þessum löndum, hafa það í hendi sér á hvaða kjörum þeir lána. Þeir þurfa einfaldlega ekki að samþykkja fyrirvara sem settir eru eftir undirskrift samkomulagsins.

 

Bloggari vonar að flokksmenn hans hafi einhver spil upp í erminni eftir ,,sigur" sinn í þessu máli. Hann óttast hinsvegar að svo sé ekki og hér sé einfaldlega um venjulegan íslenskan skotgrafahernað í pólitík að ræða. Þetta mál er bara allt of stórt fyrir slíkan hernað.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Þetta skrifa ég uppá - hvert orð.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2010 kl. 18:29

2 Smámynd: Hörður Halldórsson

Sammála ,ekki lagast staðan núna.Við vorum að byrja moka okkur út úr haugnum.

Hörður Halldórsson, 5.1.2010 kl. 23:29

3 Smámynd: Jón Páll Jakobsson

Þetta átti aldrei að ganga svona langt hjá stjórnarandstöðunni það var ekki hugmyndin, og ég held að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð séu að vakna núna, þeir voru bara í hefðbundni stjórnandstöðu á Íslandi sem fellst í því að vera á móti og aftur á móti (Vinstri grænir kannast vel við það). Innst inni vissu þeir betur og ég ætla að vona þeir sjái að sér.

Jón Páll Jakobsson, 6.1.2010 kl. 08:22

4 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er nýtt tímabil og nú verður stjórnin færð meira til fólksins í landinu og það má segja ef hún hefði verið þá væru ekki þessi má þjóðarinnar í þessu lamasleysi.

Valdimar Samúelsson, 6.1.2010 kl. 13:48

5 identicon

Ef þetta er sigur fyrir stjórnarandstöðuna þá er það pyrrhosarsigur.

Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 6.1.2010 kl. 17:13

6 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Magnús Við búum fleiri í þessu landi en stjórnar liðar og eða stjórnar andstaða. Við hin erum fólkið ag það er fullt af fólki hér og meira að segja sem vilja ekki ESB.

Valdimar Samúelsson, 6.1.2010 kl. 18:01

7 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Sæll Gunnar og takk fyrir pistilinn.  Ég skil áhyggjur þínar en deili þeim ekki með þér fullkomlega.  Sagði ekki amma ágæts vinar okkar oftlega, að ekki skuli búa óbornum kálfum bása?  Vildi ræða nánar við þig eftirfarandi:

Með neyðarlögunum var ákveðið að tryggja innistæður íslenskra banka á Íslandi en ekki í Bretlandi og Hollandi. Slíkt brýtur gegn reglum ESB og þar með gegn samningi um EES. Ekki má mismuna íbúum svæðisins efir þjóðerni!  Þetta hefur nefnilega ekkert með reglur um innistæðutryggingar að gera. Málið er að ef Íslendingar hefðu ekki ákveðið að tryggja innstæður hérlendis, hefðu menn ekki þurft að greiða innistæður í Bretlandi og Hollandi. Þá hefðu allir bankarnir farið á hliðina á einum eftirmiðdegi og máttlítill tryggingasjóður greitt þeim sem ekki höfðu náð að taka peningana sína út.  Þetta hefur því með regluverk EES að gera og því myndu dómstólar EFTA eða ESB úrskurðarvald í málinu.  Afstaða þar lggur fyrir! 

Það er mikið rétt að fengist hefur a.m.k. bráðabirðganiðurstaða eftirlitsstofnunar ESA og hún kveður lauslega umorðað á um að ráðstafanir íslenskra stjórnvalda með Neyðarlögunum haustið 2008 hafi verið réttlætanlegar í ljósi aðstæðna og til þess að forða algjöru hruni.  Þeir sem kvörtuðu til þessarar eftirlitstofnunar ESA hafa frest til 10. janúar til að bera upp kvartanir á þessa niðurstöðu hennar.  Ef stofnunin afgreiðir loka niðurstöðu sem er efnislega óbreytt, má skilja það sem svo að hún sé endanleg og ekki hægt að vísa henni til EFTA dómstólsins.

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/08/fallist_a_sjonarmid_islands/

http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/2009/12/08/nidurstada_efta_islandi_i_vil/

Mér þóttu þetta talsverð tíðindi þegar ég las það fyrst en hef lítið heyrt af þessu síðan, sem kannski er skiljanlegt með tilliti til hraðrar atburðarásar á Íslandi þessi misserin.  Veit einhver meira um þetta mál.  Ef þetta reynist vera rétt, verður mjög fróðlegt að sjá hvað gerist á föstudaginn.

Með bestu kveðjum,

Helgi Kr. Sigmundsson, 6.1.2010 kl. 23:20

8 Smámynd: Helgi Kr. Sigmundsson

Til að fyrirbyggja misskilning, þá er frestur til þess að senda in kvörtun til eftirlitsstofnunar ESA föstudagurinn 15. janúar.

Helgi Kr. Sigmundsson, 8.1.2010 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 13
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 9
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband