20.5.2025 | 11:52
Veiðigjöld á sjávarútveg
Vafasöm vegferð
Vegferð ríkisstjórnarinnar í svokölluðu veiðigjaldamáli er með ólíkindum. Sjávarútvegur er mikilvægasta atvinnugrein þjóðarinnar, og eru stjórnarliðar tilbúnir að rústa henni, að því að virðist til að ná sér niður á óvininum. Engar greiningar hafa verið gerðar um hvaða áhrif það hafi á hagkerfið og lífskjör, á sama tíma og allt verður gert til að slíta á milli veiða og vinnslu, sem hefur verið ein meginástæða fyrir velgengni íslensks sjávarútvegs. Sjávarútvegur hefur verið rekinn á mjög heilbrigðum grunni undanfarin ár. Hagnaður hefur verið álíka mikill og gengur og gerist hjá öðrum atvinnugreinum, reyndar verið frekar lítill s.l. ár. En hvers vegna er þá ástæða til að taka sjávarútveg út fyrir sviga og leiðrétta hann niður í ruslflokk?
Greining á áhrifum veiðigjalda
Fyrir rúmum áratug tók ég þátt greiningu á því hvenær veiðigjöld myndu koma í veg fyrir alla fjárfestingu í sjávarútvegi. Á þeim tíma voru djarfar hugmyndir vinstristjórnar um að hækka veiðigjöld í allt að 70% af hagnaði. Þá hefði útgerðin haft lítið sem ekkert til að endurnýja tæki og búnað, ríkið tekið til sín 70% og lánadrottnar um þriðjung. Reyndar þótti þá ósennilegt að nokkur myndi fjármagna kaup á nýjum togara árið 2020, þar sem ólíklegt er að lánveitandi fengi lánin greidd til baka. Ríkið hefði tekið til sín nærri 70% af vergum hagnaði og spurning hvort það væri raunhæft. Niðurstaða greiningarinnar var sú að 20% veiðigjöld tryggðu best hagsmuni þjóðarinnar, útgerðarinnar og sjómanna.
Arður
Fyrir rekstur almennt er hagnaður nauðsynlegur, ekki síst hjá fyrirtækjum eins og í sjávarútvegi, þar sem samkeppnisforskot felst í miklum fjárfestingum og sjálfvirknivæðingu. Til að fjármagna fjárfestingu eru aðeins tvær leiðir færar, nota hagnað eða fá aukið hlutafé. Þegar fyrirtæki stendur frammi fyrir því að nánast allur hagnaðurinn á að renna sem skattur til ríkisins, verða þeir fjármunir ekki fyrir hendi. Enginn leggur hlutafé í fyrirtæki þar sem ríkið tekur mest allan hagnaðinn til sín. Hér er ekki um skoðun að ræða heldur blákaldan veruleika. Fyrirtæki hafa þrjár leiðir til að fjármagna sig, með hlutafé, lánum eða skuldum við birgja. Hlutaféð er venjulega dýrasta fjármagnið, enda mesta áhættan þar og alls óvíst hvort fjárfestir fái fjármuni sína til baka eða ávexti þá. Banki sem lánar fyrirtæki, tekur veð fyrir láninu, sem að öllu jöfnu á að tryggja endurgreiðslu, þó reksturinn gangi ekki upp. Ef ríkið ætlar að taka meginhluta hagnaðar til sín, mun enginn lána fyrirtækinu til fjárfestingar. Hér er heldur ekki um skoðun að ræða, heldur staðreynd. Þetta er ekki nein geimvísindi en þó hef ég á tilfinningunni að fæstir skilji þennan einfalda sannleika. Alla vega ekki þingmenn NV, sem sumir hverjir berjast fyrir þessari breytingu. Það þarf að útskýra fyrir þessu fólki það sem stendur hér að ofan, og eins hvað jaðarverð er. Ef flugfélag seldi sem dæmi allar sínar ferðir á jaðarverði, þar sem reynt er að ná einhverju upp í fastan kostnað, færi það beint á hausinn.
Leitið ykkur hjálpar!
Ef það er svo, að stjórnarþingmenn skilja þessa hluti ekki og trúa því að þessi hefndar leiðangur verði til góðs, þá er engin skömm að því að leita sér aðstoðar sérfræðinga. Ef þeir trúa því að með eignaupptöku ríkisins á sjávarútvegi, sem þessi aðgerð er, ættu menn að líta í kringum sig og láta sporin hræða. Gott dæmi er Venesúela, eitt ríkasta olíuríki veraldar, eftir eignarnám ríkisins á auðlindinni, getur þjóðin ekki brauðfætt sig. Tjónið sem þessi hefndarleiðangur mun kosta er gríðarlegt fyrir verðmætasköpun í landinu og afkomu almennings. Fyrir lífeyrissjóði sem hafa fjárfest í sjávarútvegsfyrirtækjum, en hlutabréf í þeim mun verða verðlaus. Eða trúa vinstri menn því að hlutabréfaverð haldist í fyrirtækjum sem geta ekki skilað arði?
Heimska eða hefnd
Í fjörutíu ár hafa vinstri menn talað niður íslenskan sjávarútveg. Lengi vel var það gegn kvótakerfinu, en þegar þeir áttuðu sig á því að, þrátt fyrir látlausan áróður, var þjóðin ekki að kaupa það. Þá var breytt um kúrs og þjóðinni sagt að sægreifarnir hafi stolið frá þeim til fjölda ára með allt of lágum veiðigjöldum. Þessi áróður, og óhróður, hefur því miður náð til fjölda fólks og skapað úlfúð og illindi gangvart undirstöðuatvinnugrein
Bloggfærslur 20. maí 2025
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
-
astromix
-
ekg
-
stefanbjarnason
-
golli
-
vikari
-
gunnarpetur
-
vestfirdir
-
gudni-is
-
ea
-
ladyelin
-
gp
-
altice
-
hjolaferd
-
kaffi
-
komediuleikhusid
-
rabelai
-
ziggi
-
huldumenn
-
helgi-sigmunds
-
sigrunzanz
-
hordurhalldorsson
-
baldher
-
hjaltisig
-
lotta
-
kjarri
-
bjarnimax
-
jovinsson
-
smjattpatti
-
eirmor
-
vefritid
-
saemi7
-
siggisig
-
maggij
-
lehamzdr
-
contact
-
gauisig
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.5.): 109
- Sl. sólarhring: 109
- Sl. viku: 114
- Frá upphafi: 286849
Annað
- Innlit í dag: 102
- Innlit sl. viku: 107
- Gestir í dag: 100
- IP-tölur í dag: 100
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar