Kafli 1 - Mótorhjólagengið

LoftleiðirMótorhjólagengið

Við Nonni Gríms vorum nítján ára þegar ákveðið var að kaupa mótorhjól og aka um Evrópu.  Þetta var árið 1974 og ekki margir Íslendingar sem höfðu staðið í slíkum stórræðum.  Unnusta mín, Kristín og bróðir minn Hjalti ætluðu með ferðina sem hófst í maí.  Farmiðarnir til London voru keyptir hjá Gunnari Jóns í Brunabót sem var með umboð fyrir Loftleiðir á þeim tíma.

Í Reykjavík var ákveðið að fara út að borða á Hótel Loftleiðum, sem var í fyrsta skiptið á ævinni sem við komum á fínan veitingastað.  Ég man að við pöntuðum rauðvínsflösku með steikinni, sem var frumraun okkar sem heimsborgarar og matgæðingar.  Þegar þjónninn kom með flöskuna til að sýna okkur hana og athuga hvort tegundin væri rétt var hún hrifsuðu úr höndum hans og byrjað að hella í glösin.

Frá byrjun var þetta ósköp erfitt.  Ég kominn með kærustu og strákarnir alls ekkert hrifnir af kvenmanni í hópnum.  Þannig varð ég svolítið útundan sem skiljanlegt var en allt gekk þetta vel og flogið út með Rolls Royce, eins og skrúfuþotur Loftleiða voru kallaðar.  London var skemmtileg en ekki fundum við réttu mótorhjólin þar í borg og ákveðið að halda til Þýskalands.

Við tókum járnbrautalestina og fyrsti áfangi var Brighton.  Við dvöldum þar eina nótt og síðan haldið á til Dover þar sem við tókum hovercraft til Calais í Frakklandi.  Þaðan var haldið á með lest til Brussel þar sem við sváfum á járnbrautarstöðinni um nóttina.  Eftir erfiða nótt og hart höfðalag var tekin lest til Munchen í Bæjaralandi.  Þar var farðið í að leita að mótorhjólum til að leggja Evrópu að fótum okkar.

Á bílum um Evrópu

HovercraftHjólin reyndust dýrari en við höfðum búist við og því fórum við að skoða bíla.  Niðurstaðan varð sú að við Stína keyptum Renult rennireið og strákarnir stóran svartan Bens.  Það var ekki eftir neinu að bíða og við brunuðum af stað í austur.  Fyrst var ekið yfir alpana og þaðan til Ítalíu.  Jón og Hjalti á unda og við Stína þurftum að hafa okkur öll við til að halda í við þá og tína þeim ekki.  Farsíminn var fundin upp rúmum tuttugu árum seinna og því ekki hægt að slá á þráðinn ef við misstum af stóra svarta Bensanum.

Við renndum seinni part dags inn í stórborgina Milano þar sem umferðin var alveg rosaleg.  Við sáum til strákanna í Bensanum að umræðurnar voru fjörugar.  Handasveiflu útum allan bíl og keyrt á útopnu eftir breiðstrætum borgarinnar.  Allt í einu bruna þeir yfir á gulu ljósi og komið rautt þegar við Stína komum að því.  Við sáu hvar Bensinn hvarf inni ítalska umferðaþvögu og þeir voru týndir og tröllum gefnir.  Ég verð að viðurkenna að mun auðveldara var að aka eftir þetta og geta einbeitt sér að akstrinum og þurfa ekki að halda í við strákana.

Ein á báti

VeniciaVið stefndum norður fyrir Adríahafið og eitt fáránlegasta atvik ævinnar hentu okkur Stínu á þeirri leið.  Við komum í borg sem heitir Venicia.  Við ætluðum aldrei að finna bílastæði en það tókst fyrir rest og síðan fórum við að skoða okkur um.  Sennilega höfum við verið á vappi á Péturstorginu, sem var hið besta mál nema að við höfðum ekki hugmynd um hvar við vorum.  Við sáum á plakati mánuði seinna að Venicia væri Feneyjar og við hefðum verið þar á þess að vita það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Gunnar Þórðarson

Höfundur

Gunnar Þórðarson
Gunnar Þórðarson

Viðskiptafræðingur með meistarapróf í alþjóðaviðskiptum.  Fordómalaus frelsisunnandi og heimshornaflakkari. Hefur búið í Rússlandi, Kanada, Mexíkó, Sri Lanka og Uganda en aldrei fór ég suður. 

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Ísl fáninn
  • IMG_6866
  • IMG_6817
  • Gefa mótor
  • gefa money

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 4
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 41
  • Frá upphafi: 285832

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 30
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband