21.10.2007 | 12:32
Kafli 1 - Mótorhjólagengið
Við Nonni Gríms vorum nítján ára þegar ákveðið var að kaupa mótorhjól og aka um Evrópu. Þetta var árið 1974 og ekki margir Íslendingar sem höfðu staðið í slíkum stórræðum. Unnusta mín, Kristín og bróðir minn Hjalti ætluðu með ferðina sem hófst í maí. Farmiðarnir til London voru keyptir hjá Gunnari Jóns í Brunabót sem var með umboð fyrir Loftleiðir á þeim tíma.
Í Reykjavík var ákveðið að fara út að borða á Hótel Loftleiðum, sem var í fyrsta skiptið á ævinni sem við komum á fínan veitingastað. Ég man að við pöntuðum rauðvínsflösku með steikinni, sem var frumraun okkar sem heimsborgarar og matgæðingar. Þegar þjónninn kom með flöskuna til að sýna okkur hana og athuga hvort tegundin væri rétt var hún hrifsuðu úr höndum hans og byrjað að hella í glösin.
Frá byrjun var þetta ósköp erfitt. Ég kominn með kærustu og strákarnir alls ekkert hrifnir af kvenmanni í hópnum. Þannig varð ég svolítið útundan sem skiljanlegt var en allt gekk þetta vel og flogið út með Rolls Royce, eins og skrúfuþotur Loftleiða voru kallaðar. London var skemmtileg en ekki fundum við réttu mótorhjólin þar í borg og ákveðið að halda til Þýskalands.
Við tókum járnbrautalestina og fyrsti áfangi var Brighton. Við dvöldum þar eina nótt og síðan haldið á til Dover þar sem við tókum hovercraft til Calais í Frakklandi. Þaðan var haldið á með lest til Brussel þar sem við sváfum á járnbrautarstöðinni um nóttina. Eftir erfiða nótt og hart höfðalag var tekin lest til Munchen í Bæjaralandi. Þar var farðið í að leita að mótorhjólum til að leggja Evrópu að fótum okkar.
Á bílum um Evrópu
Hjólin reyndust dýrari en við höfðum búist við og því fórum við að skoða bíla. Niðurstaðan varð sú að við Stína keyptum Renult rennireið og strákarnir stóran svartan Bens. Það var ekki eftir neinu að bíða og við brunuðum af stað í austur. Fyrst var ekið yfir alpana og þaðan til Ítalíu. Jón og Hjalti á unda og við Stína þurftum að hafa okkur öll við til að halda í við þá og tína þeim ekki. Farsíminn var fundin upp rúmum tuttugu árum seinna og því ekki hægt að slá á þráðinn ef við misstum af stóra svarta Bensanum.
Við renndum seinni part dags inn í stórborgina Milano þar sem umferðin var alveg rosaleg. Við sáum til strákanna í Bensanum að umræðurnar voru fjörugar. Handasveiflu útum allan bíl og keyrt á útopnu eftir breiðstrætum borgarinnar. Allt í einu bruna þeir yfir á gulu ljósi og komið rautt þegar við Stína komum að því. Við sáu hvar Bensinn hvarf inni ítalska umferðaþvögu og þeir voru týndir og tröllum gefnir. Ég verð að viðurkenna að mun auðveldara var að aka eftir þetta og geta einbeitt sér að akstrinum og þurfa ekki að halda í við strákana.
Ein á báti
Við stefndum norður fyrir Adríahafið og eitt fáránlegasta atvik ævinnar hentu okkur Stínu á þeirri leið. Við komum í borg sem heitir Venicia. Við ætluðum aldrei að finna bílastæði en það tókst fyrir rest og síðan fórum við að skoða okkur um. Sennilega höfum við verið á vappi á Péturstorginu, sem var hið besta mál nema að við höfðum ekki hugmynd um hvar við vorum. Við sáum á plakati mánuði seinna að Venicia væri Feneyjar og við hefðum verið þar á þess að vita það.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 23.10.2007 kl. 13:17 | Facebook
Um bloggið
Gunnar Þórðarson
Tenglar
Hallgrímur bláskór 2012
- Gengiðr úr Hornvík í Kjaransvík
- Kjaransvík - Sæból
- GEngið á Ryt og Darra
- Gengið á Straumnesfjall
- Gengið á brúnir Grænuhlíðar
Smölun í Austurdal
- Austurdalur -2010 Dagur 1 Smölun í hinum ægifargra Austurdal suður af Skagafirði
- Austurdalur - 2010 Dagur 2 Annar dagur smalamensku í Austurdal í Skagafirði
- Austurdalur -2010 Dagur 3 Lokadagur smölunar fyrir Austudalsfélagið í Skagafirði
- Föstudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Laugardagur í Austurdal 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Sunnurdagur í Austurdal - 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
- Mánudagur 2011 Smalaferð Göngumannafélags Austurdals í september 2011
Skútukaupin 1976
Við félagarir, undirritarðu, Jón Grímsson og Hjalti Þrórðarson keyptum skútu í Bretlandi og sigldum henni heim til Íslands
- Kafli 1 - Skútukaupin undirbúin
- Kafli 2 - England
- Kafli 3 - lagt í siglinguna miklu
- Kafli 4 - Captain Thordarson
- Kafli 5 - Siglt í norður
- Kafli 6 - Færeyjar - Ísland
- Kafli 7 - Siglt til Ísafjarðar
Ísrael 1974
Sagt frá ævintýri okkar Stínu, Nonna Gríms og Hjalta Bróður þegar við ókum yfir Evrópu 1974. Fórum frá Aþenu til ísrael og unnum þar á samyrkjubúi.
- Kafli 1 - Mótorhjólagengið
- Kafli 2 - Júgóslavía, Grikkland og Ísrael
- Kafli 3 - Á kibbutz undir Gólanhæðum
- Kafli 4 - Í kjölfar árásarinnar
- Kafli 6 - Maðurinn með ljáinn
- Kafli 5 - Endurfundir
- Kafli 7 - Frá rauðu ljósi í Milanó
- Kafli 8 - Fjölskyldu og varnarmál
- Kafli 9 - Vinna í Elat
- Kafli 10 - Daglegt líf á Shamir
- Kafli 11 - Til Grikklands
- Kafli 12 - Sögulok í London
Að Fjallabaki 2012
Suður um höfin 1979
Frá ferðalagi okkar Stínu á seglskútunni Bonny frá Ísafirði til Mallorca í Miðjarðarhafi
Sigling frá Mallorka til Grikklands
- Kafli 1 - lagt af stað til Ítalíu Fimm félagar sigldu Bonny frá Spánar til Grikklands
- Kafli 2 - Sikiley og Grikkland
- Kafli 3 - Kea og Paros
- Kafli 4 - Santorini
Safaríferð í Úganda
- Ferð til Murchison Falls - fyrri hluti Safaríferð inn í frumskóg Úganda
- Ferð til Murchison Falls - seinni hluti
Hálendisferð 2010
- Gengið á Fimmvörðuháls Eldstöðvar Fimmvörðuháls skoðaðar
- Skaftafell og Kristínartindar Gengið á Kristínartinda
- Gengið á Mælifell Ekið Fjallabak syðra norður fyrir Mýrdalsjökul
- Friðland að Fjallabaki Gengið um við Landmannalaugar
- Gengið á Löðmund Gengið á Löðmund við Dómadal
- Gengið á Snæfell Gengið á hæsta fjall Íslands utan jökla, Snæfell
- Gengið í Geldingarfell Ferð um Lónsörævi með frábærum hópi, sumarið 2010
- Gengið í Egilssel Gengið úr Geldingafelli í Egilssel við Lónsöræfi
- Gengið niður Lónsöræfi Þriggja daga göngu norðan og austan Vatnajökuls lokið
Sri Lanka 2007
- Sri Lanka 2006-2008 Starfað á Sri Lanka
Bloggvinir
- astromix
- ekg
- stefanbjarnason
- golli
- vikari
- gunnarpetur
- vestfirdir
- gudni-is
- ea
- ladyelin
- gp
- altice
- hjolaferd
- kaffi
- komediuleikhusid
- rabelai
- ziggi
- huldumenn
- helgi-sigmunds
- sigrunzanz
- hordurhalldorsson
- baldher
- hjaltisig
- lotta
- kjarri
- bjarnimax
- jovinsson
- smjattpatti
- eirmor
- vefritid
- saemi7
- siggisig
- maggij
- lehamzdr
- contact
- gauisig
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 32
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 26
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.