Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

Kvótinn og Samfylkingin

Miðað við tillögur Samfylkingar geta þessir 160 starfsmenn Samherja á Dalvík farið að leita eftir annarri vinnu.  Eins og kemur fram hjá Þorsteini Má er það afhendingaröryggið sem markaðurinn snýst um, ásamt að sjálfsögðu gæði vörunnar.  Til að tryggja afhendingu þurfa útgerðarmenn og vinnslur að sjá langt fram í tímann og geta stýrt veiðum og vinnslu í samræmi við óskir kaupenda.  Kvótakerfið skilar nákvæmlega þessu.  Ef menn eiga að bjóða í fisk fyrir hvern dag og hafa ekkert fast í hendi, eignarréttur á nýtingarrétti, hverfur þetta allt saman.

Annað mál sem Samfylkingin er með í tillögum sínum er að allur fiskur fari á markað.  Það kemur í veg fyrir að menn geti skipulagt veiðar og vinnslu saman fyrir sérstakar afurðir.  Rannsóknir liggja að baki því að slík samræming gefi meira í aðra hönd en markaður, þegar um sérstakar afurðir er að ræða.  Ferskur fiskur er einmitt slík afurð þar sem stilla þarf saman meðhöndlun alla leið frá veiðum til afhendingar á flugvelli, t.d. í London.  Þetta vill Samfylkingin koma í veg fyrir sem mun hafa veruleg áhrif á Dalvíkinga, og reyndar Hnífsdælinga sem gera út á ferskan fisk sem veiddur er af Páli Pálssyni.  Ekki veit ég hvaða hvati liggur að baki, hvort þessar hugmyndir lýsi fullkominni fáfræði um fiskveiðimál, eða hatur á útgerðarmönnum, kvótagreifum, ræður þar för.


mbl.is Unnið úr 25% meira hráefni en sömu mánuði í fyrra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sjálfstæðisflokkurinn

Það ríkir mikil Þórðargleði í herbúðum andstæðinga Sjálfstæðisflokksins þessa dagana.  Hver áfallið af öðru hefur hefur rýrt traust flokksins sem á nú í vök að verjast í aðdraganda kosninga.  Viðbrögðin og ánægjan er að mörgu leiti skiljanleg, en andstæðingar flokksins hafa í gegnum árin litið öfundaraugum á styrk Sjálfstæðisflokksins og árangur í innra starfi sem og í við stjórn landsins.  Vinstri flokkarnir hafa aldrei klárað kjörtímabil og vinstri stjórnir hafa sprungið í getuleysi og átökum í gegnum tíðina.

Það má að sumu leiti líkja velgengni Sjálfstæðisflokksins við Spartakus sem leiddi þrælauppreisn gegn Rómverjum um 70 árum fyrir Kristburð.  Velgengni og sigrar blinduðu Spartakus og menn hans svo að þegar þeir höfðu gersigrað heri Rómverja í norðurhéruðum Ítalíu rann sigur víma og víga móður á þá að þeir stefndu suður til Rómar til að sigra keisarann. 

560px-ees_svg.pngLíkt og árangur Sjálfstæðismanna gegn höftum og heljar greipum ríkisvaldsins þegar kom fram á níunda áratug síðustu aldar og allt var í kalda koli á Íslandi.  Í samvinnu við krata, sérstaklega frjálslynda menn eins og Jón Baldvin og Jón Sigurðsson, var gegnið í EES 1994 og eftir það lá leiðinn stöðugt upp á við.  Mikill vöxtur landsframleiðslu og kaupmáttar fylgdi í kjölfarið þar til, eins og hjá Spartakus, að velgengnin blindaði menn og leiddi þá í glötun.  Spartakus og menn hans voru brytjaðir niður á Ítalska hælnum en Sjálfstæðismenn við bankahrunið.  Báðir aðilar, alla vega stjórnendur, höfðu upplýsingar um stöðuna, en blindir af velgengni og í afneitun við að horfast í augu við veruleikan, leiddi þá ó ógöngur.

En Sjálfstæðisflokkurinn mun rísa á ný, þó það verði ekki fyrir væntanlegar kosningar.  Hann mun áfram byggja á sínum grunn gildum; frelsi einstaklingsins, einkaframtaki og stétt með stétt sem tengt hefur flokkinn við allar stéttir þjóðfélagsins.  Uppbygging í Íslensku samfélagi verður ekki árangursrík án þessara gilda.  Gildi sem auka framleiðni og tryggja efnahagslega uppbyggingu.  Flokkurinn þarf hinsvegar að tryggja flæði upplýsinga frá forystumönnum og út í grasrótina ef hann vill halda trúnaði þarna á milli.  Eitt stærsta vandamál Sjálfstæðisflokksins í dag er skortur á stefnumótun og framtíðarsýn.  Forystumenn hafa verið í því hlutverki að segja grasrótinni hvað henni sé fyrir bestu, en forðast umræður og skoðanaskipti um mikilvæg málefni.

Gott dæmi um slíkt er umræðan um EES þar sem forystan hefur beitt fyrir sig þjóðernisumræðu í stað þess að nota röksemdir og uppbyggilegum umræðum.  Forystumenn hafa ekki treyst Sjálfstæðismönnum til að taka skynsamlegar ákvarðanir þessu máli og því farið þá leið að úthrópa ESB og tala gjarnan um ,,Brussel valdið" .  Þeir tala um mannvonsku Breta í IceSave máli og hvað þjóðir ESB hafi verið vondar við okkur í IceSave málinu, sem er ekkert annað en lýðskrum af verstu gerð og til þess eins að slá ryki í augu flokksmanna.  Flokkur sem sá sóknarfæri í tengingu við Evrópuríki með EES samningnum og þeim grundvallarbreytingum sem samningurinn fylgdi, með opnun hagkerfisins og auknu frjálsræði í viðskiptaháttum.  Það má alls ekki stöðva slíka hvata vegna þess að illa hafi farið, heldur skoða regluverk og finna leiðir til að koma í veg fyrir að menn fari algerlega fram úr sér í velgengni.

Sjálfstæðismenn eiga að bera sína pólitísku ábyrgð á bankahruninu með afgerandi hætti.  Ekki er hægt að reikna með að flokkslitrur eins og Framsókn eða Samfylking geri slíkt og Vinstri Grænir eru stikkfrí í málinu.  Ég tala nú ekki um Frjálslindaflokkinn sem aldrei hefur getað stjórnað sjálfum sér, hvað þá að þeim væri treystandi fyrir stjórnun landsmála.  Sama má segja um nýja flokka sem bjóða sig nú fram, að innra starf er ekkert og mun aldrei verða.  Slíkir flokkar sækja til sín óánægjufylgi og hafa aldrei breytt neinu í Íslensku samfélagi, alla vega ekki til góðs.


Heimþrá í ferjunni

ferjustae_i_entebbe.jpgSkrifað í morgun í ferjunni frá Kalangala til Entebbe.

Við skruppum félagarnir ég og Alfred út í Kalangala eyju i Viktoríuvatni fyrir smá fundarhöld.  Lögðum af stað um hádegið í gær og vorum komnir til baka rúmum sólarhring seinna.

Á heimleið í morgun var eins og venjulega rjóma blíða og sólin sindraði á gárum golunnar.  Allt í einu kom skipverji og byrjaði að skálka allar hurðir og glugga eins og von væri á hörku brælu.  Gamli sjómaðurinn kom upp í mér og ég velti fyrir mér hvað gengi á.  Svarið við því kom skömmu seinna þegar við sigldum inn í flugnaklakka sem var svo þéttur að dimmdi yfir um stund.  Nokkrir fleiri slíkir urðu á vegi okkar og yfir þeim sveimuðu fuglar sem greinilega gæddu sér á öllu próteininu sem í boði var.

baturinn_gunnar.jpgÉg kveikti á I-pottinum á meðan ég horfði á Viktoríuvatnið líða hjá og eyjaklasana á leið í land.  Fyrir valinu urðu ættjarðalög og af angurværð hlustaði ég á  ,,Nú er hugurinn heima hjartað örara slær. Stríðar minningar streyma stöðugt færist ég nær. Skip mitt skríður að landi og nú er hugurinn heima glaður heimleiðis sný" Ég fylltist heimþrá og meðan ég horfði á vatnsborðið glitra í sólinni og varð  hugsað heim á Skíðaviku.

Mér var hugsað til Nonnsa sem er í páskafríi frá háskólanum í Sterling með unnustu sína til að kynna hana fyrir fjölskyldu og vinum.  Sjálfur hafði hann heimsótt hennar fólk í Póllandi s.l. haust.  Hann hafði verið skelfingu lostinn að hitta faðir hennar og óttaðist mest af öllu að standa ekki undir væntingum hans við nastrarovja og skál í Vodka.  Að karlinn myndi drekka sig undir borðið og víkingurinn sjálfur væri ekki hálfdrættingur að glingra við stútinn.  En kvíðinn var ástæðulaus og með hverri skálinn jókst virðing og vinátta þeirra, þó ekki gætu talað saman stakt orð.

_ferjunni.jpgEins og staðan er núna er alþjóðavæðing fjölskyldunnar við Silfurtorg um 50%.  Íslensk tengdadóttir, tengdasonur sem er hálfur Sri Lankan og hálfur Íslendingur og síðan pólsk kærasta Nonnsa. 

En eina þátttaka mín í Skíðaviku að þessu sinni er að slá í púkk með vinum mínum í Gufuklúbbnum til að auglýsa hátíðina og draga að sem flesta ferðamenn.  Reyndar fylgist ég með veðurspánni og sýnist að vel líti út með veður á laugardag og sunnudag.  Vonandi verður veðrið sem best og hugur minn verður hjá Skíðagenginu.  Ekki trúi ég öðru en Tryggvi dragi upp fleyg undir Miðfellinu og skenki skíðafélögunum með tappa af vískí og skáli fyrir mér áður en þeyst er niður brekkuna.  Ekki veit ég hvernig ástandið er í Sandfellsbrekkunum en púðursnjór í brattanum þar hefur komist næst því að jafnast á við brekkurnar á Seljalandsdal.

Ef að líkum lætur munu félagar í Hallgrími Bláskóg hittast og bralla eitthvað saman yfir Skíðaviku.  ski_fer_ir_005_826365.jpgÞað er að segja þeir sem staddir verða á Ísafirði.  Ég frétti af Jasshátíð með Villa Valla og félögum í fjósi í Arnardal.  Það hljómar vel og maður finnur fyrir því að vera fjarri góðu gamni.

Maður viknar undir ljúfum íslenskum tónum horfandi út um kýraugað og hugsar til fjölskyldu og vina heima umvafin vináttu og gleðakap.solarlag_826354.jpg


Kvótakerfið

 

Hér verður gerð tilraun til að koma af stað upplýsandi umræðum um kvótakerfið.  Í fyrsta lagi að einangra það frá örðum þáttum fiskveiðistjórnunar sem er mjög mikilvægt til að missa umræðuna ekki út um víðan völl og blanda öllu saman í óskiljanlegan graut.

Rótin að kvótakerfinu er gengdarlaust tap útgerðarinnar í lok sjöunda áratugarins og í upphafi þess áttunda.  Ljóst var að flotinn var allt of stór miðað við afrakstur fiskistofna og mikilvægasta verkefni íslensk fiskiðnaðar var að draga úr sóknargetu flotans til að skapa arð af veiðunum.  Það er rétt að undirstrika að markmiðið var einmitt að bæta framleiðni fiskveiða  en hvorki byggðarstefna né uppbygging fiskistofna.

Í þessu sambandi verða menn að átta sig á þeirri staðreynd að með minnkun á sóknargetu er ekki eingöngu talað um skip og búnað, heldur var mikilvægt að fækka sjómönnum líka.  Nota minni flota og færri sjómenn til að draga sömu verðmæti og áður að landi og þannig draga úr kostnaði við sókn með sömu heildartekjum.  Í upphafi voru útgerðarmenn á móti kvótasetningu en snérust seinna á sveif með stjórnvöldum.  Austfirðingar voru almennt hlynntir kvótanum en Vestfirðingar á móti.  Til að auka skilvirkni og framleiðni kerfisins var farið út í að leyfa framsal eða leigu á kvóta milli fiskiskipa og taka þannig upp framseljanlegt kvótakerfi.  Auðvelt er að kynna sér umræður á Alþingi um setningu kvótakerfisins til að staðfesta þessar fullyrðingar. 

Fræðimenn eru flestir á því máli að framseljanlegir kvótar auki framleiðni og skapi fiskveiðiarð og hægt að benda á margar rannsóknir því til stuðnings.  Mönnum hefur verið það lengi ljóst að opinn aðgangur að fiskimiðum leiðir til ofveiði og sóunar þar sem allt of stór floti er notaður og allar tekjur fara í kostnað.  Þetta hefur oft verið kallað ,,raunir almenninga" og bændur sem deila beitilandi notaðir sem myndlíking fyrir því sem gerist.  Þó vitað sé að ofbeit sé í dalnum þar sem fjórir bændur beita nautgripum sínum, telur hver um sig hagkvæmt að bæta nokkrum kálfum við, þó svo að það bitni á öllum þegar upp er staðið og allir tapa.  Það má segja að þegar um endurnýjanlegar auðlindir er að ræða, eins og fiskistofna og beitiland, gengur algert frjálsræði ekki upp enda leiðir það til ofnýtingar.

Tekið er skýrt fram í stjórnarskrá að fiskveiðiauðlind Íslendinga sé sameign þjóðarinnar.  Hinsvegar hefur sú leið verið farin að mynda eignarrétt á nýtingarréttinum, sem er mjög mikilvægt fyrir framleiðni kerfisins.  Hver útgerðaraðili getur þannig selt kvóta eða leigt, ef hann telur það hagkvæmt til að stýra veiðum, meðal annars með tilliti til markaða.  Nýtingarrétturinn er einmitt mikilvægur til að menn geti skipulagt sölu á afla langt fram í tímann og tryggt kaupendum örugga afhendingu árið um kring.  Norsk rannsókn sem gerð var á Humber svæðinu 2005 sýndi einmitt að Íslendingar höfðu nánast yfirtekið þennan mikilvæga markað með fisk og haft Norðmenn algerlega undir í samkeppninni.  Greinilega kom fram að fiskkaupendur töldu kvótakerfi Íslendinga vera mikilvægan áhrifaþátt í þessum viðskiptum en Norðmenn veiddu með dagakerfi.  Þar sem íslenski útgerðarmaðurinn gat samhæft veiðar og sölu á fiski, langt fram í tímann, gat hann náð hámarks verðmætum á markaði.  Kaupendur voru almennt á því máli að gæði Íslenska fisksins væri betri en þess norska.  Eignaréttur á nýtingu skiptir þar sköpum en Norðmennirnir veiddu eins og þeir máttu meðan opið var fyrir veiðar og ofmettuðu markaði og síðan var engin afhending um langan tíma.

Nú eru uppi hugmyndir um að afnema kvótakerfið á Íslandi.  Ríkið fari svokallaða fyrningarleið og taki 5% af kvótanum árlega í tuttugu ár.  Þeir sem fyrir þessu tala telja þarna gefin ríflegan aðlögunartíma og allir geti því vel við unað.  En hér er rétt að staldra við.  Hvað á að taka við?  Ríkið gæti leigt kvótann og hirt þannig fiskveiðiarðinn beint og deilt honum út til þjóðarinnar.  Sumir hafa bent á að hægt væri að leggja niður beina skatta, þar sem tekjur ríkisins af kvótaleigu væri svo góð að hún dygði til að koma þar í staðinn.  Þetta er nærri því of gott til að vera satt!

Málið er ekki svona einfalt.  Stjórnmálamenn eru ekki best til þess fallnir að útdeila gæðum og hætt við að þeir noti ,,réttlæti" en ekki hagkvæmni í ákvörðunum sínum.  Nú vantar kvóta á Langanesi eða Vestfjörðum og þá er leigt þangað frekar en annað, hvað sem hagkvæmni við kemur.  Þó sumum finnist ,,markaðurinn" oft grimmur er hann mun réttlátari en misvitrir stjórnmálamenn sem stjórnast oft af öðru en hámarka hagnað og hagkvæmni.  Stjórnmálamaðurinn getur ekki séð fyrir þarfir markað eða kaupenda á hverjum tíma þegar hann tekur sína ákvörðun um hver eigi að fá kvóta og hver ekki.  Það verður alltaf þörf á að takmarka aðgang að auðlindinni og ákveða hver má veiða og hver ekki.

Hér er gert ráð fyrir að núverandi ríkisstjórn hafi þessa aðferð í huga en ekki að setja á dagakerfi, sem kosta mun fullkomna sóun í fiskveiðum.  En fyrst tekur steininn úr þegar talað er um að opna kerfið og leyfa öllum að veiða eins og þeir vilja.  Nóg er af fyrirmyndum af slíku kerfi og þarf ekki djúpar rannsóknir til að sjá hvert það leiðir.  En til hvers á að breyta kerfi sem reynst hefur vel og virðist skila góðri arðsemi?  Arði sem dreifsit með ásættanlegum hætti og skilar sjómönnum góðum kjörum og viðunandi aðbúnaði.  Fyrir því þurfa að liggja sterk rök og ekki nóg að benda á umræðuna í þjóðfélaginu.  Ef það er umræðan í þjóðfélaginu sem á að ráða för verður hún að vera byggð á rökum og staðreyndum en ekki tilfinningum einum saman eða lýðskrumi.

Hér með er skorað á menn að takast á með slíkum hætti.  Ég vil endurtaka orð mín í upphafi um að menn tali um einn hlut í einu.  Einangra umræðuna um kvótakerfið og halda aðskildu öðrum þáttum fiskveiðikerfisins, eins og ákvörðun um veiðiráðgjöf, almennum reglum um veiðar, fiskveiðieftirliti o.s.f.


Ótrúlegt

Ég trúi því ekki fyrr en á reynir að Fogh byðji Tyrki afsökunar á lýðræði og prentfrelsi í Danmörku.  Við eigum aldrei að biðja Múslima afsökunar á lýðréttindum og þeim gildum sem við stöndum fyrir. 

Hinsvegar hafa Tyrkir sýnt með þessari ómerkilegu uppákomu að þeim er ekki treystandi í samfélagi Evrópuþjóða og margir munu átta sig á að innganga þeirra í ESB væri stór slys.  Meðferð múslima á t.d. konum er algerlega óréttlætanlegt.  Heiðursmorð eru algeng í Tyrklandi enda ná lög og regla til stærstu borga landsins, en megin hluti þess býr við villimennsku. 

Vesturlönd hafa ekki staðið nógu þétt að baki Dönum í þessu teikningamáli.  Að trúa því að því meira sem við gefum eftir í kröfugerðum þeirra, verði þeir betri og ekki eins hættulegir, er alger vitleysa.  Tilgangur múslimista er mikilvægari en svo og eftirgjöf gefur þeim bara aukin kraft til að ganga lengra.  Við gefum aldrei eftir mannréttindi og lýðfrelsi til að þóknast afturhaldsöflum og byðjumst aldre asökunar á sjálfsögðum lýrðréttindum eins og ritfrelsi.


mbl.is Segja Fogh biðjast afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

NATÓ

Rasmussen verður framkvæmdastjóri NATÓ og ljóst að þrýstingur frá ESB hefur komið í veg fyrir andstöðu Tyrkja.  Fundurinn virðist hafa tekist frábærlega og mikil eining enkennir fundarlokin.  NATÓ er hornsteinn vestrænnar menningar, lýðræðis og gildismats. 

Það var mikið af Hörðum Torfasonum að mótmæla í Strassborg.  Fréttaskýrandi taldi þetta aðallega vera hóp af stjórnleysingjum, kjarnorkuandstæðingum en sjá mátti marga þeirra veifa rússneska fánanaum.

Hér heima hefur þessi hópur verið undirdeild í Vinstri Grænum.  Herðir Torfasynir sáu ástæðu til að mótmæla við Alþingishúsið vegna þess að þeir töldu að Sjálfstæðismenn væru með málþóf í þinginu.  Sömu menn beitt fyrir sig lýðræði þegar þeir áttu stóran þátt í að koma ríkisstjórn frá völdum og töldu að endurreisa þyrfti alþingi og töluðu gegn ráðherravaldi.  Nú ætlar minnihlutastjórn með aðstoð örflokks að keyra í gegn breytingar á stjórnarskrá án samráðs við stjórnarandstöðu sem er stílbrot í lýðræðishefð íslendinga í rúm fimmtíu ár.  Þá sjá þessir Herðir ástæðu til að aðstoða ,,ráðherravaldið" til að kúga minnihluta á alþingi og telja nauðsynlegt að þagga niður í stjórnarandstöðunni.  Það er nú bara verið að tala um stjórnarskrá lýðveldisins.  Þeim finnst það algjört smámál og ekki þurfi að taka tíma þingsins til að ræða slík mál.

Stjórnarskrármálið er gott dæmi um algert lýðskrum þar sem engin ástæða er til að þvinga það í gegnum þingið nú.  Það þarf hinsvegar að taka á efnahagsmálum og þjappa þjóðinni saman við uppbyggingu Íslands.  Það þarf líka að gefa frambjóðendum tíma til að kynna framboð sín og ná sambandi við kjósendur fyrir kjördag.  Ráðherrar minnihlutastjórnar tala hinsvegar um hvað þeir ætla að gera ÞEGAR þeir taka við eftir kosningar.  Kannski eru þessar kosningar óþarfar.  Það sé þegar búið að ákveða þetta og því þurfi ekki kosningabaráttu.  Okkur kemur ekkert við hvað þeir eru að sýsla með IMF og Steingrímur J. snýr út úr þegar hann er spurður á formlegum fyrirspurnatíma þingsins.

Þetta eru vondir tímar þegar hávær skríll (Herðir Torfasynir) getur haft slík áhrif og skapað óvissu um lýðræði og stjórnarskrá þjóðarinnar.   Þeir eru augljóslega á mála hjá öðrum stjórnarflokknum. Eins og í Strassborg eru þetta stjórnleysingar sem hika ekki við að beita ofbeldi málstað sínum til framdráttar og eru alls ekki talsmenn lýðræðis eða vestrænni menningu eða gildismats. Guð hjálpi Íslandi eftir kosningar þegar Framsóknarstopparinn verður ekki á þessari vondu ríkisstjórn.


Íslamistar og Naívistar

Það er ljóst að Tyrkir eru að hegna Dönum fyrir Múhameðsteikningarnar.  Ég ætla rétt að vona að Íslendingar standi fast við hlið vina sinna í þessu máli.  Hjá NATÓ eru ákvarðanir venjulega teknar samhljóða og því geta Tyrkir stoppað Rasmussen í að verða næsti framkvæmdastjóri NATÓ.

Þetta mun hafa áhrif á óskir Tyrkja til að komast í ESB enda sýna þeir enn og aftur að þeir eiga ekki samleið með þróuðum lýðræðisþjóðum og virða grundvallar mannréttindi eins og ritfrelsi.

En bloggar vill aðeins minnast á annað í sambandi við NATÓ.  Á Alþingi kom fram hjá þingmönnum að Íslendingar ættu að notafæra sér ársfundinn til að ræða um aðgerðir Breta í IceSave máli og beitingu hryðjuverkalaga.  Ég vona að þeir verði ekki það heimskir að misnota NATÓ enn og aftur fyrir slík mál.  Virðingarleysi landans fyrir varnar og öryggismálum hefur áður komið okkur illa og nú þurfum við síst á því að halda að tapa þeirri litlu virðingu sem við kunnum að njóta meðal bandalagsþjóða samtakana.


mbl.is Ekki samstaða um framkvæmdastjóra NATO
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Evrópudómstóllinn

Vonandi hefur Evrópudómstóllinn áhrif í Danmörku en ekki vegna veru þeirra í ESB.  Það er mikilvægt að fjölmiðlar og álitsgjafar geri greinarmun á Evrópudómstólnum og dómstól Evrópusambandsins.  Sá fyrrnefndi heyrir undir Evrópuráðið sem er alls óskylt ESB.  Menn eru hinsvegar endalaust að rugla þessu saman.  Annar dómstóllinn sker úr varðandi m.a. mannréttindamál en hinn sker úr deilumálum vegna löggjafar ESB.


mbl.is Efnahagsleg rök duga ekki til
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 2
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 28
  • Frá upphafi: 283945

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband